Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ALEXANDER KIELLAND var á sinni tíð einn af hinum svonefndu »Fjóru stóru« en hinir voru Ibsen, Björnson og Jónas Lie. Kielland var yngstur þeirra, en 18. febrúar s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. A LLT máist af tímans tönn. Höfundarnir, sem skrif- uðu bækur er vöktu hrifningu og hneyksli fyrir tveimur mannsöldrum, þykja úreltir og nútímakynslóðin hendir gam- an að þeim fyrir hjákátlegt orða- lag og les bækur, sem hneyksl- uðu i gamla daga, án þess að finna þar nokkra hneykslun- arhellu. Örlög fjöldans alls af rithöfundum verða þau að gleymast skömmu eftir dauða sinn, svo eftirminnilega að eng- an langar til að gefa þá út eft- ir að rétturinn að ritum þeirra missir vernd Behnarsamþykkt- arinnar. En svo eru undantekning- arnar. Og ein af undantekn- ingunum er Alexander Kiel- land, sem Norðmenn voru ný- lega að minnast með margvís- legum athöfnum í tilefni af 100 ára afmæli hans. Þau hátíða- höld sýndu best hve traust tök þetta góðskáld á enn í þjóð- ínni. Og það eru fleiri en Norð- menn, sem lesa rit hans. Þýð- ingar af sögum Kiellands koma enn út á fjölda tungumála. Og eiginlega er sama nýjabragðið að sumum bestu sögum hans nú eins og var þegar þær komu út, svo sem „Skipper Worse“, „Garman & Worse,“ „Arheids- folk“ og sögurnar þrjár um Lövdahlsfólkið: „Gift“, „For- tuna“ og „Sankt Hans-fest.“ Skýringin er sú, að Kielland var í sumu tilliti fyrsfi nýtísku söguhöfundurinn í Noregi, og svo hitt að hann hafði jafnan ákveðið markmið með sögum sínum. Hann einhlíndi öðrum höfundum fremur á það að „gera gagn“ með pennanum sínum, hann var bardagamaður og málflytjandi í þágu þess, sem hann taldi þarft málefni. Hann var ,framfaramaður og siðhótarmaður og barðist gegn lileypidómum, refjum, ranglæti og heimsku. I Hans augum var listin einskis virði nema liún liefði ákveðið markmið, og hon- um datt ekki i hug að setjast við að skrifa hók í þeim tilgangi einum að gefa góðar sálar- og mannlýsingar eða löfra lesand- ann með fallegum stíl. Hitt vissi hann líka, að áróður fyrir mál- efni var ekki nóg til að gefa bókinni gildi, listin í verkinu varð að halda henni uppi ef til- ganginum átti að verða náð. Og Kielland var skáld hæði i bundnu máli og óbundnu. Og hann var næmur og vandlátur AS ofan: Afhjúpun Kiellandsminnis- varðans í Stavanger, 6. maí 1928. Til vinstri: Frá Ledaal. Hér ólst Alexander Kielland upp. listamaður og tamdi sér frá- hæran stíl og hnittið orðalag. En samt var málflytjandinn jafnan svo ofarlega í honum að allir sem lásu hann sáu livert liann stefndi, lika þeir sem stefnt var að. Það fór ekki hjá því að þá sviði undan svipu- liöggum Kiellands. Hann var vandlætari öllum öðrum norsk- um skáldum fremur síðan Hol- berg leið. Kielland segir sjálf- ur í hréfi: „Þetta kanelvatn með súru og sætu í, sem menn lcalla hlutlausar lýsingar, er hull og barnamatur.“ Alexander Lange Kielland fæddist í Stavanger 18. febrúar 1849. Ætt hans var komin úr Sognsdal og sá fyrsti af henni, sem settist að í Stavanger var Jacob Kielland. Áhrif þeirra Kiellandanna og auður óx með hverri kynslóð og hún varð rík- asta fjölskyldan í Stavanger og ein af ríkustu ættum Noregs. Einn af einkennilegustu mönn- unum í þessari ætt var Gabriel Scliancke Kielland, sem hafði mikinn áhuga á menningar- málum. Það er hann, sem heit- ir Morten W. Garman eða „Gamli konsúllinn“ i sögum Kiellands. Ættaróðalið, sem i sögunum lieitir Sandsgaard, heit ir réttu nafni Ledaal, stór og mikill búgarður, og stendur skammt fyrir utan Stavanger, en þó innan bæjarlandsins. Jacob sonur Gahriels S. Kiel- lands kvæntist frænku sinni, dóttur Jens Zetlitz, en i þeirri ætt var mikil listhneigð, sem braust út i fullu skrúði lijá skáldinu Alexander Kielland og systur hans, málaranum Kitty Kielland. Bestu sögur Kiellands rekja rót sína til Kiellandssættarinn- ar og hæjarbragsins í Slavang- er. Þetta umhverfi þekldi Kiel- land lit í æsar og var svo ná- tengdur því bæði af sögu og sjálfsraun, að hestu sérkenni lians hverfa þegar liann lætur sögur sínar gerast annars stað- ar en í Stavanger. Þetta á hæði við um „Arbeidsfolk" og „Sne“. Kielland var öllum mönnum átthagaræknari, hann elskaði Stavanger og hafði dálæti á ætt sinni, endurminningunum, veðr áttunni og elcki sist umhverfinu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.