Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 4
r # 4 FRÁ KÓREU. Til tilbreytingar frá öllum rauna- legu myndunum frá Koreu birtist liér ein í öðrum stil. EnsJcur her- maður hefir fundið þrjár kanínur, sem hann hirðir um. 1 stað þess að lenda í pottinum hafa þcer orð- ið „mascots“ lierdeildarinnar. KRINGUM HNÖTTINN. Þessir tveir Englendingar eru nú lagðir af stað kringum jörðina á mótorhjólum, og búast við að verða eitt ár á leiðinni. Annar er 25 ára og heitir Tomothy Hamil- ton-Fletcher, hinn ári eldri og heitir John Cook. Myndin er tek- in er þeir lögðu upp frá Pall Máll í London. Litli riddarinn. — Þegar maður er ekld nema þriggja ára get- ur maður notast við stóran hund fijrir reiðhest, eins og þess riddari gerir. F Á L K I N N Nimítx nðmíráll - kunni að stjórna skipum, Japönum og - kvenfólki CHESTER W. NIMITZ að- míráll heitir maðurinn, sem í síðustu styrjöld tók að sér að stjórna stærsta herskipaflota heimsins. Um leið var honum falin æðsta ^tjórn á öllu Kyrrahafi. „Hagarnir, sem hann átti að smala“ voru stærri en allt þurr- lendið í heimsálfunum fimm til samans. Þegar Nimitz aðmíráll tók við yfirstjórn Kyrrahafsflotans í árs- lokin 1941 tók hann við einu erf- iðasta hlutverki, sem flotastjóra hefir nokkurn tíma verið falið, og þetta var á þeim tíma, sem floti Bandaríkjanna hafði beðið versta hnekki, sem í annála er hægt að færa. Þetta var nefnilega rétt eftir árásina á Pearl Harbor. Að morgni hins 7. desember voru 8 stór orr- ustuskip í öllum bandaríska Kyrrahafsflotanum. En um hádegi sama dag lágu fimm af þessum skipum á hafsbotni við Pearl Har- bor, en þau þrjú, sem enn voru á floti, voru svo illa leikin, að þau komust í höfn til viðgerðar með mestu erfiðismunum. Atburðurinn í Pearl Harbor var meira en ósigurinn einn saman. Hann var stórmikið skakkafall fyrir Bandaríkin og Evrópu, og enginn vissi þetta betur en .Japan- ar sjálfir. Japanar vissu líka að Bandaríkin áttu ekki nóg af skip- um, flugvélum, loftvarnabyssum, kafbátum, hergögnum og vistum í Kyrrahafi, en varla hefðu þeir viljað trúa, ef þeim hefði verið sagt að Bandaríkin ættu ekki nema 175 orrustuflugvélar til þess að verja allt Kyrrahafið. Þannig voru ástæðurnar í árs- lok 1941, og með því að svona hörmulega var í haginn búið sá Roosevelt forseti að möguleikarn- ir á að sigra Japana voru aðal- lega undir því komnir að réttur maður yrði sendur til Pearl Har- bor. Chester Nimitz varð fyrir valinu. Undir eins og Nimitz hafði ver- ið skipaður yfirmaður Kyrrahafs- flotans hvarf hann á burt frá Bandaríkjunum. Hann hvarf á burt á laun, og ferðasaga hans er eins og besta lögreglusaga. Ferða- áætlunin og undirbúningurinn undir ferðina var allt með mesta pukri og síðla nætur fór Nimitz um borð í kafbát, sem skyldi flytja hann til Pearl Harbor. Hann hafði með sér leyniskjöl frá stjórninni, sem báru með sér hvílíku hörm- ungarástandi ameríski Kyrrahafs- flotinn var í, og sem jafnframt sýndu hve mikil spell Japanar höfðu gert á flotann. Nimitz ferð- aðist undir fölsku nafni og ekki í neinum einkennisbúningi og jafn- vel foringi kaíbátsins, sem flutti hann, vissi ekki hver þessi far- þegi var. Nimitz kallaði sig „mr. Wainwright“, og skipsmennirnir um borð brutu mjög heilann um hver þessi mr. Wainwright“, gæti verið. Hann þekkti allt um borð eins og brókina sína — siglinga- tækin, þrýstiloftsdunkana, peró- skópið — allar þær flóknu tilfær- ingar, sem eru um borð í kafbáti. voru 28 aðrir „flaggaðmírálar“ ofar í röðinni en hann. Það er því rétt að gera sér grein fyrir æviferli Nimitz, til þess að fá skýringu á því, hvað réð valinu hjá Roosevelt. N I M I T Z er fæddur í hjarta Texasfylkis, mörg hundruð mílur frá sjó. Hann var sextán ára þeg- ar hann sá sjóinn í fyrsta sinn, en eftir það var ekki hægt að kalla hann „landkrabba“. Hann fór í siglingar, gekk svo á skóla og svo þaðan á sjóliðsforingjaskólann í Annapolis og tók afbragðs burt- fararpróf þaðan. Að loknu prófi fór Nimitz og barnábarn hans tína appélsínur í Kaliforníu. Hann komst heill á húfi til Pearl Harbor og þegar þangað kom sást fljótt, að þar var nóg handa honum að starfa. Foringjar, sem ekki vissu hvað gera skyldi, hlupu í óðagoti út og inn á skrifstofu hans, og allt virtist vera í ólestri og vaða á súðum. Þegar það spurðist að hinn nýi yfirmaður Kyrrahafsflot- ans væri kominn til Pearl Harbor þyrptust blaðamennirnir utan um hann til þess að spyrja hann frétta um áform hans og ætlanir, en Nimitz fór sér hægt: „Eg segi eins- og þeir segja á Hawaij, — Hoo mana wahui — við sjáum nú til,“ svaraði liann rólega. Roosevelt forseti vissi hvað hann gerði, þegar hann fékk Nim- itz yfirstjórn Kyrrahafsflotans, þó að margir virtust vera eigi síður til þess fallnir en hann. Ymsir sjóliðsforingjar stóðu honum ofar að metorðum, og ef átt hefði að láta herþjónustualdur ráða, þá hann á kafbát, einn af þeim fyrstu — í þá daga þótti það lífshætta að vera á kafbáti. „Manni fannst það eins og vera kominn beint inn í ævintýraríki Jules Verne, og um leið eins og maður væri Jón- as í hvalunum,“ sagði hann eftir fyrstu kafbátsútivist sína. Mun- urinn var helst sá, að daunninn var kannslce ennþá verri í kafbátn- um en hann er á hvalveiðastöð, því að í þá daga var loftræsting kafbátanna mjög ófullkomin. Gasstybban og sprengingarnar í rafgeymunum áttu sinn þátt í að gera kafbátavistina hættulega. En hann gerði sér fljótt ljóst hvílíka geysiþýðingu kafbátarnir mundu hafa í styrjöldum framtíð- arinnar, svo að hann gerði sér að góðu stybbuna og lífshættuna og hélt áfram í kafbátavistinni. — Árið 1913 — hann var þá orðinn 27 ára — var hann skipaður yfir- maður bandaríska kafbátaflotans í Atlantshafi, og í þeirri stöðu var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.