Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN VITIÐ ÞÉR . . . . ? ÍLEIKHÚS OG LEIKLISTÍ H FRA FORN - GRIKKJUM TIL VORRA DAGA * M . K M X %5#¥<^Í?<¥<y>*>tKKKKKKKK ^KKKK^ William Shakespeare. Kringum aldamótin 1600 voru sex stór fastaleikhús i London, og sýn- ir það að leiklistaráhuginn var mikill, því að London var lítil borg þá, i samanburði við það sem síð- ar varð. Enda var lika mikið til af leikritum og leikritahöfundum. Á 50 ára skeiði komu fram ekki minna en 50 leikritahöfundar í Englandi. Og einn þeirra var jöfurinn William Shakespeare. Shakespeai-e. Hér er ekki tækifæri til að segja frá ævi þessa mikla manns eða verk- um hans. En hinsvegar skal reynt að Jýsa livernig umhverfið var kringum Jeikrit lians. „Shakespeare-leikhúsið“, það er að segja ensku leikhúsin eins og þau voru á dögum Shakespeares litu tals- vert einkennilega út. Þau voru eins og marghyrndur turn í laginu, byggð ur kringum þröngan húsagarð, sem var opinn upp úr, eins og brunnur milli húsanna. Þar i brunninum voru ódýrustu plássin, stæðin, og var þetta kailað „tlie pit“. Kringum hann voru þrennar svalir, „gallery“, hver upp af annarri, og voru þær und ir þaki. Þar voru sæti. Neðstu sval- irnar voru besti staðurinn í leikhús- inu, og hér sat hefðarfólkið — kven- fólkið þar var að jafnaði með grímu fyrir andlitinu. En ungir aðalsmenn vildu helst sitja á sjálfu leilcsvið- inu, á þrífættum kollustólum, sem þeir leigðu af leikendunum. Sjálft leiksviðið var pallur, á milli áhorf- endasætanna. Bak við hann voru klefar leikendanna, með dyrum út á sviðið og voru þeir stundum not- aðir, sem hluti af leiksviðinu. Leiksviðið var undir beru lofti, eins og „the pit“, en stundum var þó tjaldað yfir það, til dæmis ef mikil rigning var. En það var aldrei tjaldað yfir stæðin; þar varð fólk að dúsa hvernig sem rigndi, enda voru þau ódýr. Fortjald eða leik- tjöld voru ekki notuð, áhorfandinn varð að liugsa sér úmgerð leiksins sjálfur, eftir þvi sem efnið benti til. .Þegar auglýsingaspjald var sett á leiksviðið, þess efnis að þetta væri slétta við Bosworth, þar sem úrslitaorrustan stóð milli niðings- ins Richards III. og Henriks Tudor, þá var það sléttan og fólki fannst hún vera vígvöllurinn sjálfur. Sýningarnar liófust snemma, um klukkan þrjú síðdegis. Voru þær boðaðar á þann hátt að blásið var í lúðra á götunum og fáni var dreg- inn upp á leikliúsinu. Eins og marka má af þvi, sem liér hefir verið sagt, voru hin ytri skilyrði Sliakespearesleikhússins fremur bágborin i samanburði við það, sem síðar varð. Húsin sjálf voru að öllu leyti úr timbri og oft af vanefnum gerð og veikbyggð. Ár- ið 1583 hrundu til dæmis svalirnar í einu leikhúsinu og fórst fjöldi manns, sem þar var samankominn. Leikhúsumbúnaðurinn var jafn bágborinn og húsin sjálf. En á þess- um leiksviðum voru sýnd í fyrsta skipti mörg þeirra leikrita, sem enn i dag þykja gimsteinar leik- menntarinnar og það óviðjafnan- legasta sem hægt sé að sýna á nokkru leiksviði. Þaðan eru komnar heimsfrægar persónur — Hamlet, Richard III., Falstaff, Lear konung- ur, Sliylock, Rómeó, Desdemona, Ofelia og hvað þær nú heita allar saman. Shakespeare sannaði það öðrum fremur, að það er fyrst og fremst leikritið og leikarinn, sem allt er undir komið. Leiksviðið skipar ó- æðri sess. En vitanlega hefir það líka sitt hlutverk og á síðari tím- um liefir einmitt leiksviðsumbúnað- inum fleygt mest fram' VEL BOÐIÐ. í „Dagens Nylieter“ stóð fyrir nokkru svolátandi auglýsing; „Ekkja, 45 ára aðlaðandi og lagleg, sem á eina milljón sænskar krónur, óskar að kynnast menntuðum manni um fimmtugt, sem er skuldugur um allt að milljón sænskar krónur. Menn sem ekki uppfylla skilyrðið með illiti til skuldarinnar koma ekki til jreina. Svar merkt „skatta-hjúskap- jr“ sendist afgreiðslu blaðsins." — Sænsku skattayfirvöldin eru nú að eita uppi einhverja lagagrein, sem lægt sé að nota til að fyrirbyggja vona hjónabönd. •— Heyrið þér læknir. Þér áminnt- íð mig í fyrra um að verða aldrei vot í fæturna. En haldið þér að nér sé ekki óhætt að þvo þá ein- iverntíma þegar hlýtt er i veðri? að kengurú getur hoppað allt að 10 metra hátt? Það er að segja, að hún getur hoppað upp á venjulega flagg- stöng. Og svo er hún líka hlaupa gikkur og gelur farið fram úr góðum hesti. að jökull myndast jafnvel á fjöll- unum undir miðjarðarbaug? Þannig er jökull á fjallinu Kiliam Ndjaro í Afríku, þrádt fyrir hitann, því að fjallið er 6000 metra hátt og þessvegna er þar alltaf næturfrost. Vegna sólarhitans á daginn er jökull þessi allt öðruvísi útlits en nær heimskautunum, eins og sést hér á myndinni. LÁN f ÓLÁNI. Kona ein í Toulon, scin selur miða í franska ríkishappdrættinu hafði gleymt að tilkynna fyrir drátt um 150 miða, sem hún átti óselda. Dag- inn eftir dráttinn fór hún að skoða vinningaskrána, til að sjá hvort lnin hefði fengið vinning til að vega á móti því sem miðarnir kostuðu, en það voru um 7500 frankar. Það kom á daginn að hún hafði haft 1.400.000 franka upp úr gleymsk- unni. að reykháfar á skipum nútím- ans eru notaðir til margs ann- ars en að taka á móti reyknum? / mótorskipum þarf ekki nema mjóa pípu til þess að taka á móti útblástursloftinu, en samt hafa menn stóra reykháfa á þessum skipum, vegna útlitsins. Er rúmið í reykháfnum þá not- að fyrir klefa og stofur lianda skipshöfninni o. s. frv. Reykháf ur á eimskipi þarf auðvitað að hafa meira rúm fyrir loftrás, en samt er þar rúm fyrir fleira, á skipinu s/s Orc.ades, sem er nýbyggt, er l. d. „brúin“ uppi á reykháfnum, og hefir það ýmsa kosti, m. a. sést betur yfir skipið þaðan en ella. — Hér sést reykháifurinn á s/s Orcades. Verður ekki sagl að hann sé fallegur. að hægt er að nota jarðhitann til að hita upp hús? — Já, það vitum við, munu menn svara. En hér er ekki átt við hitaveitu eins og í Reykja- vík, heldur upphitun frá ,kaldri‘ jörð. Er grafið ofan í jörðina svo djúpl að hún hefir sama hitastig sumar og vetur. Þaðan er lofti dælt upp í húsið, og byggist aðferðin á sömu regl- unni og gildir um kælivélar. —- Sést hér slík leiðsla og er mynd- in úr timaritinu „Life“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.