Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Falleg bók um ísland Nordisk Rotogravyr, liið kunna útgáfufyrirtæki í Stokkhólmi, sem sem gefið liefir út fjölda fallegra myndabóka með sænsku efni, liefir fyrir nokkru gefið út bók um ís- land, einkar skemmtilega og snyrti- lega. Hefir liún inni að halda mynd- ir frá íslandi, scm allar eru tekn- ar af ungum sænskum ljósmyndara, Hans Malmberg, er dvalist hefir hér við og við undanfarin ár og tekið myndir. Nafnið þekkja að minnsta kosti allir þeir sem eignast hafa dagatal Flugfélags Islands, þvi að á þvi eru prýðilega fallegar myndir, sem að visu aðallega snerta flug, fyrir hvern mánuð. En Malmberg er fjölkunnugur i ljósmyndalistinni þótt ungur sé (hann er aðeins 23 ára) og hefir þegar farið víða um ver- öldina og tekið myndir. Þó hefir hann sérstaklega lagt fyrir sig að taka myndir á íslandi, og i fyrra- haust birtist langur greinaflokkur með myndum eftir hann í Sænska vikublaðinu „SE.“ Dr. Helgi P. Briem, sendiherra í Stokkhólmi, liefir skrifað formála bókarinnar og texla með öllum myndunum. Formálinn, sem ber heit- ið „ísland umbreytinganna“ er stuttur, og með allt öðru sniði en formálsorð eða inngangsorð þeirra myndabóka, sem gefnar liafa verið út mcð cfni frá íslandi hér á landi. Þar er ekki lcitast við að skrifa ncina samfellda sögu eða landa- fræðiyfirlit, heldur drepið á ýms eftirtektarverð atriði viðvikjandi landi og ]}jóð, scm Norðurlandabú- ar vita yfirleitt ekkert eða litið um og jafnvel fslendingar margir hverj- ir ekki heldur. Dr. Hclgi er maður svo fjölfróður og glöggur á það sem sérkennilegt cr, að gaman hefði ver- ið að þessi inngangur hans að bók- inni hefði verið miklu lengri en hann er. En útgefendur munu segja fyrir verkum um „lengd og breidd“ lesmáls í bókum sem þessari. Þ.ó held ég að bókinni hefði verið mik- ill ábati að því. Sænskir lesendur — en þeim er bókin fyrst og fremst ætluð — vita því miður ekki svo mikið um ísland, að þeir gætu ekki haft gott af því að vita meira. Og þeir vilja gjarnan gera það, þvi að áhugi á íslandi er yfirleitt mik- ill i Svíþjóð. En í augum Svía er ísland fyrst og fremst „sillcns og sagaens ö.“ í orðalagi og efni texta og skýr- ingar við myndirnar fer dr. Helgi eigi troðnar slóðir, fremur en í inn- ganginum. Undir sumum myndun- um stendur tilvitnun í einhverja ís- lendingasögu eða í Eddu, cn þó getið þess livaðan myndin sé, þar sem þess þarf við. En ef eitthvað ætti að setja út á textana, mundi ég aðeins viljað sagt hafa það sama og um formálann, að þeir mættu vera lengi og itarlegri. — Við val myndanna í bókina hefir það auðsjáanlega vakað fyrst og fremst fyrir útgefendunum að sýna verklega þróun íslands um hálfrar aldar skeið. Það er tiltölu- lega mikið af myndum þarna af þeim framförum sem gerst hafa á „ytra borði“ íslensks þjóðlífs, en yfirleitt er það sameiginlegt með Þjóðleikhúsið: „ÍMYNDUNARVEIKIN“ Anna Borg sem Toinette. Þjóðleikhúsið hefir nú tekið til meðferðar liinn þekkta gamanleik Mo,liéres, ímyndunarveikina. Leik- stjóri er Óskar Borg, en þau Lárus Pálsson og Anna Borg fara með að- alhlutverk. Aðrir helstu leikendur eru Inga Þórðardóttir, Elín Ingvars- dóttir, Birgir Halldórsson, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson, Har- aldur Björnsson, Gestur Pálsson, Valur Gislason, Valdemar Helgason, Áslaug Harðardóttir og Róbert Arn- finnsson. Leikurinn hefir fengið góðar við- tökur og einkum þylcir leikur Lár- usar Pálssonar afbragðsgóður, en liann fer með hlutverk Argans. Lárus Pálsson sem Argan. Leikfélag Reykjavíkur: Segðii iteininui Guðbj. Þorbjarnard. sem hjúkrunaj-k. fíísli Iíalldórsson (Eplablóm) og Gunnar Egjólfssoh (Lachlen). Síðasta leikritið, sem Leikfélag Reykjavikur sýnir á þcssu starfsári, er „Segðu steininum“ eftir John Patrick. Leikurinn fer fram á sjúkra skýli i breskum herspitala að baki Assam-Burma vígstöðvunum. Leikrit- ið hefir fengið góðar viðtökur að vcrðleikum. Leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Haraldsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Gunnar Bjarnason, Gísli Halldórsson, Árni Tryggvason, Þorgrímur Einarsson, Guðjón Ein- arsson og Ivarl Sigurðsson. Hafa þeir hlotið mjög góða dóma fyrir með- ferð hlutverka. Leikstjóri er Gunnar Hansen, en Bjarni Guðmundsson hef- ir þýtt leikritið. Rnrík Ilaraldsson (Kani) og Gunnar Eyjólfsson (Lachlen). þessum myndum, að þær eru lifandi og sannar. Þess vegna liafa þær verulegt gildi, sem yitnisburður um þjóðina, i lífi liennar og starfi. En hins vegar finnst mér að margt vanti þarna af myndum af íslensku landslagi og sérkennilegum eða sögufrægum stöðum. T. d. finnst mér hlutur Þingvalla mjög fyrir borð borinn, þvi að frá þeim stað hefi ég ekki rekist á nema eina litla mynd af Almannagjá. Allir Svíar, sem nokkuð þekkja til íslands, nefna Gunnar á Hlíðarenda, en þaðan — eða úr Fljótshlíðinni yfirleitt — finn ég enga mynd. Hins vegar eru þarna algerlega óþarfar myndir, svo sem af rafmagnseldavélum, sem ver- ið er að setja saman, svo að eitt dæmi sé nefnt. En þessar Itiilfjörlegu aðfinnslur eru þó engan veginn til tindar, til þess að rýra gildi bókarinnar. Ljós- myndirnar eru flestar prýðilega tekn- ar og smekklegar. Svo að bókin i Iieild er liin ágætasta landkynning og vel til þess fallin að glöggva hug- myndir þeirra, sem lienni kynnast, um íslenska þjóð og ísland. Þess vegna ber að þakka höfundum henn- ar fyrir verkið. Myndin á forsíðu þessa blaðs er ein af myndum þeim, sem bókin flytur. Sk. Sk. 22 TENNUR I EINU. Gift kona í Kent fór til tannlæknis til að láta draga úr sér tönn. Þegar hún kom til sjálfrar sin eftir gas- dcyfinguna varð hún þess vísari að læknirinn hafði dregið úr henni allar beyglurnar, 22 alls. Hún kærði þetta og þegar yfirvöldin studdu málstað hennar bar læknirinn þá vörn fram, að hann hefði talið nauðsynlegt að taka allar tennurnar. Hins vcgar hefði konan ekki beðið hann um að taka nema eina tönn. Og úrslitin urðu þau, að konan fékk rúm 4000 krónur í bætur fyrir tenn- urnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.