Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Jónas Eyvinclsson, simaverkstjóri, Sjafnarg. 7, verður 65 ára 3. april. EMPIRE STATE- byggingin í New York var fullsmíð- uð 1931 og er 102 hæðir og 380 metra há, en Eiffelturninn er að- eins kringum 300 metra. í Empire Statebygingunni eru yfir 60 lyftur og simaþræðirnir í húsinu eru yfir 5000 kílómetrar. Húsið kostaði ekki nema um 200 milljón krónur. STEF — Samband tónskálda og eig- enda flutningsréttar — tekur til starfa. Menntamálaráðherra hefir nú lög- gilt STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar), þannig að nú er engri annarri stofnun heimilt að innheimta flutningsgjöld fyrir tónverk hér á landi. STEF er í þann veginn að taka ti) starfa, og munu bækistöðvar þess verða á lögfræðiskrifstofu Eggerts Classen og Gústafs Sveins- sonar. Þar munu verða innheimtar greiðslur fyrir flutning verka er- lendra og innlendra réttliafa, en uppliæð greiðslunnar verður stillt mjög í hóf, enda hefir Stef náð hag- kvæmum samningum við erlenda réttliafa, sem það er umboðsaðili fyrir hér á landi. Stef hefir verið tekið upp i al- þjóðasamband flutningsréttar, og formaður þess, Jón Leifs, hefir að undanförnu ferðast um meginland Evrópu og gert 20 samninga, sem færa íslenskum aðilum erlend rétt- indi og skapa farvegi til útbreiðslu islenskrar menningar. ÚR NÓGU Ai) VELJA. Þegar Elisabeth Albinus missti unnastan sinn fékk hún 443 biðla, sem voru reiðubúnir til að hlaupa í skarðið. Hefir enginn kvenmaður fengið jafn mörg hjúskapartilboð á jafnstuttum tima. Þessir 443 komu nefnilega á 48 timum. — Elísabeth er þýsk, 25 ára. Hún liafði komið fljúgandi til New York frá Munchen ásamt 12 öðrum þýskum stúlkum, sem allar voru trúlofaðar amerísk- um hermönnum. En liennar piltur sýndi sig ekki á flugvellinum til að taka á móti henni. Honum hafði snúist liugur. En ljósmyndarar voru þar og blaðamenn. Nokkrum klukku stundum síðar var raunasaga Elísa- betar komin i blöðin og myndin af henni á fremstu síðu í sex stærstu blöðunum í New York og blaða- mennirnir skrifuðu, að Elisabeth væri miklu laglegri en Rita Hay- worth. Og á minna en 48 tíinum fékk hún 250 bréf og 175 símahring- ingar frá mönnum, sem vildu gift- ast henni, en 18 komu i eigin per- sónu til að biðja hennar. — Elisa- beth á úr vöndu að ráða og það því fremur sem unnusti hennar kom eftir þrjá daga og sagði skelfing sakleysislega: „Þú liefir misskilið mig. Mér hefir ekki snúist hugur.“ Það hafa runnið á hann tvær grím- ur þegar hann sá að svona margir aðrir vildu ná i hana. NEW YORK hcfir fast að því þúsund leikhús og þar komast fyrir nærri þvi milijón manns. Þegar heitt er i veðri nota borgarbúar um 8 milljón smálestir af vatni á dag. Harmsaga ævi minnar, hin berorða sjálfsævisaga Jó- hannesar Birkilands, er nú kom- in út í annað sinn, endurbætt. Birkiland segir sjálfur, á bls. 289: „Bersöglin um sjálfan mig í þessari liarmsögu minni, sýn- ir alfullkomna einlægni og ó- takmarkaða sannleiksást. Munu sliks engin dæmi. Þetla er ein- stætt fyrirbæri i bókmenntum- heimsins." Bókaverslun r Isafoldar x . x V I ný bók: SÁLMASAFN EFTIR HALLGRÍM PÉTURSSON. Þeir, sem ætla að kaupa CUf4o*d garðyrkinvélar fyrir vorið, tali við okkur sem fyrst Kristján G. Gíslason Sc Co. h.f. Síra Sigurbjörn Einarsson dósent hef- ir valið sálmana úr Ijóðum síra Hall- gríms öðrum en Passíusálmunum og gefið út i sama broti og formi og hin afar vinsæla vasaútgáfa LILJU af Passíusálmunum. Sálmasafn trúarskáldsins góða verð- ur ásamt Passíusálmunum ferming- argjöfin í ár. I BÓKAGERÐIN LILJA

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.