Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 kringum bæinn. Hann taldi Jað- arinn besta blettinn á jörðinni. Æskuheimili hans var frjáls- legt, fólkið menntaS og mann- að. Hjónunum þótti mikilsvert um fóllc, sem þorði að halda fram skoðunum sínum afdrátt- arlaust, og þau höfðu gaman af stuttum og hnittnum tilsvör- um. Það var uppeldið á Le- daal, sem mótaði Alexander Kielland og gerði hann að skáldi og listamanni. Það eru ættarerfð ir í stíl lians. Hann er frjáls og eðlilegur í sögum sinum, alveg eins og hann var sjálfur í dag- legu lifi. Hann þekkti bæinn og bæjar- búa út og inn, elskaði liann en kaghýddi hann fyrir það sem miður fór, og með því að lýsa Stavanger hjó hann til smámynd af norsku þjóðlífi — á sama liátt og H. C. Andersen gat end- urspeglað samtíð sína í éinu litlu ævintýri. Kielland var frjáls í uppvextin- um. Það eina sem amaði að honum var skólinn. Þar kunni hann aldrei við sig, en hann komst þó klakklaust gegnum liann og var talinn góður náms- maður. Hann varð stúdent 1867 og átti glaðværa stúdentadaga, án þess að láta dægurmálin sig miklu ski])ta. Hann las allmik- ið •— m. a. Heine og Sören Kirkegaard — og nú fór að vakna hjá honum löngun til að verða rithöfundur. En ekki varð úr þessu um sinn. Hann tólc laga- próf 1871 og fluttist svo til Stavanger. Giftist einni af ungu stúlkunum i bænum, Beate Ramsland, og keypti skömmu siðar tígulsteinabrennsluna á Malde, og ralc hana til 1881. Það var ekki sjáanlegt þessi ár- in að hann hugsaði til að verða rithöfundur — varð ekki betur séð en hann liefði orðið afhuga því. En einmitt þessi árin mót- uðust skoðanir lians og hann reyndi að kynna sér stefnur þær og málefni, sem samtiðar- menn hans hugsuðu mest um. Hann las Darwin og heimspeki. Stuart Mill og Brandes gáfu honum margvísleg umhugsunar- efni. Allt sein hann las vakti hjá honum óró og efa, og liann fékk hugmyndir, sem lionum fannst að yrðu að kom- ast fyrir almenningssjónir. Hann hafði ekki ennþá ráðið við sig hvaða form hann ætti að nota, en var helst á því að gerast heimspekilegur umbótamaður í stíl Stuart Mills. Hann skrifaði nokkrar greinar í þessum stíl í „Dagbladet“ en fór jafnframt að skrifa smásögur. Vorið 1878 braut liann allar brýr að baki sér og fór til Par- ísar með smásögurnar í koffort- inu sínu. Þar liitti hann m. a. Björnstjerne Björnson. Þeir urðu vinir alla ævi síðan. Kiel- land las sögurnar sínar fyrir Björnson, og Björson gerði bæði að lofa þær og lasta. Hann ráð- lagði Kielland að senda forleggj- aranum F. Hegel í Kaupmanna- höfn sögurnar, og komu þær út 1879. Kielland var stiginn út á rithöfundabrautina — og stóð á þrítugu. Og svo ralc hver bók- in aðra, til 1891. Þá hætti hann allt í einu að skrifa — rúmlega fertugur. Smásögurnar, „Noveletter” fengu góðar viðtökur. Þær voru léttar og liprar, en undirtónn í þeim, sem benti á að höfundur- inn gæti tekið fastar í liöndina á samtíð sinni, en hann gerði þarna. Það þótti sýnt að hon- um væri mikið niðri fyrir. Árið eftir, 1880, kom „Gar- man & Worse“, bókin sem sum- ir telja fyrstu virkilegu skáld- sögune í norskum bókmennt- um. Þ^ð er óefað að höfundur- inn hefir haft ánægju af að skrifa þessa bók um daglega lífið i Ledaal hjá einum af for- ustumönnum athafnanna. Og það er gaman að þessum lýs- ingum enn í dag. Sama árið komu þrjú stutt leikrit: „Á heimleið“, „Hans Majestets foged“ og „Det hele er ingenting“. 'Þau tvö fyrstu voru fremur þurr og lítið líf í tilsvörunum, en hinsvegar er létt yfir því siðasta. Svo kom „Nye Noveletter“, og í því safni er smásagan „Torvmyr“ og „En Skipperhistorie“. Árið 1881 kom „Arbeidsfolk“ út og nú var ekki um villst hvert höfundurinn stefndi. Bók- in var skörp árás á samtiðina, fyrst og fremst á stjórnarfarið, vinnuhættina í ráðuneytunum og allt það, sem Kielland fannst ofaukið í þjóðfélaginu. Bókin valcti afarmikla athygli og deil- ur og þær stéttir manna, sein einkum urðu fyrir refsivendi Kiellands urðu sár gramar. Það er fróð- legt og enda gagn- leg að lesa þessa bók enn þann dag í dag. Gallar voru þó á þessari bók. Þeir sem best þekkja til segja að höfundinum liafi ekki tekist að ná yfir liana hinum rétta Kristianíublæ þeirra tíma — Kiel- land liafði ekki sömu tök á Kristi- aníu sem liann liafði á Stavanger. Svo kom „Elsa jólasaga“. Lýsing á misréttinu í þjóðfé- laginu og húðflett- ing á hinni svo- nefndu góðgerðar- starfsemi. Kielland var nú orðinn lands kunnur fyrir upp- reisnarhug, og árás- ir lians á prestana urðu ekki síst til að vekja andúð gegn honum. Ýmsir héldu þvi fram að liann gæti ekki lýst trú- hneigðum manni af nokkrum skilningi. Kielland svaraði þessuni á- rásum með sögunni „Skipper Worse, sem kom út 1882. Þar lýsir liann baráttu Hans Niel- sen Hauge og fylgismanna lians af miklum skilningi og var- færni, og liefir ótvíræða samúð með aðalpersónunni, Fennefoss, sem Hauge sjálfur var fyrir- myndin að. En í þessari sögu voru líka árásir á prestana, á það trúarlíf sem svipti Söru og Fennefoss lífsgæfunni, eitraði líf Worse og rak Henriette í dauðann. En þó var sagan fyrst og fremst um Worse skipstjóra. Og ógleymanlegastar eru lýsingarn- ar á hjúskap lians og Söru. Lýsingin á Söru er vafalaust djúpsæjasta sálarlýsingin, sem Kielland hefir gert af nokkurri konu. Árið 1881—’83 átti Kielland heima í Kaupmannahöfn. Þar voru ýmsir bestu vinir hans, bræðurnir Edward og George Brandes, skáldið J. P. Jacobsen, Wiggo Drewson og kona hans. Þótt hann kynni vel við sig í Danmörku fannst honum eitt- hvað það í fari Dana, sem hann gæti aldrei fellt sig við. Árið 1882 gaf hann út „To novelletter fra Danmark“. Önnur var „Tro- fast“ — sagan um hund og danska hollustu. Hin var „Kar- en“ og var saga af danslcri laus- ung. Báðar voru þær listaverk að formi og stíl, en talsverl meinlegar. Þær völctu svo mikla gremju hjá Dönum, að þeir hafa ekki fyrirgefið honum enn. Efni næstu bókar var frá Stavanger. Nú koma sögurnar af Lövdalilsfólkinu — „Gift“, „Fortuna" og „Sankt Hans fest“. Sögurnar mynda lieild að því leyti að ýmsar aukapersónurn- ar ganga gegnum þær allar og sérstaklega er æviferill Abra- liams Lövdahls rauður þráður í þeim. Og allar eru þær árás á hræsnina, lygina, ragmennsk- una og valdafiknina. „Gift“ er kunnust af þessum sögum, líklega vegna þess að hún er árás á skólann og latínu- lesturinn. Þessi saga hefir verið lesin af menntaskólanemendum um öll .Norðurlönd áratug eftir áratug. „Fortuna“ er veikbyggð- ust af þessum sögum, en sú þriðja hitti markið. Hún kom ekki fyrr en 1887 og þá hafði margt gerst sem Kielland gat gert sér mat úr. Hann hal'ði uppgötvað Lars Oftedal, Stav- angerprófastinn og „kanínurn- ar“, Stórþingið hafði neitað að veita honum skáldastyrk, og stjórnmálin voru á afvegum. Sagan er heiftarleg árás á prest inn Morten Kruse, sem er liald- inn öfund og ólund, liatar að aðrir gleðjist og prédikar skefja aust lielvíti. „Sne“ kom út 1886 og leik- ritið „Tre Par“ sama árið. Árið eftir kom „Bettys Formynder“ og 1888 „Professoren“. Hið sið- astnefnda er besta leikritið sem Kielland samdi. Það er árás á sjálfsánægjufullan háskólapró- fessor, sem vakir yfir siðferði þjóðfélagsins og reynir að kyrkja livern vott að nýjum hugsun- um. Fyrinnynd að þessari per- sónu var þáverandi prófessor Monrad. Árið 1891 kom síðasta saga Kiellands, „Jacob“. Hún segir frá sveitapiltinum, sem kemur í kaupstaðinn og vinnur sig upp og gerist umsvifamikill kaup- Frh. á bis. 14. Amtmaðurinn í Romsdal, Alexander Kielland. Eftir málverki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.