Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINM 7 1 ■{■ „Jutlandia“ í Kóreu. — Norðurlandaþjóðirnar hafa ekki lagt UNO til herlið til að berjast í Köreu en veitt annars konar hjúlp í staðinn. Þannig breyttu Danir dieselskipinu „Jutlandia", eign Austur-Asíufélagsins (Ö. K.) í spítalaskip og sendu það til Kóreu með lækna og hjúkrunarfólk og alls konar lyf og súraumbúðir, undir forustu kommandör Kai Hámmerich. Hér sést Syngman Rhee, forseti Suðúr-Kóreu, vera að bjóða hann velkominn. ÓGÆFUSAMUR MAÐUR. Ilaric Basineni sem er 46 ára henti sér út um glugga á fæðingar- stofunni i Pozzo Nagra í ítaliu, cr hann varð þess vísari að konan hans hefði eignast þribura — og öll börnin voru stúlkur. Basieni átti sem sé sex dætur fyrir, en hefir allan sinn hjuskap óskað sér að eignast son. „Þ’að var fyrir sig ef það hefði ekki verið nema ein stelpa — en sex —“, tautar Basieni, sem nú ligg- ur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Mikið ferðast Trygve Lie, en samt er hann í góðum holdum enn- þá. Þessi mynd er frá því í vetur og er tekin suður í Chile. Þar var Lie í tilefni af því að fjárhags- og félagsmálaráð UNO hélt fund sinn þar. Lie er að Iieilsa Chile-forseta, Gabriel Gonzales Videla en á milli þeirra sést forseti ráðsins, sem er Chilebúi og heitir Hernan Santa Cruz. Haile Selassie I., Etíópíukeisari sést á myndinni vera að heilsa Eduardo Anze Matienzo, sem fyrir nokkru var sendur til Etíópíu sem fulltrúi UNO. Matienzo er frá Boliviu. Elsta flóttakonan til U.S.A. — Pauline Wilsdorf heitir elsta flótta- konan sem er á vegum alþjóðahjálparnefndar flóttamanna. Ilún átti nýlega 105 ára afmæli í flóttamannabragga skammt frá Salz- burg í Austurríki, ásamt kjördóttur sinni, sem er fimm ára og heitir Eilizavita. Á myndinni sést telpan lesa fyrir gömlu kon- una áletrunina, sem er bæði á pólsku og ensku. En gamla konan fékk aðra afmælisgjöf, enn betri. Hún fékk sem sé tilkynningu um að henni Iiefði verið boðið til Bandaríkjanna og þar ætti hún að njóta þeirra ævidaga, sem hún á ólifað. Myndarleg rafstöð. — Verklegar framkvæmdir hafa verið meiri í ríkjum Suður-Ameríku eftir striðið en nokkurn tíma áður. Hafa þær sumpart verið studdar ríflega með lánúm úr Alþjóðabank- anum, svo sem þessi vatnsvirkjun og rafstöð skammt frá Rio de Janeiro, sem sést hér á myndinni. Alþjóðabankinn lánaði til liennar 75 milljón dollara.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.