Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hann öll árin sem fyrri heimsstyrj- öldin stóð. Eftir styrjöldina fór hann að kynna sér ítarlega allt sem hann gat, er vissi að sjóhernaði ekki síst tæknilega. Hann fór til Ev- rópu til þess að kynnast diesel- mótorunum, — hjálpaði til með að setja upp fyrsta dieselmótorinn, sem notaður var í bandaríslcu her- skipi, og var um tíma yfirvél- stjóri á þessu skipi. Síðar starfaði hann á ýmisskonar skipum flotans, tundurspillum, beitiskipum, mót- ortorpedóbátum o. s. frv. Jafn- framt þessu verklega starfi las hann allt er hann náði til um sjó- kort og í sambandi við það er þessi saga sögð: Einu sinni er hann var yfirmaður á tundurspilli, kom leki að skipinu. Vélstjórinn hringdi í óðagoti upp á stjórnpall- inn og spurði hvað gera skyldi. Eitthvað varð að gera, og það fljótt. „Líttu í III. kafla í Bar- tons Mecanic Manual“ svaraði Nimitz. Þar finnurðu allt, sem þú þarft að vita.“ Nimitz var að grúska í kortum! Aðdáun hans á öllu því sem get- ur flotið á sjó er alveg takmarka- laus, og sjálfur er hann samgró- inn hafinu eins og gamall segl- skútukarl. Og annað er sameigin- legt með honum og þeirn. Hann hefir ákaflega gaman að sjómanna- sögum, verulega kjarnmiklum lygasögum, og kann sjálfur að segja þær vel. Eins og margir sjó- menn kvenkennir hann öll skip, segir alltaf „hún“ um þau, og á þessu gefur hann margs konar skýringar. „í fyrsta lagi kostar það sand af peningum að halda henni uppdubbaðri og málaðri, og í öðru lagi þarf hún fasthenta stjórn til þess að lenda ekki í „havaríi“ og komast í voða,“ segir hann. Þegar hann var skipaður undir- aðmíráll bað konan hans hann um að hætta að segja lygasögur, því að það væri ekki samboðið manni í hans stöðu. Jú, — hann lofaði því, en einn daginn átti hann að halda ræðu yfir nokkrum hjúkr- unarkonum í Kyrrahafinu. Það var skelfilega heitt þennan dag, og hjúkrunarkonurnar voru að enda við að hlusta á langa og leiðinlega ræðu, sem annar foringi hafði haldið. Þeim hundleiddist og biðu þess með óþreyju að síðari ræðumaður, sem var Nimitz, yrði búinn, svo að þær gætu skemmt sér eitthvað á eftir. En þeim hætti að leiðast þegar Nimitz hafði tek- ið til máls. I stað fræðilegrar ræðu sagði hann þeim góða sjóarasögu. Hjúkrunarkonurnar komust allar á loft og vildu heyra meira, — helst virkilega magnaða lygasögu. Og Nimitz hélt áfram að segja frá. Stúlkurnar höfðu áður alltaf heyrt talað um Rauða krossinn og Florence Nightingale og þess hátt- ar, en svona ræðu höfðu þær aldrei heyrt. Nimitz er einstaklega blátt á- fram og alþýðlegur og hefir næga yfirburði til þess að skemmta sér með undirmönnum sínum án þess að stofna heraganum í voða. ÖIl- um þykir vænt um hann og virða hann um leið, — hann er því alls staðar velkominn. Einu sinni var hann á nýliðaskennntun sjóliðs- foringjaefna á Breakers Hotel á Wailiki í Kyrrahafi. Aðmírállinn dansaði af kappi, en sem aldrei skyldi verið hafa, var hann ljós- myndaður með laglegri þeldökkri stúlku. Myndin mundi auðvitað verða send út um allan heim, og konan hans mundi verða meðal þeirra fyrstu, sem sæi hana. — En Nimitz kunni rúð við þessu. Hann fékk eintak af myndinni hjá ljósmyndaranum og sendi hana samstundis í flugpósti til konu sinnar, svo að hún fengi hana áð- ur en nokkur annar yrði til þess að sýna henni myndina. — Hann er ekki aðeins góður sjómaður — hann er líka sálfræðingur og þekk- ir kvenfólkið og kann réttu tökin á því. Mesta sigur sinn vann Nimitz í sjóorrustunni við Midway, en það var ein af stærstu sjóorrust- um veraldarsögunnar. Þar var inn- rásarflota Japana að heita mátti gereytt, og Nimitz sýndi hver maður hann var. Og öfundin, sem var hjá ýmsum í garð Nimitz — þeim sem hann hafði verið tekin fram yfir — hvarf, því að allir viðurkenndu að ómögulegt var að gera betur en Nimitz hafði gert við Midvvay Island. Eftir orrustuna við Midvay flaug Nimitz til Kaliforníu til að ráðgast við Ernest J. King aðmír- ál, en þegar flugvélin lenti mun- aði minnstu að hann týndi lífi. Vélin brotnaði um leið og hún lenti og flugmaðurinn beið bana en tveir af áhöfninni særðust. — Nimitz og aðrir sem í vélinni voru, náðust úr sjónum af áhöfn her- báta, sem kom á vettvang, og hundvotur og skjálfandi stóð Nim- itz upp í bátnum, sem hann hafði bjargast upp í. „Sitjið þér kyrr, þar sem þér eruð kominn!“ kall- aði formaðurinn í bátnum, — hann vissi ekki við hvern hann var að tala. Þegar Nimitz var að fara í land úr bátnum og formaðurinn varð þess vísari hver hann var, kom heldur en ekki á hann og hann reyndi að stynja upp ein- hverri afsökun. Nimitz brosti til hans og varð fyrri til. „Minnist þér ekki á það,“ sagði hann. „Þér voruð í yðar fulla rétti, því að þér höfðuð stjórnina.“ --------Þetta er frægasti sjó- liðsforingi Ameríku og kannske allrar veraldarinnar, í dag. I tvö ár eftir skakkafallið í Pearl Harbor varð hann að berjast varnarbar- áttu, en eftir það hafði hann stærri flota, en nokkurn tíma hefir verið á höfum úti. IIÚS ÚR SYIiURREYR. Húsameistarar á Rarbados liafa nú gert þá uppgötvun, að vel er hægt að byggja sæmilega góð hús úr sykurreyrnum, sem sykur hefir ver- ið pressaður úr. Áður voru sykur- framleiðendur i vandræðum með livað þeir ættu að gcra við reyrúr- ganginn. En nú pressa þeir hann saman í veggplötur og nota hann sem byggingarefni. Hús þessi eru mjög ódýr, og eru fjórar mismunandi gerðir framleiddar. SNJÓR OG KULDI — Austurþýskir flóttamen, sem hafa komið á hjálarstöðina í Kelster- bach, skammt frá Frankfurt am Main, sjást hér vera að flytja 'pjönkur sínar inn í brakkana, þar sem þeim er œtlaður samastaður. NÝTT REIÐHJÓL. Reiðhjólasmiðir eru furðu vana- ■fastir menn. Reiðhjólið breytist lítið í útliti, og sömu gerðirnar koma aftur ár eftir ár, lausar við allan straumlínustíl og þess háttar Þó eru gerðar tilraunir með nýj- ungar, en þær falla að jafnaði i grýtta jörð. — Hér sést ný þýsk gerð. Hún er auðveld í meðferð, og auk þess ódýrari en venjuleg reiðhjól, svo að hver veit nema hún eigi einhverja framtíð fyrir höndum. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.