Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 manni á þá leið, að hann þver- neitaði að fylgja mér nema hann fengi glas af chianti til að hressa sig á. Þarna kom lítið, gestafátt götu- veitingahús eins og það væri kall- að, ég sletti mér niður á fyrsta stólinn, sem fyrir mér varð og bað um flösku af hinum ítalska þjóðdrykk, sem er rauður á litinn en ekki gulur, eins og vor íslenski Egill Skallagrímsson. Svo kveikti ég mér í sígarettu og renndi aug- unum spekingslega yfir umhverf- ið og mannskapinn. Ekki hafði þessi litli rístorante öðrum gestum á að skipa en ein- um ástföngnum hjónaleysum og þremur rosknum borgurum, sem voru víst að tala um húsaleigu- nefndina og fjárhagsráð. Úti á götunni sveimaði mann- fjöldinn fram og aftur. Þjónninn kom með botélið og hellti í fyrsta glasið. Eg gat ekki annað en tekið eftir því að þarna gekk óvenju vel sköpt hnáka í þriðja sinn um göt- una fram hjá mér. Það væri synd að segja, að ég hafi verið ósnort- inn af þessari fögru sýn. Eg bar glasið upp að munninum, tæmdi það í einum teig og deplaði augun- um á ítölsku til hinnar ókunnu fegurðargyðju. Sambandið náðist fljótar en á nokkurri símstöð. Hnákan tók stefnu beint á borðið mitt og sett- ist formálalaust á auða stólinn. Það kom forvitnisglampi í augun á henni þegar hún heyrði að ég væri útlendingur. Með heims- borgaralegum tilburðum bað ég um glas til viðbótar og lét þjóninn hella í það handa gesti mínum. Við skáluðum og ég sagði nafn mitt: Hjalli — og fékk að vita að hún héti Rosita. Ekki Rúsína. ítalskan hefir nú aldrei verið mín sterka hlið, svo að ég gat ekki látið andagift mína njóta sín sem best í samtalinu. En — nánast í símskeytastíl — lýsti ég fyrir henni lífinu norður á hala verald- ar og sagði henni frá hafísnum og hitaveitunni. Chiantiflaskan varð smátt og smátt léttari í vöfunum, lundin léttist að sama skapi og það var svo að sjá, sem þetta yrði ágæt kvöldskemmtun. Eg skipti síðustu lögginni jafnt á milli okkar, og stakk upp á því að.við færum og leigðum okkur gondól. Tillagan fékk ósvikin stuðning Rositu, hún komst öll á loft og sagðist eiga bróður, sem hefði gon- ól, og hann ætti heima þarna rétt hjá. Hún yrði ekki nema mínútu að sækja hann. Mér hafði ekki unnist tími til þess að samsinna þessu, áður en Rosita var horfin út í buskann. En að vörmu spori kom hún aftur með bróður sinn, sem var sannur Veneziu-gondólari í hvítri sjómannatreyju og með stráhatt með rauðum borða. Eftir að við höfðum verið kynntir lauslega héldum við af stað öll í hóp að gondólabryggj- unni við Rialtobrúna. Bróðir Rositu, sem mér þótti ekki öfundsverður af nafninu sínu, því að hann hét Benito, bauð okk- ur með djúpri hneigingu að fá okk- ur sæti í skolli lögulegum gondól, síðan leysti hann kollubandið og mjakaði okkur með listrænni fimi út á svartar öldur hins sögufræga Canale Grande. Eg hagræddi mér sem best á þóftunni og hringaði verndararm minn um miðbikið á stúlkunni, og yfirleitt leið mér bara skrambi vel. Frá landi á báða bóga heyrð- ist lágur hljóðfærakliður, máninn málaði breiða silfurgjörð á vatnið, og Rosita hallaði höfðinu að öxl- inni á mér og hjúfraði sig að mér. Nú rofnaði þessi sæla við að Benito ræskti sig. — Það er venjan að borga gond- ólinn fyrir fram, signor, sagði hann, og án þess að roðna heimtaði hann þúsund franka fyrir klukku- tíma hringferð. Eg gat vitanlega ekki haft mig til þess að prútta og borgaði tafarlaust. — Og ég verð að fá nafn og heimilisfang signors hérna, helt Benito áfram og braut sundur blað. — Það er vegna eftirlitsins, sagði hann afsakandi og brosti. Eg náði í sjálfblekunginn og setti nafnið mitt og gististaðarins á blaðið, og Benito braut blaðið saman og stakk því í vasann, og varp öndinni ánægjulega um leið. Ein klukkustund í svona ævin- týraheimi líður bara allt of fljótt, en Benito virtist ekki ætla að gefa eina einustu mínútu í kaupbæti. Við lentum við Markúsartorgið. Rosita hnippti ofurlítið í mig og sagðist verða að tala við Benito einan sem allra snöggvast, til að koma því svoleiðis fyrir, að ég gæti komið með henni heim. Hún leit svo yndislega til mín að mér brennhitnaði niður í hjartarætur, og steig á land með bróður sínum. Þau systkinin hurfu inn í skugg- ann af hertogahöllinni, sjálfur sat ég kyrr í gondólnum og beið með óþreyju. Samtal systkinanna hefir orðið langt, og þegar fimm mínútur voru liðnar, fannst mér tími kom- inn til að minna á að ég væri til. — Rosita! kallaði ég, en ekki hátt. — Rosita! En ekkert svar kom innan úr myrkrinu. Eg varð ergilegur og stóð upp og var í þann veginn að brölta upp á bryggjuna þegar tveir karl- menn komu að og fóru hratt. — Þarna er hann! sagði annarr. Það var gondólari eftir fatnaðin- um að dæma. — Nú, svaraði hinn og tók um leið steinbítstaki á mér og dró mig í land. Mér til mikillar undrunar sá ég nú að ég stóð augliti til aug- lits við hina ítölsku lögreglu, ímynd bálvonds umferðarlögreglu- þjóns. — Það eru þá þér, sem eruð þjófurinn, hrópaði hann sigri hrós- andi og herti á steinbítstakinu. — Góði maður, heyrið þér, lof- ið þér mér að gefa skýringu .... — Hér þarf enga skýringu, svqna mál afgerum við á staðnum! Hann sneri sér að gondólaran- um. Þeir töluðu saman í hvísling- um en mig verkjaði undan takinu. — Jæja, þetta verða þúsund lírur! sagði lagavörðurinn við mig. — Fimm hundruð til gondólarans fyrir atvinnumissi og fimm í sekt fyrir þjófnað. Truman hjálpaði öryrkjanum. — / Constitution Hall Washington D.C. var nýlega hald- in stór samkoma, þar sem fjöldi frægra manna lét til sín heyra. — Hér sést Truman forseti hjálpa ör- kumlamanni úr stríðinu til sætis. Ungi maðurinn missti báða fætur í stríðinu í Kóreu. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested Skrifstoía: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Prentað í Herbertsprenti Hann linaði það mikið á takinu að ég gat náð í veskið mitt til þess að annast útborganirnar. Þeir þökkuðu stutt þegar ég af- henti þeim síðustu seðlana mína, gondólarinn fór ofan í farkostinn sinn en lögreglumaðurinn þramm- aði burt. Eg var þungbúinn yfir þessu hörmulega útgönguversi ævintýr- isins, sem hafði byrjað svo vel. Og nú var ekki annað fyrir en að rölta heim á Albergo San Margherita. Söngurinn, hljóðfæraleikurinn og tunglið hafði allt misst töfra sína. Og svo var gleðin, sem ég hafði drukkið í mig með víninu orðin að timburmönnum. Yfir- leitt var ég illa til hafður þegar ég kom á gistihúsið aftur. Utan úr dimmum ganginum sá ég að það logaði Ijós í herberginu okkar. — Tarna var skrítið, hugsaði ég og opnaði dyrnar. Hjalli sat á rúmstokknum og var ótrúlega vakandi. Hann fussaði. — Þetta var ótuktarlega gert, sagði hann og leit ávítandi á mig. — Hvað var ótugtarlega gert? svaraði ég önugur. — Þetta, sagði Hjalli og fleygði pappírsblaði á borðið. — Það kom ung stúlka með þetta hingað fyrir tíu mínútum. Eg þekkti fljótt blaðið, sem var prýtt fagurri rithönd minni í vinstra horni að neðanverðu. Með eríiðismunum gat ég staulast fram úr því, sem stóð ofar á blaðinu. Það hljóðaði svo. „Vinsamlegast borga handhafa þessa blaðs þúsund lírur, í leigu fyrir gondól.“ Eg lagði blaðið frá mér, settist á rúmstokkinn og tók af mér skóna. Hjalli leit spyrjandi á mig. — Auðvitað varð ég að borga pen- ingana, sagði hann og skreið und- ir sængina. — Þrjú þúsund lírur fyrir einn skitinn klukkutíma á Central Grande, tautaði ég. — Hvað sagðirðu? Hjalli hafði risið upp á olnbogann. — Ekki neitt!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.