Fálkinn - 12.12.1952, Page 8
4 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952
X)óra og Tlaraldur
cru bœði stariandi músik-prófcssorar Zónlislarhá-
skólans í Xaupmannahöfn. - 8n hdmili þcirra cr
íslcnskt, þó að hjónin búi í Vanmörku.
HARALDUR í Kaldaðarnesi var
hann kallaður fyrst þegar farið
var að tala inn hann liti í frá. Har-
aldur Sigurðsson frá Kaklaðarnesi
var hann nefndur síðar, en nú mun
algengast að kalla liann Harald Sig-
urðsson prófessor, en liklega er sum-
um af eldri kynslóðinni tarnt ennþá
að bæta „frá Kaldaðarnesi" við, jafn-
vel þó að prófessorstitillinn sé not-
aður.
Og þó er Haraldur ekki fæddur í
Kaldaðarnesi, heldur í Hjálmholti, en
þar dvöldust foreldrar lians um tima
áður en þa.u fluttust að höfuðbólinu
Kaldaðarnesi. Sigurður Ólafsson
sýslumaður hafði áður verið sýslu-
maður í Skaftafellssýslu nokkur ár
en fékk veitingu fyrir Árnessýslu
1891 og dvaldist hjá Ólafi föður sínum
í Hjálmholti uns hann tók Kaldað-
arnes til ábúðar, en þá jörð keypti
liann eftir komu sína vestur i Árnes-
sýslu og sat liana með svo mikilli
prýði, að hún var jafnan talin höfuð-
ból Suðurlands á þeim árum.
Haraldur fæddist 5. maí 1892, en
hann var ekki orðinn gamall þegar
það fór að spyrjast, að þarna væri
undrabarn á ferð. Hann lærði alla
tóna og lék sér að því að endurtaka
þá á hljóðfærið undir eins og hann
hafði fengið mátt í fingurna til að
ná tónum úr hljóðfærinu, og beitti
hökunni, þegar fingurnir náðu ekki
nótunum. Honum var ásköpuð alger
tónheyrn, en það er fátítt. Áður en
haim varð altalandi vissi hann tón-
inn í hverri nótu án nokkurrar við-
miðunar. Ef liann var leiddur að
hljóðfærinu og spurður, hvernig
hljóðið væri í þessari og þessari nótu,
kom það rétt af vörum lians á svip-
stundu. Þótt stutt væri á margar nót-
ur í einu og hann væri í öðru her-
bergi og sæi ekki til, taldi liann þær
allar upp viðstöðulaust. Einnig gat
hann t. d. sagt, livaða nótu osta-
kúpan gæfi frá sér, ef barið var í
liana. Og hann hermdi eftir mörgum
liljóðum á hljóðfærið, svo sem liljóð-
inu í skilvindunni. Allt þótti þetta
furðulegt. Hann gretti sig ef hann
lieyrði falskan tón, en iðaði af ánægju
þegar faðir hans lék fyrir hann á
hljóðfærið, en í rauninni var Sigurð-
ur sýslumaður fyrsti kennari hans.
Og það var lán Haralds að alast upp
hjá foreldrum, sem sáu þegar i stað,
hvað í honum bjó, og liöfðu getu til
að láta hann fá að þroska sína ágætu
hæfileika undir leiðsögn liinna bestu
kennara, sem völ var á.
Haraldur var aðeins sextán ára er
hann fór utan og settist í píanódeild
Tónlistarháskólans í Kaupmanna-
höfn, hinnar ágætu listastofnunar,
sem Haraldur hefir nú 'starfað sem
kennari við í rúm þrjátíu ár. Þaðan
útskrifaðist hann fjórum árum síðar,
1912, og hafði hann haft sem aðal
kennara öll árin Mary Schou, sem
liann minnist jafnan með miklu þakk-
læti og aðdáun. Þess skal getið að
hún minntist Ilaralds jafnan með
líkum tilfinningum. Samtímis píanó-
náminu slundaði Haraldur einnig
organistanum hjá prófessor Otto
Malling og lauk prófi í þeirri grein.
Líklegt er að Haraldur muni hafa
haft í liuga þessi árin að hverfa til
íslands að loknu námi og framhalds-
námi, og því muni hann hafa lagt
stund á orgelleikinn jöfnum höndum,
enda er skylt að taka aukanámsgrein.
Því að á þessum árum var svo ástatt
í tónlistarlífi Reykjavíkur og íslands
yfirleitt, að afkomuvonir voru litlar
fyrir verulega kunnandi tónlislar-
menn. Þá var hér enginn tónlistar-
skólí, engin hljómsveit •— nema lúðra-
félagið — en karlakórar, sem eru það
Haraldur og Dóra æfa sig undir
hljómleika. Á veggnum bak við sést
málverk Jóns Stefónssonar af Eiríks-
jökli. Danskur gestur kom í heimsókn,
og þegar hann sá málverkið, sagði
hann: „Sikken en flot isanretning“.
elsta í músikmenningu höfuðstaðar-
ins, áttu örðugt uppdráttar, enda var
fólkið fátt og peningaráð lítil á móti
því sem síðar varð. Organistaembætt-
ið við Dómkirkjuna mun hafa verið
eina launaða embættið í tónlist, og ef
ég man rétt, voru árslaunin 800 krón-
ur. Um annað var ekki að ræða, nema
söngkennslu í skólum og einkakennslu
í píanóleik.
Það var engin furða, þó að efni-
legasta tónlistarmanni, sem þá var
uppi, litist ekki á að hverfa heim til
þess að eiga að setja bú hér. En hins
vegar kom hann oft heim í sumar-
leyfunum og hélt þá hljómleika, og
þeir urðu jafnan hátíðastundir þeirra,
sem gaman liöfðu af góðri tónlist.
Fólk hlakkaði til þessara hljómleika
—: miklu meira, held ég, en það hlakk-
ar til skemmtana nú, enda var það svo
sjaldgæft þá að fá að heyra eitthvað,
sem var mjög gott. Á þeim árum voru
það auk Haralds Pétur Á. Jónsson
og síðar Jón Norðmann og Páll ísólfs-
son, sem settu svip á tónlistarlífið í
Reykjavík. Síðar fóru útlendir gestir
að koma hér við og við.
Þá var Báran aðaltónlistarhús bæj-
arins, en stundum Templarahúsið, uns
Nýja Bíó við Austurstræti kom til sög-
unnar, og síðan livert samkomuhúsið
af öðru. Veggfóðrið í Iðnó þótti gleypa
í sig liljóðið, en í Bárunni voru timb-
ur.þil. En að öðru leyti skorti margt á,
að Báran gæti fullnægt nútímakröf-
um. Það var annað livort í fyrsta eða
annað skiptið, sem Haraldur og frú
Dóra héldu liljómleika í Reykjavík
eftir fyrri heimsstyrjöldina, að hér
voru mikil húsnæðisvandræði, svo að
maður nokkur hafði tekið á leigu her-
bergi það, sem listamönnum var ætl-
að að hafast við í í hléunum. Leigj-
andinn hafði vitanlega gengist undir
að verða burt úr herberginu meðan
hljómleikar voru lialdnir. En af ein-
hverjum misgáningi fór það svo, að
þegar þau hjónin komu inn í „lista-
mannaklefann" í einu liléinu, var leigj-
andinn þar fyrir albúinn til að hátta,
en reykti af kappi, svo að loftið var
orðið þykkt og miður heppilegt fyrir
söngkonu að eiga að anda því að sér.
Haraldur getur hlegið dátt þegar hann
minnist þessa atviks, sem hann telur
það skringilegasta, sem komið hafi
fyrir sig á hljómleikum sinum. „Ann-
að hvort hefir manninum þótt veðrið
slæmt eða konsertinn óþarflega lang-
Úr stofuhorni á Maglemosevej. 1 skápnum er mikið af íslenskum bókum.