Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 inn og sagði honum að ein af skyldum sínum væri sú, að reyna að komast fyrir hvernig þýskir liðhlaupar færu að því að lcomast undan til Hollands. Hann lagði áherslu á að vitanlega gæti hann ekki þvingað Gre- gory lil að segja neitt, en benti á að aðrir liðhlaupar gætu vitanlega komist inn í land- ið á sama hátt, og að hollensku stjórninni væri það mikið alvörumál að verja hlut- leysi landsins. Hann hætti því við að per- sónulega væri sér forvitni á að heyra frá- sögn Gregorys, því að það væri alltaf spennandi að heyra urn slrokuferðir. Hann hafði lesið hverja þá bók, sem hann komst yfir um slík efni. Undir öðrum kringumstæðum, og ef Gregory hefði í raun réttri verið liðlilaupi mundi hann liafa sagt þessum syfjulega kapteini að éta það sem úti frís. Hann vissi sém sé ofur vel hvað kapteinninn vildi og að hann var í hollensku fréttaþjón- ustunni. Kapteinninn vissi þegar mætavel hvernig Gregory hafði komist inn í landið, en erindið var vitanlega að spyrja hann um ástandið fyrir liandan landamærin. Óbreyttur hermaður vissi varla meira en það sem hann liafði séð, en jafnvel heimsk asti nýliði mundi vafalaust hafa tekið eftir ef mikill þýskur liðsafnaður var við landamærin, og úr livaða sveitum her- mennirnir voru. Gregory liafði ekkert á móti að gefa þær upplýsingar sem liann gat. Hann lét kapteinninn spyrja og spyrja og gekk í hverja einustu gildru, eins og' liann væri erkiflón. Hann svaraði öllu eins og hann vissi sannast, nema atvikunum að því að hann særðist og um sina eigin afstöðu til þýska liersins. Til þess að valda ekki misskilningi sagði hann ekki að hann liefði særst í Póllandi. Þetta gat nfl. skilist þannig, að þýslcur her liefði verið fluttur frá Póllandi til hol- lensku landamæranna. Hins vegar sagðist hann hafa særst í skærum milli Sigfried- og Maginot-línunnar og verið sendur á sjúkrahús í Köln. Eftir þelta áfall hefði hann afráðið að eiga eklci á hættu að vera særður eða drepinn síðar í stríðinu, þess vegna hafði liann flúið af spítalanum og fengið varðmennina til að hleypa sér inn á járnbrautarsvæðið. Kapteinninn kinkaði kolli og virtist á- nægður, og er Gregory hafði fengið mat aftur fékk liann að vera í næði það sem eftir var kvöldsins. Kluklcan níu var slökkt og Gregory sneri sér til veggjar í mjúku rúminu og steinsofnaði. Morguninn eftir kom læknirinn með tvær hækjur, og sagði að liann mætti klæða sig eflir liádegið. Læknirinn var nýfarinn út þegar varðmaðiw kom inn og sagði að maður frá þýska sendiráðinu vildi tala við hann. Að vörmu spori snaraðist hár, magur, ljósliærður maður inn í herbergið. Gesturinn liafði engan formála að sam- talinu. Honum hafði verið falið að afla upplýsinga um alla þýska hermenn, sem kyrrsettir voru í Hollandi, og fór nú að yfirheyra Gregory, sem undir eins rétti fram plögg Jóhannesar Heckt. Sá magri skrifaði upplýsingarnar í litla svarta bók og þrumaði svo: — Og nú ætla ég að segja þér, þorparinn þinn, að þú liefir gert þig sekan um einn versta glæp- inn, sem nokkur getur framið gegn þjóð sinni. Hið göfuga þriðja ríki hefir orðið fyrir árás og þarfnast allra sinna sona til að verja sig undir vorum mikla Fiihrer, Adolf Hiller. Og þú, sem ert liermaður í hinum ósigrandi þýslca lier, hefir valið þér það hlutskipti að gerast liðhlaupi. Þú heldur að þér sé óhætt það sem eftir er stríðsins? Gott, látum okkur segja það. En einhverntíma lýkur stríðinu, og þegar Þýskaland Iiefir sigrað þá sækjum við þig og skjótum þig. Það skaltu muna á hverj- um degi. — Eg skal líka láta þig fá dálitið ann- að að hugsa um. Þegar ég liefi fengið her- sveilarnúmerið þitt verður liægur vandi að finna ættingjana þina. Plöggin þín sýna að þú átt konu, og vafalaust átt þú fleiri venslamenn. Yið vitum hvernig á að fara með landráðamenn. Konan þín og börnin skulu fá að líða fyrir þetta. Fjölskylda, sem ungar út liðhlaupum er ekki góð þýsk fjölskylda og á livergi heima nema með Gyðingum. Þess vegna setjum við allt þitt venslafólk í fangabúðir. Mundu það Schweinehund, þegar þú étur góða mat- inn, sem Hollendingabjálfarnir ala þig á. Gregory vissi ekki hvort liann átti að hlæja að þessu lioraða illmenni eða henda hækjunum sínum í hausinn á lionum. Hefði liann í raun réttri verið Jóhannes mundi fjölskylda hans ekki eiga sæld i vændum. En það var auðvitað að sveitin sem Jó- liannes var í liafði fengið upplýst að hann lægi á spítala í Köln og sannleikurinn mundi koma í ljós. En Gregory varð að leikr hlut- verk liins iðrandi syndara og grátbændi manninn úr sendiráðinu að þyrma fjöl- skyldunni hans. Óður nasistinn þverneitaði að lilusta á 'ill bænakvein og hafði auðsjáanlega nautn if þessu taugastríði, sem hann hélt að lann ætti í. í fimm mínútur útmálaði liann ikelfingarnar í þýsku fangabúðunum og lætti því við, að þegar Ríkið ætti í stríði, yrði ennþá minni matur aflögu handa öngunum, svo að dánartalan mundi stíga lórkostlega. Hann barði á dyrnar til að láta varð- nanninn hleypa sér út. Svo fór liann og ílykkti út með þvi að segja, að verðirn- r í fangabúðunum gætu gert við kven- angana jiað sem þeim sýndist. Ef konan lans lifði fangelsið af þá væri ekki ósenni- egt að Jóliannes hitti fyrir nýja fjölskyldu þegar hann yrði fluttur til Þýskalands til að verða skotinn. Loks lirópaði hann „Heil Hitler!“ og hvarf. — Það ert þú, sem verður skotinn eftir stríðið, en ekki ég, tautaði Gregory þegar þessi éitraði gesiur var farinn. Stríðið var eingöngu liafið til jiess að útrýma grá- pöddum eins og þér, og ef bandamenn reynast verða of méyrir fyrir hjartanu þá verður nóg til af skynsömum Þjóðverjum, sem sjá um að réttlætinu verði fullnægt. Meðan Gregory var að hugsa um þetta dalt honum í hug að heimsóknin gæti orð- ið ágætur liður í áætlun, sem nú var far- in að taka á sig mynd i liuga lians. Síðdegis staulaðist liann niður til að sjá liina fangana í sameiginlegu setustof- unni. Stríðið hafði elcki staðið marga daga, svo að þarna voru ekki nema um tuttugu fangar, og liann sá að þeir skiptust i tvo mjög fjandsamlega flokka. Sjö af föngunum voru flugmenn, sem höfðu orðið að nauðlenda í næturflugi og verið kyrrsettir. Þessir menn, sem höfðu valið sér tvo hatrannna nasista til forustu, voru þjóðernissinnar. Hinir voru liðhlaup- ar, sem höfðu forðað sér yfir landamærin ýmist til þess að verða ekki sendir á víg- stöðvarnar eða af fjandskap við Hitlers- stjórnina. Flugmennirnir bölvuðu óheppni sinni að hafa lent í fangabúðum svona snennna stríðsins. Hinir lirósuðu happi ylir að fá að vera í friði í Hollandi. Fréttir berast fljótt í fangalióp. Þeir vissu þegar að Gregory var liðhlaupi. Þess vegna tóku liinir liðlilaupararnir hon- um vel en flugmennirnir gutu til hans hornauga og þögðu. Ýmsir liðhlauparnir voru eldrauðir kommúnistar og óskuðu þess af heilum hug að Þjóðverjar biðu ó- sigur. Þeir töldu að styrjöldinni væri ekki beint gegn þýsku þjóðinni heldur gegn Hitler og launmorðingjum hans. Einn af kommúnistunum spurði Gregory um stjórnmálaskoðanir lians og fór að nuldra eitthvað um möguleikana á kom- núnistabyltingu i Þýskalandi og aðvaraði afnframt Gregory að hann yrði að fara varlega svo flugmennirnir heyrðu ekki neitt, sem jieir gætu borið í þýsku yfir- völdin. Er Gregory liafði talað við mann- inn um stund komst hann að raun um að hann vissi ekki neitt ákveðið, heldur var það tungunni tamast sem hjartanu var kærast. Þegar hann kom í klefa sinn aftur skrif- aði hann bréf, sem hann áritaði til breska sendiherrans í Haag, og morguninn eftir Iiað hann um að fá að tala við fangabúða- stjórann. Ilonum var leyft það, og klukkan tólf var farið með hann inn til majórsins, sem Iiafði tekið á móti honum tveimur nótt- um áður. Gregory rétti lionum bréfið og hað um að jiað yrði sent tafarlaust til breska sendiráðsins. Majórinn var fullorðinn maður með mikið slapandi yfirskegg. í þetta sinn hafði hann ekki verið vakinn og var nú liinn alúðlegasti. Gregory ályktaði að liann mundi ekki vera fastráðinn foringi lieldur í varaliðinu og hcfði verið skipaður fanga- búðastjóri vegna þess hve vel hann talaði þýsku. Hann þuklaði lengi vel á bréfinu áður |»n liann svaraði: — Hversvegna óskið þér, þýskur maður, að ná sambandi við bresku sendisveitina? — Eg á ættingja í Englandi, herra, svaraði Gregory, — og mér er mjög liug- að um að vita hvernig þeim líður eftir að stríðið kom. Majórinn saug upp í nefið. — Eg lield ég geti elcki sent þetta bréf. Ef ég leyfi það þá væri það sama sem ég levfði yður að liafa samband við óvinaland. Það væri í rauninni hlutleysisbrot af okkar liálfu. Gregory vissi að það var þessi hlutleys- isspurning, sem mundi reynast erfiðust, hvernig svo sem hann reyndi að komast úr fangahúðunum. En ef hann reyndi að flýja og flóttinn misheppnaðist þá mundu Hollendingar loka hann inni í kastalafang- elsi, og þar yrði hann að dúsa til striðs- loka. Þess vegna varð að beita brögðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.