Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 11
FALKINN II VITIÐ ÞÉR? . . . að þessi litli fiskur, sem heitir „pir- anha“ ot7 er affeins 30 sm. lajigur, er hættulegt og grúðugt ránciýr? Hópur af þessum mannætum, sem lifa við Suður-Anieríkustrendur, get- ur étið heilan mann upp til agna á fáeinum mínútum. Enda eru fisk- arnir vel tenntir. Þeir hafa tvö- fatdan tanngarS bæði i neðri og efri góm. að í bernsku sporvagnanna var til fótk, sem vildi liafa þá svona,? Hugmyndin er frá manni einum i Boston, og það sem fyrir honum vakti var, að ef hestskrokkur væri framan á sporvagninum mundu liest- arnir á götunni siður fælast hin nýju samgöngutæki. •— Líklegast hef- ir verið ætlast til að vagni væri hnýtt aftan i hestinn. að amerísku V-2 rakettunum er stjórnaff meff útblástursloga,num? Þessar risavöxnu 5-smálesta rak- ettur, er ná 5 „mach“ hraða (það er fimmföldum liraða liljóssins) mega vitanlega ekki víkja af réttri braut eitt augnablik, því að þá mundu þær ekki komast eins hátt og þeim er ætlað og heldur ekki koma niður á réttum stað. Stýrið á þcim er sjálfvirkt, því að gyrotæki er í rakettunni, sem ræður stefnunni á útblástursloganum. LITLA SAGAN: SKAKKT NÚMER í stóru skrifstofubyggingunni sást hvcrgi maður. Starfsfólkið var farið fyrir mörgum klukkutimum. Stentoft skrifstofustjóri sat einn eftir, yfir skipulagsáætlun, sem hann varð að hafa tilbúna fyrir fund á morgun. Hann liafði átt erfiðan dag með inörgum simahringingum. Þær höfðu verið þreytandi þvi að síminn var í ólagi og lirein slembilukka ef mað- ur fékk rétt númer. Stentoft, sem annars var mesti meinhægðarmaður, hafði orðið gram ur, og ekki baqtti það úr að hann var með slæman hjartasjúkdóm. Hann hafði orðið að taka inn meðal fjórum sinnum uin daginn til þess að haída sér við. Nú var liann loksins búinn. Skrifstofustjórinn lagði plöggin í möppurnar og hugsaði um leið til konu og krakka, sem sátu og biðu hans lieima. Ilann liafði lofað að síma lieim þegar hann væri búinn, en kveið sannast að segja fyrir því. Skyldi Pétur annars vera kominn? Hann ætlaði að líta heim til lians í kvöld. Heima í ibúðinni í Bygdö Allé var frú Stentoft að leika við minnsta drenginn sinn. Hin börnin voru ekki komin inn. Klukkan var orðin átta og hún var að liugsa um hvort mað- urinn hennar færi ekki að koma heim. En hann kom stundum seint. Fyrir tveim mánuðum hafði hann ekki komið fyrr en klukkan 5 að morgni og var þá svo þreyttur að hann hafði sig ekki á skrifstofuna næsta dag. Nú, þarna hringdi þá siminn. Hún tók hann en — nei, skakkt númer. Hún settist aftur og lék áfram við drenginn. „Eitt lauf.“ — „Pass.“ — ,„veir spaðar!“ — „Pass“. Boðin komu ört hjá Hansen sölumanni á Wergelands- vcgi 5. Honum fannst lífið skemmti- legt yfir dökkum whiskysjúss og þrem vinum sínum. Og þessa stundina var hann með ágæt spil á hendinni, og yrði ekki stóra slennn úr þessu þá var það ekki honum að kenna. „Þrjú lijörtu." ,— „Pass!“ — „Fjög ur grönd!“ — „Pass.“ Þetta var sannarlega spennandi! Hansen grannskoðaði spilin sín, reiknaði út og ætlaði að fara að bjóða yfir þegar síminn- hringdi. Hann lagði frá sér spilin til að svara. „Gerið þér svo vel!“ sagði hann og svo: „Nei, þér liafið því miður fengið skakkt númer.“ Hann settist aftur og boðin héldu áfram. Það urðu 7 spaðar. Nú var um að gera að vera athug- ull. Það var spilað út og mótspilar- inn lagði spilin upp á borðið. Hansen ætlaði að fara að gefa i þegar siminn liringdi aftur. Hann svaraði. Eftir að liafa heyrt spurn- inguna i simanum, tókst liann á loft og svaraði ergilegur: „Eg lieiti - TISKI TI VVDlli - Óskasloppurinn. Þetta er slopp- ur sem allar konur myndu óska sér. Hann er úr alsilki, svörtu með rósum og fóðraður með Ijósara silki sem gengur út fgr- ir brúnirnar eins og brgdding á hornum og framan á ermum. Einnig má sauma sloppinn ó- fóðraðan úr óvönduðu efni og er hann þá mjög þægilegur að stinga i töskuna sína og tekur þar lítið rúm. ekki Pétur, og þér fáið ekki að tala við neina Lísu hérna!“ Hann sletti tólinu á gaffalinn en hafði ekki snúið frá fyrr en hringt var aftur. Nú hljóp fjandinn i hann og hann svaraði með uppgerðar- rödd: „Gerið þér svo vel!“ „Já, þetta er hjá Stentoft.“ — — „Nei, það er ekki hægt, þér talið við sakamálalögregluna. Hér hefir verið framið morð.------„Já, morð!“ „Það er um frúna og barnið að ræða. Komið þér heiin undir eins.“ Ilansen lagði símann frá sér og fór til hinna. „Loksins gat ég stungið upp i þorskinn,“ sagði liann og tók upp spilin. Og þeir héldu áfram að spila. En i ergelsinu yfir liringingunum spilaði Hansen illa og fékk bit. Það var að birta af degi, og raf- ljósin fölnuðu i samkeppninni við dagsbirtuna, sem kom inn um glugg- ana á skrifstofubyggingunni. Gamla frú Berg hafði unnið nokkra stund með þvottakúst og fötu þegar hún stakk lyklinum í skráargatið hjá Stentoft. Hurðin var ólæst! •— Þetta var ekki skrifstofustjóranum likt. Hann, sem alltaf var svo passa- sanuir. Hún opnaði og fór inn. Frú Berg rak upp. óp, sleppti kústinum og liljóp á dyr. Stentoft skrifstofustjóri lá á grúfu á gólfinu. í fallinu hafði liann tekið með sér simtækið og hvítir fing- urnir voru krepptir um heyrartólið. Nýjasta uppátæki Jeans Patous er að hngta ermarnar á vor- frakkanum fgrir neðan olbog- ana. Það er dálítið gaman að þessu. Frakkinn er annars slétt- ur og barmarnir liggja saman lausir og áhnepptir. Bakið er laust og slétt. 4» Þegar sólin loks ræður ríkjum er tími til að klæðast lislaverki Balmains í klæðskeralistinni. Þessi dragt er úr smáköflóttu þunnu ullarefni og á jakkan- um eru smásaumar, með flug- um, svo að hann fellur vel gfir þröngu pilsinu. Ermarnar eru % langar með litlum uppslög- um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.