Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.05.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN VENEZIA, sagði signora An- geli, — er fleira en gondólar ög chiantivín. Venezia er tunglskinsnótt, mettuð af söng og Lido-ströndin og hvísl shirocco- vindsins í laufinu. Og svo mændi hún augum til himins og minntist auðsjáanlega æsku, sem var fyrir löngu liðin. Signora Angeli var gerðarleg bú- stýra í Albergo San Margherita, sem var eins konar gistihús að nafninu til. Hún var að skrifa • nöfnin okkar Hjalla inn í gesta- bókina. Vegna þess að búskapurinn í veskjum okkar var fremur bág- borinn höfðum við rambað um Venezia í fjóra tíma áður en við komumst að þeirri niðurstöðu að Albergo San Margherita væri ó- dýrasta gistihúsið í borginni. Við Hjalli vorum eiginlega nauðugir þarna í Venezia, því að bíllinn okkar, sem var nokkuð aldurhniginn, og sem við höfð- um skrönglast á um alla Vestur- Evrópu, hafði sligast skammt fyr- ir utan borgina. Þess vegna urð- um við að koma honum á verk- stæði, sem lofaði góðfúslega að gera hann ganghæfan á einni viku. Vika samkvæmt ítölsku tíma- tali er einhvers staðar milli hálfs og heils mánaðar. Okkur var því nauðugur einn kostur að ná í sem ódýrastan samastað í Venezia — og bíða. Hjalli var féhirðir fararinnar, og var fljótur að sjá að fjársjóður okkar þoldi enga eyðslu í vín, söng og snótir. Og við einsettum okkur að lifa eins og meinlæta- menn þarna í Venezia. Nú er það svo með Hjalla, að hann er hógsemdarmaður í alla staði. Hann átti víst ekkert erfitt með að lifa kyrrlátlega. Því miður var dálítið öðru máli að gegna um mig. Mér var ómögulegt að fara beint í háttinn eftir að hafa lát- ið ofan í mig lélega máltíð og láta allar lokkandi raddir utan að eins og vind um eyrun þjóta. Þannig varð fyrsta Veneziu- nóttin mín mér hreinasta mar- tröð. Hjalli sofnaði auðvitað und- ir eins og tilkynnti með snarpleg- um hrotum að hann væri hinu megin við alla meðvitund. En til- raunir mínar til að finna leiðina inn í ríki svefnsins, mistókust algerlega. Klukkutímum saman lá ég og bylti mér sitt á hvað í hrörlegu járnrúmi, en svefninn vildi ekki koma. Fyrstu geislar hinnar rísandi morgunsólar fundu mig glaðvak- andi, en engan veginn útsofinn. Hjalli hafði loksins hrotið sig sadd- an, enda hafði hann ekki linað alla nóttina. Og svo tók hann til við morgunsnyrtinguna, frískur og ólúinn! „Veneziönsk serenade“ í þreyttu heilabúinu á mér dróst smám saman upp mynd af svolitlu áformi, sem gæti miðað að því að auka minn eigin fjársjóð. Er þessu áformi væri komið fram stæði mér opin leið til þess að kynnast þeirri Veneziadýrð, sem signora Angeli hafði dásamað með svo mikilli hrifningu er við komum. Hjalli var ákafur í að skoða kirkjur og söfn. I hverjum bæ, sem við höfðum komið í, voru kirkjurnar og söfnin það, sem Hjalli hugsaði um fyrst og síðast. — Ahugamál mín eru á annarri bylgjulengd, og þegar Hjalli full- ur af tilhlökkun lagði af stað til þess að rannsaka ítarlega Markús- arkirkjuna og hertogahöllina, gat ég tekið til óspilltra málanna við hina fjárhagslegu endurreisnar- áætlun mína. I töskunni minni var alfatnað- ur, sem alls ekki leit bölvanlega út. En gallinn á honum var hins vegar sá, að ég gat ekki orðið hneppt jakkanum að mér, og af því að ég hafði ekki hugsað mér að megra mig, fannst mér alveg sjálfsagt að koma fötunum í lírur. Eg bjó vandlega um fötin í gömlu dagblaði og tók síðan á rás yfir þvera Piassa San Marg- herita og að glugga, sem bar það með sér að fyrir innan rúðuna væri verslað með gömul föt. Eg gekk inn, tók blaðið utan af fötunum og lét kaupmanninn skoða þau. Hann setti gleraugun á nefið, hélt fötunum upp á móti birtunni og skoðaði þau nákvæm- lega, en hnyklaði svo brúnirnar, en það gera þeir alltaf, sem versla með notaða muni. — Tvö þúsund lírur, sagði hann og leit prófandi á mig yfir gleraugun. — Þrjú þúsund! svaraði ég um hæl, því að ég var kunnugur því að maður á alltaf að prútta á ítölsku. — Eg skal borga yður tvö þús- und og fimm hundruð, enn ekki eyri meira, sagði prangarinn og tók af sér gleraugun. Eg gekk auðvitað að því. Hálft þriðja þúsund af lírum var ekki til að kjamsa að, að vísu eru það ekki nema rúmar fimmtíu krónur í íslenskum peningum, ekki bein- línis auðæfi, en þó nóg til þess að gera mér glatt kvöld, hélt ég. Sannfærður um að nú væri mér allir vegir færir, leit ég skilnaðar- augum til fatanna minna og fór svo út. Það hefði verið freistandi að fá sér glas af öli þarna í hitasvækj- unni, á einum veitingastaðnum á gagnstéttinni, en ég var staðfast- ur, engin léttúð skyldi fá að gera strandhögg í lírufjársjóðinn minn. Þess vegna sneri ég beina leið heim á Albergo og upp skjálfandi vindu- stigann og inn í herbergið okkar. Næstu sex tíma safnaði ég mér svefni í varasjóð undir nóttina, eða til þess að fylla í skarðið frá nóttinni áður, og svaf eins og steinn þangað til Hjalli kom heim aftur úr kynnisför sinni. Við feng- um okkur óbrotinn málsverð í matstofunni þarna á gistihælinu, og okkur kom saman um að fara snemma að hátta. Deginum líkur svo snöggt fyrir sunnan Alpafjöll. Um klukkan átta strýkur sólin út af myndinni og ótrúlega gildur máni tekur að sér upplýsingarstarfsemina. Hið fyrsta mánasilfur kvölds- ins stráðist yfir Piazza San Mar- gherita þegar við hypjuðum okk- ur upp í greni vort á fjórðu hæð og tókum á okkur náðir. Iljalli, sem að sjálfsögðu var dauðþreyttur eftir að hafa verið heilan dag við rannsóknir bygg- ingarlistar frá miðöldum, sofnaði eiginlega áður en hausinn var kominn á koddann. Eg lá kyrr eitthvað um stundarfjórðung og það hlakkaði í mér görnin við til- hugsunina um næturlífið í Venezia sem ég ætlaði nú að fara að kanna. Frá síkinu neðanvert við torg- ið heyrðist lágur söngur, og í smá- knæpu skammt frá heyrðist urga í heysjúkum granunófón. Tunglið var komið upp fyrir húsmænana og hékk eins og risavaxin silfur- kúla á blásvörtum himninum. Um- hverfið var yfirleitt allt hið á- kjósanlegasta fyrir fyrirtæki mitt. Eg fór í fötin án þess að gera nokkurn ónauðsynlegan hávaða stakk veskinu mínu í rassvasann og yfirgaf félaga minn háhrjót- andi. Úti á Piazza San Margherita var líf og fjör. Það var líkast og hinir ágætu Feneyjabúar vöknuðu til nýs lífs undir eins og sólin var gengin til viðar. Svarthærðar stúlkur á öllum aldri rangluðu um strætin og gerðu sig til fyrir pilt- unum, sem annaðhvort veittu þeim eftirför eða söfnuðust sam- an í hópa og kappræddu með miklu handapati um dægurmálin. Eg hafði ekki hugsað mér að leggja í næturvíking þarna á Piazza San Margherita og stefndi beina leið á hjarta borgarinnar og Canale Grande. Að ferðast fót- gangandi í Venezia er harla mikil áreynsla, maður verður að fara yfir kynstrin öll af brúm, svo að engan þarf að furða á því, að ég heyrði rödd frá mínum innra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.