Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN YMtsm bC/&NbURHIR Furðuverkin sjö Þú hefir vafalaust heyrt sagt: „Það er eitt af sjö furðuverkum verald- arinnar“. En hvaða furðuverk er þá átt við? í fornöld voru furðuverkin sjö tai- in þessi: 1. Pýramidarnir við Memphis. 2. Hengigarðarnir í Babýlon, 3. Artemismusterið i Efesos, 4. Zevsmynd Fídiasar í Olympía, 5. Grafhýsið i Halikarnassos. (i. Jötuninn á Rhodos og 7. Vitinn á Faros. En ef þú ættir að segja hver þér fyndust vera sjö furðuverk verald- ar mundirðu eflaust nefna eitthvað annað. SAGAN UM KRISTÓFER KOLUMBUS 17. Á Spáni hafði vaknað óá- nægja yfir því hve lítið hafðist upp úr hinu nýja nýlenduríki, en þó gat Kólumbus farið i þriðju ferð sina vestur í byrjun ársins 1498, með sex skip. í þetta sinn fór hann miklu sunnar en í fyrri ferðunum og nú fann hann eyjuna Trinidad og nyrstu hluta Suður-Ameríku, og einhvern- veginn fékk hann þá flugu i höfuðið, að þetta nýja land sem hann liafði fundið væri Paradís. 18. Þegar hann kom til Haiti log- aði þar allt í uppreisn, og uppreisn- armenn höfðu gert Spánarkonungi orð og beðið um hjáip. Sendi hann yfirdómara vestur til að koma friði á. Dómari þessi, Bopadilla hét hann, reyndist seinheppilegur. Hann hrifs- aði vöidin og lét varpa Kólumbusi og bræðrum hans tveimur i fangelsi og síðan flytja þá til Spánar. En þetta gekk fram af Spánarkonungi. Bopadilla var settur af og nýr floti sendur af stað og Kólumbus með honum. Hann átti að finna sund nokkurt, sem næði inn i miðbik „Indlands“. é Copyright P I B Box 6 Copenhogen 3l Adamson hafði grafið rottuna. Skrítlur — Fyrirgefið þér, þetta er víst skrifstofa fyrir óskilagóss? Það mun ekki hafa verið skilað hingað týndri móður? — Jœju, elskan mín, nú skaltu fá að taka við stýrinu ....... Ung kona kom með ávisun i banka og rétti gjaldkeranum. Hann leit á liana og benti henni á, að þó að ávísunin væri gefin út af manni liennar þyrfti að rita aftan á hana. Konan tók ávísunina og skrifaði og kom svo með hana aft- ur með þessari áritun: „Þin elsk- andi EditlT'. Áður en við giftumst var hann alltaf skenuntilegastur af öllum þeg- ar við vorum að heiman —! t I heimskautsleiðangri. — Var það ekki það, sem ég sagði — að hann hlyti að vera með háan hita? — Hverskonar maður er Jerkins, spurði maður kunningja sinn. — Hann vill alls staðar vera innsli koppur í búri. Þegar liann er i brúð- kaupi vill hann lielst vera brúðir- in, og þegar hann er i jarðarför vill liann vera líkið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.