Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Mannapar. — Þetta eru stúdent- ar við dýralæknaskólann i Hann over, sem hafa sett á sig gorilla- grímur til þess að sjá hvernig það verki á ýms dýr. Það er mjög mismunandi hvernig dýr- unum verður við sýnina. Ljósmyndari sofnar á verði. — Blaðaljósmyndararnir l París höfðu nóg að hugsa meðan stjórnarkreppan stóð yfir þar. Þeir urðu oft að bíða tímunum saman fyrir utan stjórnarráðin, þar sem verið var að þinga um stjórnarmyndumna. Hér sést Ijósmyndari sem hefir sofnað með vélina sína og lampann á tröppunum fyrir utan verka- málaráðuneytið, meðan Queu- ille-stjórnin var að fæðast. 1 baksýn sést þingmaður frá Alzír flýta sér á fundinn. Skrautbúinn gestur. — Veðreið- arnar í Longehamps t París voru fjölsóttar að þessu sinni. Meðal gesta var þessi negra- höfðingi. 50 ára afmæli — Fyrir nokkru voru liðin 50 ár síðan ameríska herskipinu „Maine" var sökkt í stríðinu milli Spánverja og Bandarlkjanna. 1 tilefni af þvl hafa eftirlifandi hermenn úr þeirri styrjöld lagt sveig á leiði hinna föllnu i kirkjugarðinurn í Arlington. Á myndinni sjást Leroy Leisey, 68 ára, og McAll ister, 77 ára, falla á kné við leiði hinna föllnu, báðir i ein- kennisbúningi þeirra tíma. RobertSchuman, fyrrverandi for sætisráðherra Frakka, sem nú er orðinn utanríkisráðherra í nýju stjórninni. Hrókar heimsbankans. — Alþjóðabankinn, sem stofnaður var í Bretton Woods og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn héldu þriðja ársfund sinn nýlega í Washington að viðstöddum fulltrúum frá 47 þjóðum. Hér sjást þrír helstu menn þessara stofnana, sem sé (frá v.): John Mc Clay forstjóri Alþjóðabankans, dr. Yun- Wu-Wang fjármálaráðherra Kínverja, sem er formaður bankaráðsins og Belginn Camille Gutt, sem er forstjóri al- þjóðlega gjaldeyrissjóðsins. „New look“ í Rússlandi. — Mynd af stúlku, sem velur sér efni í kjól i tiskuhúsi vekur ekki sérstaka athygli venjulega. En þegar myndin er frá Rússlandi, gegnir öðru máli. Þá er spurt: „Hvernig eru kjólasniðin í Rússlandi?“ Mörgum leikur hugur á að vita, hvort nýja tískan hefir komist þangað. Fáir trúa því, þar sem það er almennt talið, að Rússar álíti allt það, sem fundið er upp vestan „járntjaldsins", hljóta að vera stefnt gegn heill þeirra. Þessu er þó ekki þannig farið um kjólasniðin. Ungu, rússnesku stúlkurnar hafa fengið að apa „vesturheimsku" tískuna eftir, fengið að klæðast síða móðnum. Hárgreiðslulistin. - Mörg hundr- uð hárgreiðslumenn og kon- ur hafa verið á fundi í Oxford. 1 sambandi við hann var sýn- ing á allskonar greiðslutísku frá ýmsum tímum. — Hér sést Madame Fregatt“ frá tímum Lúðvíks 16. Undir góðri vernd. — Meðan húsmóðirin er inni í verslun- inni, verða fylgifiskar hennar tveir að bíða fyrir utan. Litli kjölturakkinn nýtur öruggrar verndar St.-Bernhards-hunds- ins á meðan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.