Fálkinn - 12.12.1952, Síða 12
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952
J AWRENCE fjölskyldan bjó
í stóru húsi rétt utan við
borgina. 'Hr. Lawrence var
mikill að vallarsýn, bæði
hór og gildvaxinn. Hann
var kringluleitur og sibrosandi. Dag
hvern fór hann inn í borgina i bíl
sinum. Þar liafði Iiann skrifstofu og
jorjá ritara. Lawrence græddi mikið
fé og var ánægður. Frú Lawrence
var ljóshærð og toláeyg. Hr. Lawrence
kallaði konu sína kettling og öðrum
gælunöfnum. Frúin var yndisleg og
hafði sjálfstæðar skoðanir. Neglur
hennar voru langar og vel snyrtar.
Flesta daga spilaði hún bridge.
Bob Lawrence var tiu ára. Hann
var nauðalíkur föður sínum. En
minni, sem eðlilegt var. Boh þótti
mjög gaman að iárnbrautarlestuin,
sem gengu fyrir rafmagni. Faðir Iians
hafði látið leggja litla járnbraut í
garðinum, er knúin var rafmagni.
Marigold Lawrence var sjö ára.
Hún liktist móður sinni, en var j)ó
feitlagnari. Hún átti fimmtán brúður.
Hún braut margt.
Þótt menn sæju Lawrence fjölskyld-
una einhvers staðar, var ekki hægt að
sjá neitt sérstakt við hana. Hún var
eins og fólk er flest.
Aðfangadagur jóla var líkur hjá
Lawrence-fjölskyldunni og öðrum
fjölskyldum. Hr. Lawrence kom
snemma heim úr borginni til þess að
taka þátt í jólaundirbúningnum.
Hann torosti mcira en venjulega, gekk
urn með hendurnar i buxnavösunum.
Hann var ihávær og rómsterkur. Hann
var nærri dottinn um hundinn er lá
á gólfinu og mælti: „Gættu að ])ér,
klaufinn".
JÖLAGESTIR
Eftir Daphne du Maurier, höfund „Rebekku“
Frú Lawrence hafði hætt við að
spila bridge þennan dag og hengdi
nú marglit ljósker upp í setustofunni.
í raun og veru vann sonur garðyrkju-
mannsins þetta verk að mestu. Hann
festi upp ljóskerin, en frúin torá um
Iþau mislitum pappír. Hún reykti
vindlinga án afláts. Reykurinn fór
upp í augu drengsins. En hann var
svo kurteis að hann neri þau ekki.
Bob og Marigold hlupu um stofuna
stukku upp á legutoekki og stóla, og
kölluðu hátt: „Hvað fæ ég i jólagjöf?
Fæ ég járnbrautarlest? Fæ ég brúðu?“
Frú Lawrence leiddist að lokum
þetta stagl og sagði: „Ef þið hættið
ékki þessurn gauragangi fáið þið ekk-
ert.“ En hún sagði þetta á l)ann hátt,
að börnin tóku það ekki til greina.
Þau héldu áfram að ólátast.
Það var liðið að háttatima barn-
anna. Frú Lawrence var kölluð í
simann. Hún sagði: „Orr“. Og dreng-
ur garðyrkjumannsins fékk aftur reyk
i augun. Hr. Lawrence tók upp greni-
Hvað er eiginlega um að vera?
spurði Lawrence.
kvist og stakk honum bak við mynd.
Hann blístraði og var glaður í bragði.
Frú Lawrence var eins og grimm-
ur köttur er lnin að fimm mínútum
liðnum kom úr símanum. Augu henn-
ar skutu gneistum og hárið stóð út
í loftið. Hún mælti: „Þetta er næsta
ósvifið.“ Börnunum virtist móðirin
ætla að bresta í grát.
„Hvað er á seyði?“ spurði hr.
Lawrence.
„Það var flóttamannaumboðsmað-
urinn fyrir okkar umdæmi, er ég átti
tal við,“ svaraði frúin. „Þú manst að
ég hefi sagt þér að allt er fullt af
flóttamönnum hér um slóðir. Eg
neyddist til þess eins og aðrir að
skrifa mig á lista yfir þau heimili,
sem taka vilja á móti flóttamönnum,
eða hýsa þá. Eg átti ekki von á að
þetta kæmi til framkvæmda. En nú
er það komið á daginn, að við neyð-
nmst til þess að taka á móti hjónum,
sem koma hingað í kvöld.“
Hr. Lawrence hætti að brosa og
sagði: Ne-he. Þetta er ógerningur að
senda fólk til nianna án fyrirvara.
Hvers vegna sagðirðu ekki umboðs-
manninum að Iþetta væri ekki hægt?“
„Eg sagði honum það. En toann
kvað þetta óhjákvæmilegt, og fólk
yrði að sætta sig við ónæðið. Hann
falaði um „force maieure". En það
skildi ég ekki. En það lét illa í eyr-
um.“
Hr. Lawrence mælti: „Eg hringi
til einhvers af iþeim, sem hafa með
þetta að gera. Og ég mun sjá um að
þessum lögregluþjóni er j)ú talaðir
við, verði sagt upp störfum. Eg fer
inn i toorgina og mun -----“
„Það er gagnslaust," sagði frú
Lawrence.
„Við skulum ekki verða æst. Þú
hefir gleymt því að nú er aðfanga-
dagur jóla, og engan er liægt að finna
á skrifstofunum. Eg þykist viss um
að þessi hjón eru á leið hingað. Við
getum tæplega lokað þau úti. Eg neyð-
ist til að segja þjónustufólkinu þetta.“
„Hvað gera flóttamennirnir?“
spurðu börnin. „Taka þeir dótið okk-
ar? Taka þeir rúmfötin?“
„Bull,“ sagði móðir þeirra. „Verið
ckki með neina vitleysu.“
„Hvar eigum við að koma þeim fyr-
ir?“ spurði hr. Lawrenoe. „Við þurf-
um á öllum herbergjunum að halda
þegar Dalys og Collins koma hingað
á morgun. Þér kemur þó ekki til hug-
ar að við aflýsum boðinu um að j)au
komi?“
„Nei. Þú getur verið rólegur,“ sagði
frúin og bláu augun tindruðu. Það
er góð afsökun að segja að húsið sé
fullt. Nei. Flóttafólkið getur fengið
herbergið yfir bílageymslunni. Þurr-
viðri toefir verið undanfarna daga,
svo að þar getur ekki verið mikill raki.
í herbergi j)essu er rúmstæði, sem
við létum ])angað fyrir skömmu, en
er ónothæft. Fjaðrirnar eru ónýtar.
Til mun vera olíuofn. En um hann veit
þjónustufólkið.“
Hr. Lawrence brosti. Hann mælti:
„Þú hefir bein í nefinu, kona góð. Ef
við verðum ekki fyrir ónæði tel ég
mig þetta engu skipta.“
Hann laut niðui» og lyfti Marigold
upp. „Þetta fólk skal ekki eyðileggja
jólin fyrir okkur, elskan mín,“ sagði
Lawrence við Marigold og lyfti henni
upp undir loft. Stephan skríkti og
hló að iþessari skemmtun,
B’ob sagði: „Marigold er yngri en
ég og hún á ekki að fá leyfi til þess
að hengja upp eins stóran sokk og ég.“
Drengurinn var rjóður af ákafa fyrir
þessu máli.
Hr. Lawrence tók i hár sonar síns
og mælti: „Vertu karlmannlegur og
kurteis, og stríddu ekki systur þinni.
Eg mun gefa þér gjöf, sem er betri
en þær, sem í sokkum finnast."
Bob varð rólegur. „Er það eitthvað
til endurbóta á járnbrautinni minni?“
spurði hann ákafur. Hr. Lawrence
svaraði ekki, en horfði ítoygginn á
son sinn.
Börnin háttuðu. Bob lioppaði í
rúminu og endurtók i sifellu: „Eg fæ
miklu stærri jólagjöf en Marigolda.
Miklu, milklu stærri.“
„Nei, nei, það er ekki satt,“ sagði
Marigold og lá við gráti. „Mín gjöf
er eins góð. Er það ekki satt, pabtoi?"
Hr. Lawrence kallaði á barnfóstr-
una. Hann mælti: „Komið og lítið
eftir börnunum. Gerið þau róleg. Þau
eru alltof æst.“ Hann hló og gekk
niður stigann.
Frú Lawrence mætti honum á miðri
leið. „Þau eru komin,“ sagði hún með
aðvörunarhreim i röddinni.“
„Nú, já, já,“ sagði toann glaðlega.
Hún yppti öxlum og gretti sig.
„Gyðingar,“ sagði liún stuttaralega
og fór inn í barnatoerbergið.
Hr. Lawrence sagði eitthvað, lag-
færði bindið og setti upp svip er
liann áleit viðeigandi gagnvart flótta-
mönnum. Það var sambland af yfir-
drottnun og siðavendni er lýsti á
ásjónu hans. Hann fór út að bíla-
geymslunni, upp stigaræfilinn og upp
á loftið.
„Jæja, ha, ha. Gott kvöld,“ sagði
hann hátt og glaðhlakkalega, er hann
gekk inn i herbergið. „Hafið þið kom-
ið ykkur fyrir?“
„Það var hálfdimmt í herberginu,
þar sem eina rafmagnsperan, sem
])arna var, toafði ekki verið hreinsuð
'í niarga mánuði. Hún liékk úti í horni,
fjarri rúminu, l)orðinu og ofninum.
Flóttamennirnir litu út undan sér, en
sögðu ekkert.
Konan sat við toorðið og var að taka
dót upp úr körfu. Það var franskbrauð
og tvenn toollapör. Maðurinn breiddi
teppi yfir rúmið, og er lir. Lawrence
yrti á hann, rétti hann sig upp og
sneri sér að luisbóndanum. Hann
mælti: „Við erum yður mjpg þakk-
lát.“ Hann endurtók orðin.
Hr. Lawrence hóstaði ofurlítið og
hló lítið eitt.
„O, þetta gerir okkur ekkert ónæði.“
Hann sá að gestirnir voru Gyðingar.
Það var ekki um að villast. Maður-
inn var nefstór, og hörundið gult og
fitumikið. Konan var stóreyg og dökk-
eyg, og hafði svarta bletti undir þeim.
Hún var veikluleg.
„Er það nokkuð, sem yður van-
hagar um?“ spurði Lawrence. Konan
varð fyrir svörum. Hún liristi höfuð-
ið og mælti: „Nei, þakka yður fyrir.
Okkur vantar ekkert. En við erum
mjög þreytt."
Maðurinn mælti: „Alls staðar var
fullt af fólki. Hvergi var húsrúm að
fó. Það var vel gert af yður að skjóta
yfir okkur skjólshúsi.“
„Alls ekki, öðru nær,“ sagði lir„