Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN G. E. Eyford: Ævintýri Sigrúnar frá Hóli ur sína aldrei hrygga, aldrei gráta yfir hörmum sínum, og jók það ekki lítið á gleöi hennar. Þannig leið fyrsta sumarið, sem Sigrún var á Felli, sem einn óslitin sæludraumur. Þegar lieyannirnar voru búnar, komu hin vanalegu hauststörf, og var mikið og margt að gera á svo stóru heimili, bæði sláturstörf og annað. Sigrún hjálpaði móður sinni við innanbæjarstörfin það sem hún gat, en henni lét þó betur að vera í snúningum utan liúss, þar var hún frjáls og gat gefið æskufjörinu laus- ari taum. Það var einn dag, síðla um liaust- ið, að nokkrum sauðum var slátrað, sem fundist liöfðu í síðustu leitum. Veðrið var kalt með nístandi norð- anstormi Valgerður tók slátrið og fór með það út að bæjarlæknum til að þvo það, og Sigrún litla fór með til að lijálpa henni. Þegar þvottinum var lokið og þær mæðg- ur gengu heim, segir Valgerður við dóttur sína: „Eg var hugsunarlaus að taka ekki sjaiið mitt með mér til að leggja það yfir lierðarnar á mér meðan ég var að þvo, vatnið i læknum var líka svo nístandi kalt og mér finnst eins og kuldinn hafi farið alveg í gegnum mig. Við skul- um flýta okkur heim, og mér hlýn- ar þegar ég kem inn í eldhúsið. Þegar Valgerður kom heim tók hún strax til starfa við sláturgerð- ina, en hún fann brátt að kuldinn vildi ekki fara, en hiti sótti til höfuðsins og sár verkur undir hægra herðablaðinu fór að gera vart við sig. Hún settist á stól i eldhúsinu til að hvíla sig í von um, að þessi ótugt mundi brátt líða frá. Rétt er hún var sest niður kom frú Karen inn í eldhúsið, hún sá brátt að það gekk eitthvað að Valgerði, og spyr hana hvort hún sé lasin. Valgerður lét litið yfir því, kvaðst bara liafa fengið verkjarsting undir hægra herðablaðið, sem iegði fram í brjóst- ið; hún sagðist vona að það liði brátt frá, sér hefði kóinað er hún var að þvo innan úr úti við lækinn. Frú Karen sá strax að hér var uin alvarlegt mál að ræða, og bað hana að fara sem fyrst inn og hátta ofan i rúm, hún sagðist skyldi koma með heitt kaffi handa henni, og leggja heitan bakstur á verkinn: „Það er óheppilegt að læknirinn er ekki heima, hann kemur víst ekki fyrr en á morgun, svo að við verðum að reyna eitthvað þangað til hann kem- ur.“ Valgerður reyndi að standa upp, en átti bágt með það, verkurinn hafði svo heltekið hana; þó komst hún með hjálp frú Karenar inn í bað stofuna og i rúmið sitt. Er á kvöld- ið leið elnaði verkurinn og hún barst lítt af. Þegar Sigrún litla vissi hversu veik móðir sín var, varð hún hrædd og fór að gráta. Það var öldruð kona á heimilinu, sem Þóra hét; hún hafði í fjölmörg ár fylgt staðn- um og var eins og sjálfsögð að vera þar þótt húsbændaskipti yrðu. Henni eins og öllum á heimilinu, þótti vænt um Sigrúnu og kenndi sárt í brjóst um liana, er hún sá hversu nærri sér hún tók að sjá móður sina veika. Þóra tók Sigrúnu i fang sér og reyndi að hugga hana og segja henni, að þegar læknirinn kæmi heim mundi hann strax geta lijálpað mömmu hennar, svo að hún skyldi reyna að vera róleg; hún sagði að það væri best að Sigrún svæfi hjá sér, þangað til mömmu hennar batnaði, þvi nú yrði hún að fá að vera ein, þangað til að takverkurinn liði frá. Sigrún, sem allt vildi gera til þess að mömmu sinni batnaði sem fyrst, þáði boð Þóru, þó nauðug væri. Er þær voru að ljúka þessu sam- taii kom frú Karen inn með bakst- ur til að leggja við Valgerði: „Nú geturðu ekki sofið hjá mömmu þinni í nótt, Rúna mín, hún er svo veik. Viltu ekki lofa Rúnu litlu að sofa hjá þér, Þóra, þú hefir svo gott rúm.“ „Eg var að bjóða henni það,“ sagði Þóra. „Það var fallega gert af þér,“ sagði frúin. „Reyndu þá Rúna mín, að fara að hátta og sofa, við skul- um treysta þvi að læknirinn geti hjálpað mömmu þinni, hann kemur heim á morgun og ef til vill í nótt,“ svo kyssti frúin Rúnu litlu og bað hana vera rólega. Sigrún leit sínum fögru tárvoru augum á frúna og sagði: „Eg get ekki farið frá henni mömmu minni, eg get ekki farið að sofa meðan hún er svona veik, mig langar að vera hérna hjá rúminu liennar." „Það er of mikið fyrir þig, barn- ið gott, að horfa á móður þína þjást i alla nótt,“ sagði frúin. „Eg ætla að vera lijá heniii og hjálpa henni eins og ég get, þangað ti) læknirinn kemur.“ Þóra tók í hendina á Rúnu og leiddi hana inn í svefnlierbergi sitt, sem var i öðrum enda baðstofunn- ar, það hafði fyrir löngu síðan verið búið til fyrir hana. 'Herbergið var bara fyrir eitt rúm og fatakistu, auk þess var þar bókaskápur, í hon- urn voru flestar ljóðabækur síðari tíma islenskra skálda, ásamt nokkr- um gömlum guðsorðabókum og gull- aldarsögu íslands og Fornaldar- sögum Norðurlanda. Þóra opnaði skápinn er þær voru komnar inn og sagði Sigrúnu að reyna að stytta sér stundir við að skoða bækurnar; „ég fer nú út í fjós að mjólka, og þegar ég kein aftur förum við að hátta, og við skulum vona að mömmu þinni verði batnað á morgun. Frú Karen vakti lijá Valgerði og reyndi til að lina þjáningar henn- ar með heitum bökstrum. Það var komið fram yfir miðnætti er frúin heyrði að riðið var geyst í hlaðið. Henni datt strax i hug að það mundi vera læknirinn og fór ofan til að opna bæinn og fagna honum, það var hennar vani, þvi að hún unni manninum sínum alls hug- ar. Þegar hún kom út kom Ólafur læknir á móti lienni allur frosinn og sýlaður, því að hann hafði sund- riðið fljótið, en frost var um nóttina. Er hún hafði fagnað lionum, sagði hún honum frá hversu hastarlega Valgerður hefði veikst, og að hún hefði verið hjá henni og reynt að gera sitt besta til að lina þjáningar hennar. Ólafur læknir svaraði engu, en faðmaði konuna sina að sér og sagði: „Þú ert ævinlega eins og góðu englarnir, Karen.“ Læknirinn fór það bráðasta úr vosklæðunum, og vék svo að með- alaskáp sinum til að taka til mcðal handa Valgerði, en á meðan bjó frúin til heitt púns til að hressa hann á. „Nú fer ég upp til Valgerðar, en þú leggur þig fyrir og reynir að sofna, þú ert alveg að ganga fram af þér,“ sagði hann. Þegar læknirinn kom að rúmi Valgerðar, sá hann strax hvað um var að vera. Hún var heltekin af bráðdrepandi lungnabólgu. Hann gaf lienni eina inntöku af meðalinu sem hann hafði tekið til, og við það sviaði Valgerði dálítið, svo hún féll i eitthvert svefnmók. Lækn- irinn bað eina vinnukonuna að vaka og sitja hjá rúmi Valgerðar, og láta sig 'strax vita, ef liún fengi kvalakast. Hann sagðist ætla að leggja sig fyrir svolitla stund. Nóttin leið þannig fram undir dög- un að Valgerður þjáðist ekki mjög mikið, en er birta tók fékk hún liarða krampadrætti um allan lík- amann. Stúlkan kallaði slrax á lækn- inn, er hann kom til Valgerðar, sá liann að hún var að deyja. Hann settist við rúmið hennar og beið þess er var að gerast. Eftir dálitla stund sá hann að lifsmörkin voru að þverra, og innan stundar gaf hún upp andann. Eftir að hann hafði lolcað augum liennar gekk hann ofan og sagði konunni sinni hvað orðið var. „Eg er mest að hugsa um,“ sagði frúin, „hvað Rúna litla tekur þetta nærri sér, henni þótti svo ósköp værit um mömmu sína. Eg skal fara og segja Þóru gömlu frá þessu og biðja hana að tala um fyrir Rúnu og hugga hana.“ Þegar frúin kom inn í herbergi Þóru, var hún kiædd, en Rúna litla vöknuð. „Er mömmu batnað?" spurði Rúna litla undir eins og frúin kom inn. Hún laut ofan að henni þar sem hún lá í rúminu og sagði: „Nú er mamma þín farin frá okk- ur, en við Þóra ætlum að vera þér í mömmu stað.“ Rúna skildi strax hvað skeð hafði, hún sagði ekkert en tók báðum höndum fyrir augun og kúrði sig ofan í koddann og fór að gráta. Þær, frúin og Þóra reyndu að lnigga hana og telja um fyrir henni, en söknuðurinn og sorgin hafði tek- ið hina viðkvæmu barnssál liennar þeim heljartökum, að liún varð öll á valdi sorgarinnar, og gat engu sinnt. Henni fannst allt horfið og misst, er mamam hennar var dáin, sem hafði verið henni allt, hún óskaði að mega deyja líka og vera Frh. í næsta blaði. ALEXANER KIELLAND. Frh. af bls. 5. sýslumaður. Kielland hefir vaí a- laust gramist að sjá þessi að- skotadýr setjast að í bænum og leggja út í samkeppni við hin gömlu rótgrónu verslunarhús. Hann var sjálfur af einni af þess- um gömlu kaupsýslumannaætl- um — en var hún ekki aðkom- in líka? Hann lýsir aðkomu- manninum sem einskonar Bör Börson, brennandi af ágirnd, og lætur hann syngja um „Gull og stelpur og stelpur og gull“ líkt og Bör Falkbergets gerir í pen- ingavísunni sinni. Kielland hafði enga trú á að nýtt og þróttmikið blóð Jiærist í bæinn með þessum aðkomu- mönnum, en á því var nú þó ekki vanþörf. Gömlu ættirnar voru farnar að úrkynjast. Kvikmynd hefir verið tekin eftir sögunni „Jacob“ og heitir hún „Törres Snörtevold“. „St. Hans Fest“ hefir líka verið kvikmynduð en myndin er ó- lán. Sama árið sein „Jacob“ kom út gaf Ivielland út safn smá- greina, sem hann nefnir „Men- nesker og Dyr“. Þar með lauk rithöfundarferli hans. Það hef- ir margs konar getum verið leitt að því hversvegna hann bætti allt í einu að skrifa, en senni- legast er að veikindi liafi lamað starfsþrek hans svo, að hann varð að bætta. Árið 1892 varð hann borgar- stjóri í Stavanger og síðar amt- maður í Romsdal. Þótti liann röggsamur embæltismaður, en hann var farinn að kröftum. Hann bar sjúkdóm sinn karl- mannlega og bar þann harm i hljóði að verða að hætla að skrifa. 1906 varð hann svo veik- ur að hann lét flytja sig á sjúkra hús í Bergen og þar dó hann aðfaranótt 6. april. Hinn 31. ipaí 1924 var aflijúp- aður minnisvarði hans á Orre. Þar standa þessi orð: „Til minningar um Alexand- er L. Kielland er þessi steinn reistur, á þeim stað sem liann óskaði að verða grafinn. Þeir sem þekktu hann héldu upp á liann, þeir sem ekki héldu upp á hann þekktu hann ekki. Standmynd sú af Kielland, sem stendur á aðaltorginu í Stavanger, var afhjúpað 6. maí 1928.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.