Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 2
4 2 FÁLKINN Skipulagning póstflutninga á íslandi 75 ára Hinn 13. maí 1776 gaf Kristján konungur 7. eða réttara sagt þeir scm þá fóru með konungsvaldiS fyrir hans hönd (þvi aS sjálfur var liann þá orSinn bilaSur á geSsmun- um) tilskipun um stofnun póstsam- gangna á íslandi. Hún er í sjö löng- um greinum, sem ákveSa allitarlega um tilhögun póstferSanna, en aS- alefni hennar felst i innganginum, sem sé aS „koma á fót pósti þar í iandi, sem fari þrisvar á ári úr öll- um landsfjóröungum til BessastaSa meS bréf, sem embættismenn og aSr- ir kynnu aS þurfa aS senda, annaS hvort þangaS eSa til Kaupmannahafn ar, svo aö þau séu í fyrsta skipti komin til BessastaSa í byrjun maí- mánaSar, annaS skipti í byrjun júní- mánaöar og í þriSja skipti í októ- bermánuSi ....“ Um sérstaka póstmálastjórn var ekki aS ræSa í sámbandi viS þessa tilskipun. MiSstöSin var lijá stifts- amtmanninum á BessastöSum en á- fangastaSir póstanna hjá sýslumönn- unum víSsvegar um land. Sýslumenn irnir réSu menn til aS flytja póstinn til næstu aSalstöSvar og var ákveS- iS hámarksgjald fyrir hverja þing- mannaleiS. MeS reglugerS frá 1779 var buröargjald bréfa ákveöiö og fór eftir vegalengd. T. d. kostaSi 2 skildinga aö senda bréf frá Bessa- stöSum í Mývatnssýslu og Árnessýslu en 10 sk. austur í Múlasýslu, stySstu lciS. En stundum stóS svo á feröum aS senda varS bréfin aS heita mátti hringinn í kringum landiS og gat burSargjaldiS þá komist upp í 21 skilding, t. d. ef bréf úr Austur- Skaftafellssýslu þurfti aS fara til G. J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóri BessastaSa og þaöan norSur og aust- ur um land í Múlasýslu. Undir tilskipunina hafa þrír menn skrifaS mcö konungi. Einn þeirra er Jón Eiriksson konferensráS, hinn óþreytandi talsmaSur íslands í Dan- mörku á þeim tíma, og má ganga aö þvi vísu, aS hann hafi átt mest- an þátt í þvi aS hrinda málinu á- Jeiðis Iijá dönsku stjórninni. En lík- legt er aS Thodal þáverandi stifts- amtmaSur á BessastöSum Iiafi ráSiS nokkru um hvernig tilhögun hinna fyrstu póstmála á íslandi varS. — Um þetta og annaö sem við- vikur málinu má fræSast af einkar fróðiegu riti, sem Guðm. J. Illíðdal póst- og símamálastjóri liefir samiS og gefið út í tilefni af 175 ára af- mæli póstmálanna á íslandi. Rit þetta er aðeins 48 bls. en hefir að geyma ótrúlega mikinn fróðleik um þessi mál. Þar er tilskipunin í heild í íslenskri þýðingu (vitanlega var hún gefin út á dönsku) og sýnishorn af frumútgáfu hennar, sem prentuð var i Hrappsey af sænska prentar- anum Magnúsi Moberg. Einnig er prentaður þar uppdráttur af Is- landi með hinum fyrstu póstleiðum og nöfnum hinna 18 póststöðva (sýslumannssetra) víða um land. í Söguþáttum landpóstanna, sem „NorSri“ gaf út fyrir nokkrum ár- um var mikinn fróðleik að finna, einkum viðvíkjandi póstferðunum sjálfum og þeim, sem þær hafa ann- ast. Rit Hlíðdals snýst hins vegar nær eingöngu um fyrstu bernskuár póstmálanna. í „Áfangatali" því sem ritinu fylgir, eru raktir helstu merk- isatburðir i sögu póstmálanna, allt til þessa dags, einkum síðan 1872, að landið fékk sérstaka póstmála- stjórn og Ole Finsen var skipaður fyrsti póstmeistari á landinu. Hann gegndi þvi starfi til 1897, er þá, tók við Sigurður Briem, fyrst sem póst- meistari til 1920 og siðan sem póst- málastjóri til 1935. ÞaS ár var yfir- stjórn póst- og símamála sameinuð og hefir GuSm J. HliSdal gegnt póst- og símamálastjóraembættinu síðan, cn landsímastjóri hafði hann verið frá 1931. Siðan póstmálin urðu sér- stök stofnun fyrir tæpum 80 árum, hafa þvi aðeins þrír menn haft með höndum yfirstjórn þeirra. Birtast myndir af þeim i ritinu. Guðbrandur Jónsson prófessor hefir undanfarin ár unnið að samn- ingu ítarlegrar póstmálasögu, og mun þess eigi langt að bíða að hún verði fullgerS. Þá er i prentun nýtt „Bæjatal á íslandi“ en það liefir eigi veriS gefið út siðan 1930. — í tilefni af afmælinu hafa ver- ið gefin út tvö frimerki, 2 og 3 kr. Sama vetrarlandslag er á þcim báð- um en á öðru sést póstur gangandi með bréfatöskuna á bakinu en á hinu flugvél, — stuttur og laggóður saman burður á póstflutningunum fyrir 175 árum og í dag. Vatnaskógur Sumarbústaðir K.F.U.M. í Vatnaskógi verða starfræktir í sumar með svipuðum hætti og áður. Gefst drengjum og unglingum kostur á að dveljast þar um lengri eða skemmri tíma, sem hér segir: DRENGIR 9—11 ára: 8. júní til 22. júní og 27. júlí til 17. ágúst (5 vikuflokkar),. UNGLINGAR frá 12 ára: 6. júlí til 17. ágúst (6 vikuflokkar). LANDSFLOKKUR, sérstaldega ætlaður æskumönnum á aldrinum 14 -20 ára hvaðanæva af landinu verður dagana 27. júní til 6. júlí (alls 9 dagar). Þátttakendur geta skráð sig'í skrifstofu K.F.U.M., sem er opin virka daga kl. 5—7 s.d. sími 3437. Við innritun greiðist kr. 10.00. Myndskreytt hefti með ýmsum upplýsingum um starfið, fæst ókeypis á skrifstofu félagins. SKÓIiAUMEW K.F.ll.M. ÁÆTLAÐAR Merðir frd 15. moí til 15. júní m (innanlands) FRÁ REYKJAVÍK: Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hornafjarðar — Kirkjubæjarklausturs — Siglufjarðar Þriðjudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Siglufjarðar Miðvikudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Sauðárkróks — Hellisands — Siglufjarðar Fimmtudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Seyðisfjarðar — Norðfjarðar — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar — Sauðárkróks — Blönduóss — Siglufjarðar Föstudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hornafjarðar — Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjarklausturs — Siglufjarðar Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Siglufjarðar — Sauðárkróks Frá Akuregri: Til Siglufjarðar alla virka daga. — Ólafsf jarðar mánudaga og fimmtudaga — Austfjarða, föstudaga floofélflj Islonds h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.