Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 8
8 'FÁLKINN Leikur LARS BERG verkfræðingur gekk um áhorfendapallinn og beið eftir að hcstarnir, sem áttu að taka þátt i þriðja hlaupinu, væru látnir renna framhjá fyrir hlaupið. Hann ætlaði sér ekki að taka þátt í veð- málunum, og ástæðan til þess var ofur einföld: liann var vita pen- ingalaus ■— átti ekki svo mikið sem tvær krónur til að leggja á hest. Að hann var staddur þarna á betra á- horfendaplássinu kom til af þvi, að hann liafði fengið aðgöngumiðann gefins. Hann var með djúpar lirukk- ur í cnninu, og liafði ekki sama áhuga fyrir hestunum og liann var vanur. Hann hafði sannarlega ann- að að liugsa. í fyrsta lagi þetta að hann var gersamlega peningalaus, í öðru iagi live horfurnar voru bág- ar -— þáð var fyrirsjáanlegt liung- urmorð. Og í þriðja lagi var það svo ásta-raunin. Berg verkfræðingur hafði verið glaður og áliyggjulaus þangað til fyrir þrem vikum — og enda nokkuð af þessum þremur vikum líka, en svo hafði liann misst stöðu sína á teiknistofunni vegna þess að starfsmönnunum var fækkað. Og það hafði reynst ógerningur að ná í nýtt starf. Hann hafði gert sitt besta til þess, og nú var hann orð- inn peningaiaus Gat ekki einu sinni fengið sér kaffibolia þarna inni í veitingaskálanum. Þetta var nú eig- inlega nægilegt mótlæti, en svo bætt- ist það ofan á, að liann var bráð- skotinn í stúlku, sem engin iíkindi voru til að maður i lians stöðu — eða réttara sagt stöðuleysi — gæti nokkurntíma náð í. Hún var döttir frægs og forríks verkfræðings — einkabarn lians, liann hafði hitt hana nokkrum sinnum lijá húsbónda sínum fyrrverandi — hafði verið borin á höndum og dekrað við hana, og var miklu ofar í mannfé- lagsstiganum en fátækur, óþekktur og atvinnulaus verkfræðingur. Hún var líka þarna á veðreiðunum og það jók kvalir lians uin allan lielm- ing og dró huga hans frá hestunum. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Sltúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaSið kemur út hvern íöstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfrám HERBERTSprent slembilukkunnar Eftir Sigge Stark Ef lnin hefði verið þarna ein, svo að liann hefði dirfst að ávarpa hana — en ekki var þvi að fagna. Með henni var stássbúinn ungur maður, þóttalegur og mikill á velli. Berg vissi liver hann var, hann vissi að kvenfólkinu þótti Berle heildsali afar glæsiiegur. maður — sjálfum fannst honum Berle vera viðbjóðs- iegur — og kvenfólkið liékk utan i lionum og hann var hálfvegis trú- lofaður ungfrú Svane. • .Berg kreppti hnefana í frakka- vasanum, þar sem hann gekk i hum- átt eftir þeim og horfði á þau. Hin undurfágra, granna, Ijóshærða Mary — i huganum kallaði liann hana allt- af skirnarnafni ■—■ og þcssi upp- skafningur, Berle. Jú, að vissu leyti sópaði talsvert að honum, stór og hermannlegur. dökkhærður og föl- leitur og með afar strokið lítið yf- irskegg, en samt .... svei attan! Munnurinn var of lítill og hendurn- ar of smáar og hvítar — með áber- andi hringjum! — og röddin veik og skræk. Hverju gat Mary gengist fyrir hjá honum? Kvenfólkið getur verið skritið stundum. Nú fór liljómsveitin að leika dill- andi lag og við hesthúsin röðuðu knaparnir sér eftir númerunum. Berle heildsali og ungfrú Svane gengu fram að grindunum til að horfa á hestana er þeir væru leiddir fram hjá. Berg kom sér fyrir rétt hjá þeim, til þess að fá þó að minnsta kosti að heyra óminn af rödd Mary, þó að hann yrði að horfa á Berle í kaupbæti. „Jæja?“ sagði Berle, „livaða hest eigum við að veðja um?“ „Eg veit ekki,“ sagði Mary hik- andi. „Þetta er iangt hlaup?“ „Travá B? Ovak? Tigerbrand?" spurði Berle. „Ovak, held ég. Já, Ovak!“ „Eg veit ekki,“ sagði Mary aftur. „Líttu á Satúrnus — númer 3. Það er sterkur hestur!“ „Það eru þeir fleiri,“ sagði Berle. „Satúrnus er góður hestur, hann get- ur auðvitað unnið, en hann er ó- viss, Nei, númer 12, Ovak.“ „Eins og þú vilt,“ sagði Mary. „En við getum veðjað á sinn hest- inn hvort." „Nei, við veðjum saman,“ sagði Berle. „Og ég held að við tökum Trava ,B.“ „Jæja,“ svaraði Mary. „Mér er sama. Eg er ekki viss um neinn i þessu hlaupi. En mér finnst samt að .......“ „Kannske þú farir og kaupir mið- ana á meðan ég athuga úrslitin úr fyrsta hlaupinu.“ „Já, hve mikið eigum við að leggja undir?“ Berle rétti henni oflátungsléga fimmtíu króna sneþil. „Þennan — vitanlega á liestinn sem vinnur.“ „Hvaða númer er það?“ „þrjú — nei, biddu viðl Fjögur!“ Mary fór og Berg í humátt á eftir lienni. Honum fannst betra að horfa á hana eina en við liliðina á Berle. Þegar liún kom aftur frá veðmála- skrásetningunni tók liún eftir Berg og kinkaði kolli til hans og brosti. Hjarta hans sló örar. Hann sneri við og fór á eftir henni. Hann sá liana opna handtöskuna og taka upp nokkrar veðmálakvittanir, sem hún fleygði. Ónýtir seðlar — peningar, sem hafði verið kastað á glæ. Með einskonar bljúgleikakennd beygði Berg sig og tók upp kvittanirnar og stakk þeim í vasann. Hún hafði þó að minnsta kosti snert á þessum pappírssneplum, liorft á þá og þeir höfðu legið í töskunni hennar. Hann roðnaði af blygðun yfir sinni eigin viðkvæmni og andvarpaði. Þetta var þó betra en ekkert. „Eg veðjaði á nr. 13 líka,“ sagði Mary er liún kom aftur til Berle. „Þrettán ei» venjulega liappatala hjá mér.“ „Og vinnur á nr. fjögur,“ sagði Berle. „Fjögur?“ át Mary eftir. „Þú sagðir númer þrjú!“ „Þrjú — Satúrnus!" sagði Berle og ieit á skrána „Eg sagði fjögur — greinilega. Heldurðu að ég fleygi fimmtiu krónum á bikkju eins og Satúrnus? Eg vildi óska að þú tækir betur eftir." Hann var talsvert gramur. Mary leit á hann. „Það var leiðinlegt að mér skyldi skjátlast," sagði hún, „en þetta er nú út í bláinn hvort sem er og ..“ „Öllu má nú ofgera,“ tók Berle fram í. „Þú hefðir getað veðjað fimmtíu krónum á Satúrnus, þvi að vitanlega getur hugsast að hann vinni. En mínum peningum átt þú að veðja á þann hest, sem ég tiltek." „Jæja, það er ekki of seint enn- þá,“ svaraði Mary rólega. „Veðja þú á þann hest sem þú vilt, ég hefi þá hinn miðann sjálf og svo tölum við ekki meira um það. En þú verður að líða mig um þessar fimmtíu krónur þangað til við kom- um lieim, því að ég hefi ekki svo mikið á mér.“ „Ænei,“ sagði Berle hægari, ..það er best að hafa það eins og það er. Eg verð að taka á mig skellinn fyr- ir að ég treysti þér. En, ég skal segja þér Mary, þú kannt ekki að fara með peninga “ Það sama fannst Berg, sem hafði hlustað á samtalið og var forviða á að hún skyldi ekki taka misgáning- inn nærri sér. Fimmtíu krónur virtust ekki skipta neinu mál fyrir liana. Og hvenær mundi hann, Berg verkfræðingur,, hafa efni á að sá fimmtíu króna seðlum kringum sig? Á þessu augnabliki hugsaði hann ekki út í að það skipti engu máli hvað hann fengi. því að hann gæti enga von gert sér um Mary hvort sem var. En þegar liann heyrði Berle ávita Mary fyrir það, sem lionum hafði sjálfum blöskrað, sárn- aði lionum það samt mjög. Þessi maður sem var svo ríkur, gat vel látið þetta kyrrt liggja, þó að Mary gerði skissu! Hann talaði við hana eins og þau væru þegar orðin hjón. Hestarnir linöppuðust saman við marklínuna. Skotið reið af og nú liugsaði Berle ekki um neitt annað en hestana. Þetta var verulega fal- leg sjón! Þarna komu gæðingarnir þjótandi, það dró saman með þeim svo að ekki mátti á milli sjá. En það var hvorki Satúrnus nr. þrjú eða Trava B nr. fjögur, sem tóku forustuna. Fremst var Mons og við liliðina á honum Stella C. Hópurinn varð þéttari og þéttari, nýir hausar sáust teygja sig fram í fylkingarodd- inn, einn hesturinn hljóp upp, ann- ar dróst aftur úr, baráttan var hörð og það mátti ekki á milli sjá hver lilutskarpastur yrði. En nú sótti einn af klárunum sig jafnt og þétt og fór fram úr hverjum hestinum á fætur öðrum. Það var Trava B! „Sagði ég þér ekki!“ heyrðist Berle segja; hann teygði sig eins og hann gat fram yfir girðinguna. „Trava ,B — sérðu .... sjáðu þarna! Trava B vinnur .... Ef þú hefðir gert eins og ég sagði ....“ „Þetta var af misskilningi ....“ sagði Mary ergileg. „Misskilningur hér og misskilning- ur þar. Það skaðar ekki að taka almennilega eftir. Þarna fóru fimm- tíu krónur i súginn fyrir handvömm — — fimmtíu krónur!“ Klukkunni var hringt. Nú kom lokaspretturinn! Og þarna kom Trava B, jafnt og öruggt, en allur hópurinn rétt á eftir. „Hann hefir ekki unnið ennþá,“ sagði Mary. „Nei, en hann gerir það. Vitan- lega vinnur hánn.“ Nokkrar sekúndur enn .. Þarna kom hann — en við hliðina á hon- um lcom Satúrnus löðrandi og más- andi fram úr hópnum. Þeir runnu samtimis fram að marklinunni. Nú voru ekki nema nokkrir metrar eft- ir. Trava B aðeins framar en ekki nema örlítið .... Þá rykkti Satúrn- us sér áfram, fram hjá Trava B og varð fyrri yfir marklínuna .... Mary sneri sér að Berle og hló. Það hlakkaði í henni. „Jæja, hvað segirðu nú. Heppi- legur misskilningur, var það ekki? Berle leit ekki á hana. Bíddu við þangað til við heyrum úrslitin. Eg er ekki alveg viss um þau.“ Hann var i mesta æsingi. „Ilvað gengur eiginlega að þér?“ sagði Mary hlæjandi. „Ertu æstur?“ „Ef hann hefir unnið gefur liann margfalt!“ sagði Berle. Hann var æstur. Berg duldist það ekki. Hann hafði ekki stjórn á sér. Berg fannst það ekki karlmanni sæmandi og þótti vænt um að með- biðill hans var ekki meiri maður en þetta. „Halló, halló!“ var hrópað í há- alaranum. Númer 3 vann hlaupið. Númer 3, Satúrn vann — annar varð Trava B, nr. 4 — þriðji nr. 12, Ovak!“ „Við unnum þá samt,“ sagði Berle frá sér numinn. „Já, ég sagði hka að Satúrnus gæti unnið — þú manst að ég sagði það? Og vildi ekki að við leiðréttum misskilning-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.