Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Page 3

Fálkinn - 07.01.1949, Page 3
FÁLKINN 3 Matarskortur í Shanghai. 1 Shanghai, stærstu borg i Kína og einni ar stærstu borgum heimsins, hefir að undanförnu verið hálfgerð hungursneyð. Fyrir nokkru þraut rísbirgðirnar alveg, og þegar loksins feng- ust nokkrir skipsfarmar frá Hongkong var hið mesta ófremd- arástand komið á í borginni. Myndin er frá einni verslun- argötunni í borginni, þar sem börn og fullorðnir hafa skipað sér í raðir fyrir framan matvöruverslanirnar til þess að fá risskammtinn sinn. Lögregluþjónn (með hvíta húfu) sér um að enginn troði sér fram í röðinni. Griðrof á Jöwu Sá atburður á erlendum vettvangi, sem mesta athygli og gremju hefir vakið siðustu vikur, er tvímælalaust griðrof llollendinga á Indonesum á Jövu. Engin þjóð hefir orðið til De Gaulle leitar fylgis verkamanna. Myndir þessar eru tekn- ar á hinum geysifjölmenna fundi verkamanna, sem de Gaulle stofnaði nýlega til í París. Að ofan: De Gaulle flytur ræðu. Áróðursstjóri flokks hans, Andre Malraux, hlýðir á með at- hygli. Að neðan: Nokkrir af áheyrendum. að taka svari Hollendinga í þessu máli, og í Öryggisráðinu róa þeir einir <í báti. Hollendingar telja siálfir, að um lög- regluaðgerðir einar sé að ræða og þetta sé því einkamál þeirra. En allt um það þá sætir framkoma þeirra í Indónesiu megnri andúð. Efri myndin er af hollenskri vélaherdeild á leið til stöðva Indonesa, en sú neðri af nokkrum Indonesum á flótta frá vigstöðvunum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.