Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Heimsókn í Hampiðjuna í tilefni 15 ára afmælis hennar tíuðmundur S. Guðmundsson, fyrsti forstjóri Hampiðjunnar. Eitt hinna merkari iðnaöarfyrir- tækja hér ó landi, Hampiðjan h/f, átti 15 ára afmæli nýlega. Fólkinn hefir snúið sér til Frímanns Ólafs- sonar, forstjóra fyrirtækisins, og fengið upplýsingar um starfsemi þess og sögu. Rúms vegna verður ekki hægt að gera þessu máli verð- ug skil hér í blaðinu, en þó mun drepið á helstu atriðin. Merkur brautryðjandi. Aðalhvatamaður að stofnun Hamp- iðjunnar var Guðmundur S. Guð- mundsson vélstjóri, sem var aðal- verkstjóri i Vélsmiðjunni Héðinn á árunum 1928—1934. Guðmundur var bæði vanur sjómaður og kunni flest- um öðrum betur með vélar að fára, enda hafði hann ágætt próf i vél- fræði. Hinn 10. mars 1934 stofnaði hann ásamt nokkrum mönnum, sem hann liafði fengið í félag við sig, hlutafélag, er nefndist Hampiðjan, og tilgangur félagsins var að starf- rækja verksmiðju til þess að vinna úr hampi ýmsar garntegundir, að- allega vörpugarn. Á árinu 1934 lét fyrirtækið reisa verksmiðjuhús inn í Stakkholti, og hefir sú bygging vaxið mjög siðan á alla vegu. Fyrirtækið stækkar. Laust fyrir jól 1934 tók Hamp- iðjan íil starfa, og á árunum fram að heimsstyrjöldinni voru fram- leidd 120—150 tonn á ári, og full- nægði það þörf togaraflotans. Árið 1938 hóf Hampiðjan sjálf- stæða starfrækslu með hnýtingu á botnvörpum, fyrst i leiguhúsnæði, en síðan var byggt ofan á verk- smiðjuhúsið í Stakkholti. Þóttu vörpurnar bæði góðar og ódýrar. og talsverð eftirspurn varð jafnvel eftir þeim í Boston, þvi að islensku skip- stjórarnir þar vildu þær fremur en aðrar. Á stríðsárunum varð mikill vöxtur í starfsemi fyrirtækisins, vélakostur jókst og húsakosturinn stækkaði. En á þessum árum og í lok stríðsins var samt við mikla örðugleika að etja, erfitt að fá vinnukraft, hráefna- skortur taisverður, en fullunna vöru ekki hægt að fá erlendis, þvi að stríðsþjóðirnar gátu ekki fullnægt jiörfinni. Eftirspurnin eftir vörum frá Hampiðjuni óx þvi gífurlega og allt kapp var lagt á að afla nægra liráefna og vinnuafls, svo að liægt væri að halda togara- og bátaflot- anum úti. Tókst þetta furðu vel, og var unnið i 3 vöktum. Mest voru það konur og unglingar, sem unnu við þetta og það er þvi mikið til i þvi, þegar Frimann Ólafsson segir, að vafasamt sé, hvort nokkurn tíma i atvinnusögu tslendinga hafi afkoma jafnmargra verið háð starfi jafn- fárra og smárra. Árin 1945—1947 kembdi verk- smiðjan og spann úr liér um bil 500 tonnum á ári, og veitti ekki af því. Á vertíðunum 1945 og 1946 var hér skömmtun á fiskilínum, og feng- ust þá engar línur innfluttar, en allt efni í þær var þá kembt og spunnið í vélum Hampiðjunnar. Gjaldeyrissparnaður. Á siðasta óri hefir starfsemi Hampiðjunnar dregist mjög saman, þar sem mikið hefir verið flutt inn af tilbúnu botnvörpugarni og botn- vörpum frá Belgíu og Bretlandi og víðar að, og í vetur er aðeins unn- ið á einni vakt i stað tveggja og jafnvel þriggja áður. Frá gjaldeyris- legu sjónarmiði að minnsta kosti er þetta óheppileg þróun, þvi að hægt er að spara % af gjaldeyri þeim, sem fer i innflutning á vörp- um, ef unnið er úr hampinum hér á landi, en hráefnin aðeins flutt inn. Sömuleiðis má benda á það, að lasburða fólk eða þá konur, sem bundnar eru við heimilisstörf hluta lir deginum, hafa fengið góða í- gripavinnu hjá Hampiðjunni við linýtingu á netum, og vafasamt er, hvodt rétt sé að svipta þetta fólk þeim skildingi, sem það hefir haft fyrir þetta. Hampiðjan liefir greitt fyrir því að undanförnu, að netastofur liafi verið settar upp á þeim stöðum, sem togaraútgerð hefir verið hafin á, og hafa verkstjórar netastofanna i Keflavík, Akranesi, ísafirði, Ak- ureyri, Seyðisfirði, Norðfirði og Vestmannaeyjum allir verið um tima á netastofu Hampiðjunnar. Nú nýlega hefir ný vélasamstæða verið keypt og sett upp í nýrri við- bótarbyggingu. Eru þar aðallega unnar fiskilinur úr ítölskum mjúk- trefja hampi. 1 vinnslusölum. Hampurinn kemur óunninn í stór- um böllum (250 kg.), og hamp- tægjurnar eru frá 2 metrum upp í 6—7 metra. Þetta er hinn svonefndi Manilahampur, sem kemur frá Fil- ippseyjum og er kenndur við höf- uðborg eyjanna eins og flestir vita. Jurtin, sem hamptægjurnar fást af, er mjög stór, blöðin af sömu lengd g tægjurnar, sem fyrr eru nefndar. og jurtin er 4 ár að ná fullum vexti. í stað Manilahampsins, sem var ófáanlegur eftir hernám Japana á Filippseyjum, var notaður svonefnd- ur Sísalhampur, sem unninn er úr blöðum Sísal-jurtarinnar og aðal- lega er ræktaður i Afríku. Tág- ar hans eru ekki nema meters lang- ar. Áður en hampurinn er hæfur til spuna, þarf hann að fara margsinnis gegnum kembivélar. Þær eru tvenns konar, grófkembivél ög' fínkembi- vél. Spunavélarnar eru tvær i aðal- vinnusalnum, önnur með 18 snæld- um en hin með 24 snældum, sem snúast 2300 uinferðir á mínútu. Að spunanum lolcnum fer eingirnið i tvinningarvélar þar sem þræðirnir eru tvinnaðir saman. Siðan taka ló- skurðarvélar við. Þær taka af smá- tægjur og þræði, sem standa út úr garninu, Lolcs fer garnið svo í hnotuvélar, sem vinda það upp í hnotur. Mest er framleitt af vörpugarni, en ýmsar aðrar garntegundir eru líka framleiddar, t. d. fiskilínur i nýju vélasamstæðunni í viðbótar- byggingunni. Á lofti verksmiðjuhússins er unn- ið að vörpugerð, og verkstjóri er þar Jón Sigurðsson. Hefir hann þar hjá sér örsmáa eftirlíkingu af botn- vörpu, Sem gaman er að skoða fyrir þá, sem litt þekkja til sjómanns- starfsins, og betri manni en Jóni er ekki völ á til að útskýra hana og verkan hennar. í afgreiðslu-lierberginu við hlið- ina á skrifstofu fyrirtækisins, er stór glerrúða, þar sem sjá má yfir allan vinnusájinn, og þar sem fylgjast má með öllu því sem gerist og hafa gott yfirlit yfir vélarnar. Sá sem leggur leið sína inn i Hampiðju og reynir að setja sig inn í starfsemi fyrirtækisins, kemst fljót- lega að raun um, að þar er unnið að gagnmerkri og nauðsynlegri iðn- aðarstarfsemi, sem íslendingum ber að hlúa að. ENGIN ÞURRÁTA. Enskir efnafræðingar hafa búið til meðal sem þeir kalla fusarex, og á að vera óbrigðult til að verja kartöflur þurrátu, en sveppurinn sem veldur henni heitir fugar fus- arium coeruleum. Fusarex er spráut- að yfir kartölfubinginn undir eins eftir að kartöflurnar hafa verið tekn ar upp. Það er ekki nauðsynlegt að hver einstök kartafla verði fyrir úð- anum, — hann sótthreinsar allan binginn samt. Kartöflur sem spraut- aðar eru með fusarex spíra líka siður en aðrar. i - m- Úr vélasal verksmiðjunnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.