Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN en liinn lýsti með vasaljósi. Allt í einu rakst stöngin i vagngólfið, fast við höf- uðið á Gregory. Hann sá stöngina í bjarm- anum frá vasaljósinu en það skein líka á (lálítið annað — á flygsu af spónullinni, sem Gregory hafði ekki náð til og sópað inn í kassann. Maðurinn tautaði eitthvað og verka- mennirnir fóru að afferma kassana og voru nú komnir að þeim, sem Gregory lá i. Á næsta augnablilci var kallað upp. Gre- gory skildi ekki orðin, en þóttist vita að hrópin væru viðvíkjandi honum. Nú var stöngin rekin niður aftur og rakst í fæt- urna á honum. Það var tilgangslaust að hýrast þarna lengur. Gregory skreið fram úr kassanum, rétti úr sér og tautaði Guten Abend. Þeir svöruðu kveðjunni góðlega, bentu honum að klöngrast niður úr vagninum og fylgdu lionum meðfram sporinu inn i stöðvarhúsið. Annar maðurinn sagði eitthvað við ein- kennisbúinn mann, sem sat þar. Maðurinn sneri sér að Gregory og ávarpaði liann á þýsku: — Halló! Nýr liðhlaupi? Jæja, þér hafið sloppið lijá því versta, kunningi, en við neyðumst til að halda yður hérna þangað til stríðinu er lokið. XIV. kap. Úr leik. Gregory vissi mæta vel að samkvæmt al- þjóðalögum skyldu allir hennenn, sjómenn og flugmenn eða aðrir þegnar óvinaþjóðar kyrrsetjast er þeir koma einkennisbúnir inn í hlutlaust land í leyfisleysi. Hann hafði vonað að liann fyndist ekki fyrr en hann væri kominn hæfilega langt frá landa- mærunum. Þar hefði hann getað laumast úr vagninum og mútað einhverjum til að útvega sér föt. Þegar hann hefði verið laus við einkennisbúninginn átti það að vera vandalaust að komast til Englands eftir að hann hefði náð sambandi þangað með lijálp sendisveitarinnar. En nú var þetta allt erfiðara Ilonum datt í hug að segja hollenska embættismanninum að hann væri ekki Þjóðverji og biðja hann um að senda sig með gæslumanni til enska sendiráðsins í Ilaag, en hann var ekki svo kunnugur hlutleysisreglunum að liann þyrði að hætta á þetta. Hann var í þýskum einkennisbún- ingi svo að þetta var það sama og að játa að liann væri enskur njósnari. Bæði hann Hollendinga um að hjálpa sér að komast í enska sendiráðið undir eins og hann var nýkominn úr Þýskalandi þá gat það verið hlutleysisbrot. Það væri á móti hagsmun- um Þjóðverja en Bretum til gagns. 1 stað þess að hjálpa honum gátu þeir eins vel DAUÐANN tekið upp á því að setja hann í kastala- fangelsi og neita honum um að ná sam- bandi við enska sendiráðið. Hann afréð því að segja ekki neitt fyrst um sinn en láta þá lialda áfram að trúa því að hann væri venjulegur þýskur liðhlaupi. — Eg skil vel að þið verðið að kyrrsetja mig, Mynheer, sagði hann. En ég er han- hungraður og særður á öðrum fæti. Er mögulegt að fá matarbita og lækni til að lita á sárið? — Auðvitað, sagði Hollendingurinn. Við höfum þegar sett upp dálitlar fangabúðir fyrir þýska fanga fyrir utan Nijmegen. Þér fáið mat og lækni undir eins og þér komið þangað. — Afsakir, Mynheer.^en er ekki skrambi langt til Nijmegen? spurði hann þreytu- lega. Ilinn brosti. — Þetta er Nijmegen, eða réttara sagt úthverfi frá Nijmegen. Bær- inn er um sex kilómetra héðan, en fanga- húðirnar ekki nema þrjá kílómetra. Um leið og hann sagði þetta benti liann tveimur lögregluþjónum, sem voru komnir inn. Þeir fóru með Gregory út í hifreið. Tíu mínútum síðar afhentu þeir hann gömlum majór í stórum hragga, sem lík- lega hefir verið skóli áður, en nú var not- aður sem skrifstofa fyrir fangabúðirnar. Við afgreiðsluna afhenti Gregory sldr- teinin, sem hann hafði eftir Jóliannes Heckt og var innritaður undir þessu nafni. Majórinn, sem hafði verið drifinn upp úr rúminu til að taka móti Gregory, var súr og önugur. Það var enn klukkutími til dagmála og eldhúsfólkið ekki komið á fæt- ur, En þegar Grgory bað um að fá eitthvað að eta gaf majórinn hermanni einum ein- hverja fyrirskipun og kom hann eftir nokkrar mínútur með'rjúkandi könnu með kókó og slórt stykki af brauði með osti. Majórinn símaði til læknis og skildi svo Gregory eftir í umsjá varðstjórans. Læknirinn, sem var digur kubbur og á- nægður með sjálfan sig, kom hálftíma síð- ar. Hann þvoði sár Gregorys, batt um það og fullvissaði liann um, á liðugri þýsku, að hann þyrfti ekki að liafa áhyggjur af því. Sárið væri alveg hreint og mundi gróa á einni viku. Hann óskaði Gregory til ham- ingju með að honum hefði tekist að kom- ast á hurt úr Þýskálandi. Virtist hann vera á þeirri skoðun, að þýska hernum mundi reynast erfitt að rjúfa hringinn, sem nú væri kominn kringum þriðja ríkið. Hermaðurinn, sem hafði gætt Gregory, kallaði hann líka forsjálan, að hafa afráð- ið að forða sér svona fljótt, og sagði í spaugi, á lélegri þýsku, að honum mundi að vísu leiðast í fangabúðunum ef stríðið stæði nokkur ár, en hann bjargaði þó allt- af lífinu. Þegar Gregory hlustaði á þessi gaman- yrði varð honum liugsað til þess gamla vísdómsorðs, að alltaf væri þó sannleikur í fyndninni. Það mundi verða meira en þreytandi að sitja lengi i fangelsi, og það yrði enginn hægðarleikur að komast úr þessum fangabúðum, en lífinu hafði hann þó bjargað. Þeir vissu minnst um hve mjótt hefði verið milli hans og dauðans síðustu tvo sólarhringana. Með þessum huggunarhugrenningum lét hann þá fara með sig upp á loft og inn langan gang á þriðju hæð, og þar opnaði varðmaðurinn dyrnar að klefanum, sem han átti að vera í. Hann hafði fengið það staðfest að bygg- ing þessi liefði verið notuð sem skóli til skemmsta. Þetta hafði verið dýr skóli fyr- ir ríkra manna syni. En Hollendingum hafði hugkvæmst að Þjóðverjar kynnu að gera skyndiárás á landið, til þess að kom- ast fram hjá Maginot-linunni. Ef það yrði þá var skólinn of nærri landamærunum og þessvegna höfðu nemendurnir verið fluttir langt inn í land. Hver nemandi liafði lestrar- og svefn- lierbergi fyrir sig á efstu hæðunum. Þessi herbergi voru nú prýðilegir l'angaklefar, með bókahillu, hægindastól, horði, skrif- púlti, þvottaborði og bedda, sem rnátti lialla upp að þilinu á daginn. Þarna var mjög rúmgott og miklu meiri þægindi en fangar gátu krafist. Eina hreytingin, sem gerð hafði verið á herberginu var sú, að járnrimlar höfðu verið settir fyrir glugg- ana, og sterkir lásar fyrir dyrnar. Undir eins og varðmaðurinn var farinn afklæddi Gregory sig og fór í rúmið. Þrátt fyrir nokkurn svefn á leiðinni var hann ótrúlega þreyttur eftir áreynsluna og spenninginn. og hann steinsofnaði von bráðar. Hann fékk að sofa í friði fram yfir miðjan dag og vaknaði ekki fyrr en læknirinn kom að heimsækja hann klukk- an 4. Læknirinn leit fyrst á sárið og sagði að lionum væri best að liggja fyrsta kastið. Daginn eftir skyldi liann fá hækjur, og þá mætti hann fara á fætur. En hann mátti • ekki stíga í særða fótinn. Matarbitinn sem hann hafði fengið um morguninn hafði ekki deyft sultinn. Hann bað aftur um mat, og hálftíma síðar fékk hann fyrstu sæmilegu máltíðina, sem hann hafði fengið síðan hann borðaði hjá Rhein- hardt í Traben-Trabach. Það var þriðju- dag 12. sept. og í dag var föstudagur 15. En svo margt liafði drifið á dagana síðan að honum fannst margir mánuðir vera liðnir. Iílukkan sex kom lítill, svarthærður mað- ur i kapteinsbúningi að heimsækja hann. Hann var syfjulegur en alúðlegur. Sagðist lieita Bimigen og byrjaði samtalið með því að s^iyrja Gregory um sárið og bauð Gre- gory sígarettu. Gregory þáði sígarettuna. En mátti ekki gleyma að leika hlutverk þýsks hermanns, þó að hann væri bara í náttfötunum. Hann svaraðí því svo auðmjúklega sem þýsk- um hermanni sæmdi. Kapteinninn settist á stól við fótagafl-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.