Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 6
6 F Á L KI N N JANET TAMAN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. Afarspennandi ástarsaga, við- burðarík og dularfull. tírdráttur. Janet Ta.man Wood og Jason Brown hafa orðið ástfangin nm borð í E/S Carribean, sem er á leið til Jama- ica. Janet ætlar að setja fasteign, sem hún á f>ar, svo að hún geti lagt frajn fé i tiskuverslun Madame Ceciles í London og orðið þannig meðeigandi. Farþegar eru fáir með skipinu, en Janet hefir þegar kynnst nokkrum þeirra, m. a. Sir John Graham, frú Heathson og Sonju, dóttur hennar. Skipið er statt íhöfn á Bermudaeyjum, og Ja.net hlakkar til að fara i land með Jason. ætlaði hún að kaupa föt fyrir pen- ingana, þó að hún hefði eiginiega ekki ætlað sér að kaupa neitt fyrr en hún kæmi til Jamaica. En hún hafði ákveðið, meðan hún var að klæða sig, að kaupa fötin i Bermuda, af því að ástfangin stúlka þarf altaf að hafa ný föt, sem hæfa tækifær- inu. Þegar hún liafði gert innkaup- in, mundi hún hitta Jason á ein- hverju stóru lióteli, sem liún hafði heyrt svo mikið talað um, t. d. Ilamilton eða Bermudiana. Þau mundu fá sér „cocktail“ saman og borða morgunverð á skuggsælum stað undir híru lofti. Síðan mundu þau leigja sér bifreið og aka um bæinn. Ef til vill mundu þau aka út að hinum frægu hellum eða skoða ilmvatnaverksmiðjuna. Undir sól- setur mundu þau svo aka niður að skipinu. Dagurinn mundi verða sælu- dagur í Paradis. Hún var nú tilbúin, þó að hún væri ekki fyllilega ánægð með liárið á sér. Það var undarlegt að vera ástfangin, en þó svo óánægð með útlit sitt. Það var eins og liún vildi allt í einu verða óendanlega fögur .— fyrir iiann. Iiún leit j spegilinn i síðasta skipti og sagði við sjálfa sig: — Nú getur þú farið. Enda máttu til með að fara að koma þér af stað. Þú verður að sætta þig við, að þú ert aðeins Janet Taman Wood, en ekki Helena hin fagra eða Venus frá Milos. Iieyndar var hún glöð yfir að vera hvorki Venus frá Milos né Helena hin fagra. Önnur lá grafin í Grikklandi, en hin var köld mar- marastytta í Louvre. Já, hún var sannarlega glöð yfir því að vera til. Þetta var dagur lífsgleði, lífskraftar og liamingju! En hún fann, að liún var óstyrk, þegar hún gekk inn gólfið í mat- salnum. Óstyrk eins og skólastelpa, scin gengur upp að púltinu til þess að sækja verðlaun. Hún nam staðar í dyrunum og lagfærði léreftsdragt- ina, sem hún hafði verið svo hepp- in að fá á niðursettu verði hjá ein- um viðskiptavini Madame Cecile, sem hafði fundist hún var of áber- andi. Blússan var úr rósóttu organdi. ÞAÐ var ekki orðið áliðið, en all- stór liópur af farþegum var þegar kominn á ról og beið þess að kom- ast í land. Flestir voru að matast. Karlmennirnir voru ekki í sport- skyrtum eins og venjulega, heldur í betri fötin. Hún sá frú Heatson og Sonju. Frú Heathson var í dökkri tweeddragt, sem alls ekki átti við, og Sonja í grárri, þröngri dragt og hvítri blússu. Það var eins og hún ætlaði að loka sig frá allri litauðgi í lifinu eftir áfallið, sem liún hafði orðið fyrir. Skipstjórinn, sem að jafnaði sat við sama borð og hún og Jason, var þar ekki nú, cn Jason sá hún. Sir Jolin var í þann veginn að standa npp frá borðinu, en Janet sá ekki leik á borði að biðja hann að sitja stfolítið lengur, þar sem hún var ekki undir ])að búin að vera ein með Jason eftir það, sem skeð liafði kvöldið áður. Jason stóð upp, þegar luin nálg- aðist borðið, og hneigði sig með al- vörusvip — næstum kuldalegum. — Góðan daginn, sagði hann. — Eg vona að þú hafir sofið vei. — Já, þakka þér fyrir, ég svaf ágætlega. Hún brosti blitt og vildi gera sitt til þess, að þau yrðu ekki fjær hvort öðru en þau hefðu verið til þessa á ferðalaginu, þótt lienni tækist ef ti) vill ekki á svipstundu að gera tengsl þeirra jafnnáin og þau höfðu verið kvöldið áður. En annað hvort sá Jason blátt áfram ekki bros hennar eða hann lét sem hann sæi það ekki. Hann tók mat- seðilinn og athugaði hann, kallaði á þjóninn og pantaði það sem hann vildi. Hann spurðiekki einu sinni, livað hún vildi! Janet varð nú að sjá liamingju- drauma sína hverfa burt. Var eitt- hvað að? Að svo stöddu vildi hún ekki viðurkenna, að svo væri. Hann hlyti aðeins að vera taugaóstyrkur. Það hefði hún líka verið, þegar hún gekk inn í matsalinn. Hún reyndi aftur. — En hvað veðrið er gott! Það er heppilegt að fá svona gott veður til þess að fara i land. — Það er sannarlega gott fyrir þá, sem fa.ra í land! sagði hann. Hún hrökk við. Hafði hún heyrt rélt? Fyrir þái, sem fara í land. Eins og Iiann ætlaði ckki í land! — En þú ferð þó i land, Jason, er það ekki? Síðan kom þögn, og til þess að rjúfa hana varð hún að hleypa í sig kjarki og segja: ■—■ Eg — ég liélt, að við gætum farið i Jand saman. En hann þagði áfram. Þjónninn kom með matinn til Jasons, sem dundaði við að setja salt og pip- ar út á og lengdi þannig af ásettu ráði liin hræðilegu þögn, fannst Janet. — Það er kurteislegt af þér að stinga upp á þvi, Janet, en það er nú einu sinni svo, að ég fer ekki i land. Eg verð kyrr um borð. — Þú verður kyrr um borð! Hún gat heldur ekki trúað þvi að hann hefði sagt þetta, að allar bollalegg- ingar hennar um daginn liefðu ver- ið til einskis. Örvæntingin náði smám saman tökum á henni, og hún sá nú, að allir draumar hennar voru orðnar að engu. — Já, ég þarf að vinna. Hann brosti, en hún fann að það var spott i brosinu. Þetta var of mikið. Vonbrigðatil- finningin varð nú að víkja fyrir reiði. — Þú þarft að vinna! í gær- kvöldi sagðir þú mér að þú ynnir alls eklci! Aftur varð þögn áður en hann svaraði. Nú smurði liann sér sneið af ristuðu brauði í rólegheitum. — í gærkvöldi sögðum við ýmsar vit- leysur, sagði liann að lokum. Hún fann, hvernig blóðið þaut fram í kinnarnar. Orð hans voru eins og vel útilátinn löðrungur. Eft- ir á fannst henni, að hún hefði átt að hlæja og taka undir orð hans. Það hefið vcrið meiningarlaust hjal. En Janet var lirein og bein og gat ekki leynt lilfinningum sínum. Hún var sármóðguð og særð. — Jæja, fannst þér þetta vera eintómt bull, scm við sögðum i gær- kvöldi? endurtók hún. —■ Ja, ég man nú ekki allt, sem við sögðum, sagði hann og horfði elcki á liana. — En þú manst það vafalaust allt. Hann hafði sagt: — Eg clska þig, Ja.net! Hún hafði sagt: — Eg elska þig líka! Var það þetta, sem hann gat ekki munað eða vildi ekki múna? — Eg man ýmislegt af þvi, sem við sögðum! Rödd hennar var ró- leg og ógnandi. •—- En ég er að sjálf- sögðu fús til að gieyma þeim. Iiann svaraði engu, en lést vera með hugann við eggið, sem hann borðaði, brauðið og baconið. Þeg- ar hann loks tók til máls aftur, var rödd Iians undarlega livöss. — Meðal annarra orða, ég átti saintal við Sir Jolin í gærkvöldi, áður en ég fór að hátta. — Jæja, um tilboðið? Ætlar þú að taka því? Ekki svo að skilja, að það skipti nokkru máli — ekki hvað liana snerti. Kvöldið áður hafði þó allt, scm snerti liann, skipt máli fyrir hana. En nú — nú var hann eins og ókunnugur maður. — Eg veit það ekki. Eg ætla að hugsa um það. En liann minntist meðal annars á, að þú ættir eign í Jamaica — Tamaji Great House. — Já. — Og þú hugðist leyna mig því? —< Eg ....... Var það þetta sem gekk að lionum? Var það svona smá- vægilegt? Hann var reiður yfir því, að hún hafði talað við Sir Jolin um eign sína, cn ekki við hann. Henni fannst þetta ósanngjarnt, en vissi þó, að ástfangið fólk er óútreiknan- legt. — Ertu reiður út í mig, Jason? Mér finnst leilt, að ég skyldi ekki segja þér ]>að, en mér kom það bara ekki til hugar. Mér fannst það svo lítilfjörlegt, að ekki tæki að minn- ast á það. — Samt cr það nú aðalástæðan lil þess, að þú ert á leið til Jamaica, að því er Sir John segir. Já, hvers vegna liafði liún ekki sagt honum það? Hún óskaði þess nú, að hún liefði gert það. Samt sem áður fannst lienni það heimskulegt af honum að vera að rífast út af því við liana. lteiðin fékk aftur yf- irtökin. — Eins og ég hefi áður sagt, þá fannst mér það ekki skipta svo miklu máli. Og þú getur áreiðan- lcga ekki haldið þvi fram, að það sé svo mikilvægt. — Eg verð nú samt að játa, að mér finnst þctla einmitt mjög þýð- ingarmikið. — Einmitt það? — Þú hefir heldur ekki sagt mér, að þú heitir líka Taman. Nú var rödd hans mjög ásakandi. — Eg .... Hún starði á hann mjög forviða. Hver sagði þér, að ég héti Taman? Eg lield, að ég liafi alls ekki minnst á það við Sir Jolin. Og hvers vegna ætti miðnafn mitt að skipta nokkru máli? Það varð þögn, áður en liann svaraði. — Stundum geta miðnöfn liaft mikla þýðingu, sérstaklega þeg- ar fornafn og eftirnafn eru svo al- geng, að þau skýla hinum sanna uppruna. Og ég get ekki trúað því, Janet, þó að mér þylci leitt að þurfa að segja þetta, að þú hafir meint það, að eign þin og miðnafn liafi enga þýðingu fyrir mig. — Iivers vegna heldur þú, að ég hafi aldrei nefnt þetta á nafn við þig? spurði hún heiftúðug. Hann ýtti disknum til liliðar. Hann virtist ætla að rísa á fætur. — Eg held, að þú liafir sneitt hjá því, þar sem þú þekkir miðnafn mitt af tilviljun, sagði liann loks með kaldri ró. — Hva .... livað er miðnafn þitt. Hún stamaði af undrun. Varir hans kipruðust til. — Þú heldur áfram að fara kringum hiut- ina? En liverju var jú ekki við að búast? Skiptir fullt nafn mitt, Jason Winthrop Brown, engu máli fyrir þig? Hún hristi höfuðið og starði á hann i fullkominni örvilnun. — Nei, í alvöru talað, þá hefir það enga þýðingu fyrir mig. Hann stóð á fætur og leit niður til hennar. — Annað hvort ertu hættulegur lygari eða óhyggin i mesta lagi, Janet Taman Wood, sagði liann. 5. KAFLI HANN hvarf út um dyrnar, og Janet sat ein eftir við borðið. Hún var alveg í öngum sínum og hugsaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.