Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Page 10

Fálkinn - 12.12.1952, Page 10
6 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 í Louvre-safninu fræga í París eru á veggjunum auglýsingar urn að bannað sé að taka ljósmyndir í safninu eða nota stækkunargler til bess að skoða myndirnar. En skemmtiferðafólk virð- ir þetta bann siundum að vettugi og þá verða umsjónarmennirnir að taka í taumana. Hér sést unisjónarmaður vera að skipta sér af manni, sem skoð- ar eitt listaverkanna gegnum stækkun- argler. — Hús Haralds og Dóru á Maglemosevej. Við dyrnar út í garðinn standa Haraldur, Dóra og Elísabet. Hún er orðin kunn liér á landi og víðar fyrir frábæra tónlistargáfu. — Fyrir fimm árum hélt hún fyrstu op- inberu liljómleika sína. Það var á Akureyri, 26. ágúst 1947, og til minn- ingar um það á hún fallega mynd af Akureyri, með ágröfnum skildi, gjöf frá tónlistarfélaginu á Akureyri. Hálf- um mánuði síðar hélt hún liljómleika hér í Reykjavík og Hafnarfirði. Hún minnist oft þessara fyrstu liljómieika sinna (sem eiginlega voru haldnir í leyfisleysi, því að nemendur Tónlist- arháskólans mega í rauninni ekki halda opinbera hljómleika, og hún var enn í skólanum er liljómleikarnir voru haldnir) og heldur mikið upp á Akur- eyrarmyndina sína, fyrstu heiðursr gjöfina, sem hún fékk á listamanns- brautinni. Elisabet er snillingur á tvö bljóð- færi, klarinet og píanó. Að loknu námi við Tónlistarháskólann í Höfn, en þar hlaut hún ágætiseinkunn við burtfararpróf, hélt hún til Parisar og stundaði þar framhaldsnám lijá fræg- um kennurum i báðum greinum í tvö ár. í fyrrasumar lék hún tvo kon- serta eftir Mozart (kiarinet- og píanó- konsert) með hljómsveitinni í Tivolis Konsertsal og fékk hina ágætustu dóma. En í janúar næstkomandi stend- ur til, að hún haldi fyrstu sjálfstæðu hljómleikana sína í Kaupmannahöfn. Alit bendir til þess, að þessi stórefni- lega listakona mundi lialda vel uppi merki foreldra sinna. Hér eru engin tök á að rekja lista- feril Haralds Sigurðssonar eða frú Dóru. Það hefir verið gert talsverl ýtarlega af Þórði Kristleifssyni í sunnudagsblaði Visis 19. nóv. 1944, og vísast þeim þangað, sem vilja vita meira um Dóru og Harald. En þess- um línum er aðeins ætlað að vera fylgibréf með nokkrum góðum mynd- um, sem nýlega voru teknar á heimili þeirra hjóna. Fyrsta stórviðurkenningin, sem Haraldur hlaut á erlendum vcttvangi, voru Mendelsohn-verðlaunin, er hann fékk á námsárum sinum í Þýskalandi. 'Hann mætti fyrir íslands hönd á Norðurlandahljómleikum, sem Alex- andra Bretadrottning gekkst fyrir i London 1923, og víða liefir hann komið fram og þau hjónin bæði á tónlistarþingum. En um það vill Har- aldur sem minnst tala, eins og allt það, sein er honum til lofs. Mér er nær að halda, að ef honum hefði einhvern tíma tekist illa upp á hljóm- leikum, væri hann fáanlegri til að minnast á þiað. En honum tekst aldrei illa upp. Ásköpuð gáfa og takmarka- laus þjálfun ráða vafalaust mestu um Úr anddyri hússins á Maglemosevej. þetta, en nokkru ræður án efa skaplyndi háns, glaðlyndið og jafn- lyndið, sem jafnan einkenna hann hvar sem hann fer. Og sama lýsingin á vafalaust við um frú Dóru. Þau eru hamingjusamar manneskj- ur. Og Island stendur í meiri þakkar- skuld við þau en flestir gera sér grein fyrir. Með hljómleikum sínum hér á landi og með „uppeldi“ sínu á ungu íslensku tónlistarfólki liafa þau glætt tónlistarsmekk íslendinga. Með flutningi íslenskra tónsmíða cr- lendis hafa þau kynnt þá hlið ís- lenskrar menningar meðal þjóða, sem varla vissu, að íslensk tónm^nning var til. Og gert það á þann hátt, að cigi verður á betra kosið. Okkur sárnar stundum, að þessi yndislegu hjón skuli starfa í öðru landi. En ef til vill fór best sem fór. Það er vafasamt, hvort þau liefðu getað gert íslandi meira gagn í iíeykjavík en þau hafa gert þar sem þau eru. Skúli Skúlason. SKItÍTIN UMGERÐ. Ridgeway hershöfðingjafrú túk ný- lega þátt í veislu í París. Þar tókst tjósmyndaranum að ná mynd af henni — gegnum veiðihorn. Um þessar mundir halda bréfdúfu- félögin í París 100 ára afmæli. — Á afmælisdaginn var 3.500 dúfum sleppt frá Place du Trocadero í París, en þaðan flugu þær hver heim til sín. Hér sjást nokkrar úr hópnum fljúga yfir líkneski Fochs marskálks, sem er skammt frá Trocadero-torginu. — nvuiv jc.it r ALiLiHitiKI. Unga stúlkan á myndinni er eins og heysáta á milli tveggja asna og veit ekki hvorn hún á að kjósa. Því að þeir eru báðir jafn fallegir þessir smávöxnu asnar frá Ceylon.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.