Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.04.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Sonarsonur Sitting Bull. Ind- íánahöfðinginn, sem er að orna sér heitir „Ólma nautið“ og er sonarsonur hins fræga Sioux- höfðingja Silting Bull. Myndin er tekin á náttúrugripasafni í New York, við sýningu sem lndíánar lxéldu í tilefni af því að þeir liafa fengið aukin mann réttindi. Von Papen frjáls. — Franz von Papen, hinn þýski stjórnmála- refur tveggja kynslóða, sem í hittifyrra var dæmdur í 8 ára tugthús af dómstól i Niirnberg hefir fengið dóminn ógiltan af yfirrétti. Von Papen var dæmd- ur í 30.000 marka sekt en lát- inn laus. Hér er kunningi hans að óska honum til hamingju. í miðið sést frú von Papen. Frægur hársnyrtingarmaður. — Monsieur Antonio frá París er nýfarinn til Ameríku og opnar i New York sýningu, sem hann kallar „Hártískan frá alda öðli.“ Hér sést hann með skæri, rak- lmíf og háirklippur úr gulli, sem hann hefir fengið að gjöf. Churchill í kosningaskapi. — Aukakosningar fóru fram fyrir nokkru í South Hammersmith-kjördæmi í Vestur-London. Þótti íhaldsflokknum svo mikils um vert að vinna kjördæmið af Verkamannaflokknum, að Churchill gamli var sendur út af örkinni til þess að halda kosningaræðu. Var hann gunnreifur mjög, með gamla hattinn sinn, vindil í munnvikinu og gerði V-teiknið i sífellu af mikilli fimi. En þrátt fyrir allar ræð- urnar sigraði Verkamannaflokkurinn og þótti þetta mikill sig- ur, þótt atkvæðamunur yrði lítill. Því að talið var að þessar kosningar sýndu hvaðan „golan mundi blása“ við þingkosn- ingarnar næsta ár. Bílvirki úr loftinu. — Peter Chadwick bregður fljótt við ef bifreið bilar einhvers staðar líti í sveit. Hann hefir nfl. fengið sér helicopter og kemur svíf- andi ofan úr skýjunum, ef kall- að er á hann og gerir við bif- reiðina. Eyðilögð eftir 5 ár. — Nýlega Ödýr upphitun. — Á tilraunabúi, sem sænska ríkið rekur á var sprengja, þýsk, grafin úr Skáni, hafa verið gerðar tilraunir sem tókust vel, til þess að jörðu í London, eftir að hafa liita upp húsakynnin með hita frá fjósinu. Er það gert með legið þar 5 ár, ósprungin. Hún hitaleiðslu frá fjósinu en þannig umbúið að fjósalyktin berist var 1.2 tonn og sést hér eftir ekki með. Suður i Alpafjöllum er notuð miklu einfaldari að- að hún var gerð óvirk. ferð. Þar notar bóndinn fjósið sem setustofu. Vinnustofa fyrir öryrkja. 1 Tott- enham í Englandi hafa yfir- völdin sett upp vinnustofu fyr- ir 70 öryrkja. Eru gerðir þar ýmsir hlutir, sem notaðir eru í skrifstofum og skólum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.