Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 13

Fálkinn - 12.12.1952, Side 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 **«*^*œ*»*œ*£**«*»*œ*»*œ*^*Æfe*£**tf 9 Lawrence og veifaði með liendinni. „Það var vel farið að við höfðum þetta herbergi aflögu. Ykkur hefir liðið illa undanfarið, býst ég við.“ Þau svöruðu ekki. „Nú, jæja,“ sagði hr. Lawrence. „Ef það er ekki meira, sem ég get gert fyrir ykkur, er best ég fari. Athugið ofninn vel. Lokið honum, ef hann reykir. E-e- ef þið þurfið meiri mat eða fleiri teppi þá getið þið barið á eldlnishurðina og sagt þjónustufólk- inu frá því. Góða nótt!“ „Góða nótt,“ sögðu þau, og konan bætti við: „og gleðileg jól.“ Hr. Lawrance starði út i loftið og ságði: „Já, o, jú — auðvitað. Eg þakka.“ Hann bretti upp jakkakrag- ann á leiðinni til aðal útidyranna. Það var kalt. Frostið var að aukast. Er hann kom inn í forsalinn var hringt til „miðdegisverðar". Dreng- ur garðyrkjumannsins hafði lokið við að skreyta það, sem honum var falið. Frú Lawrence var að blanda hristing við borðið framan við arininn. „Flýttu þér,“ kallaði frúin yfir öxl sína. „Maturinn kólnar að öðrum kosti. Eg liata hálfkalda andasteik.“ „Eru börnin sofandi?“ spurði hr. Lawrence. „Ekki býst ég við því,“ svaraði frú- in. „Það er svo erfitt að fá þau í svefn að þessu sinni. Eg gaf þeim súkkulaði og bað þau að vera róleg. Viltu fá eitt glas?“ Síðar um kvöldið, er hjónin ætluðu að fara að hátta, stakk hr. Lawrence höfðinu út úr baðherbergisdyrunum og var með tannbursta í hendinni. Ilann mælti: „Konan ókunna bauð mér gleðileg jól. Það var fyndið. Eg hefi aldrei heyrt að Gyðingar héldu jólin hátíðleg.“ „Hún veit, að líkindum, ekki hvað meint er með því,“ sagði frú Law- rence. Hún var að smyrja andlit sitt, sem var bústið og sællegt. Ljósin voru smám saman slökkt í húsinu. Lawrence-fjölskyldan sofn- aði. Úti var heiðskir himinn og stjörn- urnar tindruðu. En í litla herberginu yfir bílageymslunni lifði á daufri peru. „Viltu sjá. Eg hcfi fengið nýjan rafvagn við járnbrautarlestina mína og flugvél,“ hrópaði Bob. „Sjáðu skrúf- una!“ „Hefi ég lika fengið tvær gjafir frá pabba?“ spurði Marigold og skoðaði bögglana, sem lágu ofan á sænginni liennar. Hún tók stóra brúðu úr ein- um bögglinum og lét hana til hliðar við sig. „Ungfrú!" æpti stelpan til barnfóstrunnar. „Hvar er hin gjöfin frá pa'bba til mín?“ „Það er gott að þú færð minna en ég,“ sagði Bob. „Þú ert svo heimtu- frek. Líttu á hvað ég fékk.“ „Eg skal brjóta þessa fyrirlitlegu flugvél þina,“ sagði Marigold og fór að gráta. „Þið mcgið ekki gráta á jóladaginn," sagði barnfóstran og tók litla öskju úr umbúðunum. „Sjáðu, Marigold. Ilvað áliturðu að þetta sé?“ Marigold opnaði öskjuna og tók skínandi men eða hálsband upp úr lienni. „Eg er kóngsdóttir," sagði hún. Bob sendi henni hornauga með lít- ilsvirðingu. „Hálsbandið er lítið,“ sagði hann. Á neðri liæðinni voru þau herra Lawrence og frú að drekka morgun- teið. Gluggaskýlurnar voru undnar upp, rafstraum hleypt á ofnana. Sól- skinið flæddi inn i húsið. Gjafa- bögglum hafði ekki enn verið útbýtt. Anna, stofuþernan, hafði fréttir að færa. „Eg skil ekki þetta,“ sagði hr. Lawrence. „Það er ómögulegt.“ „Eg skil það vel. Það er táknrænt fyrir þetta fólk,“ sagði frú Lawrence. „Þessi flóttamannaumboðsmaður skal fá ofanígjöf hjá mér,“ sagði h'r. Lawrence. „Það er ekki víst að honum hafi verið kunnugt um þetta,“ sagði frú- in. „Þau hafa engan látið vita það. Við getum ekki haft þau hér. Við höfum engan til þess að gæta kon- unnar.“ Hr. Lawrence mælti: „Við liringj- um á sjúkrabílinn og biðjum að flytja þau burt. Mér virtist konan eitthvað undarleg í framan. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hana við þess- ar kringumStæður." „O, þvílíkar konur fæða börn eins og að drekka vatn,“ sagði frúin. „Þær finna ekki neinn sársauka. En mér þykir vænt um að þetta gerðist í bílageymslunni, en ekki í húsinu. Anna, kallaði frú Lawrence. Segðu barnfóstrunni að láta börnin ekki koma nálægt bílageymslunni fyrr en sjúkrabíllinn er kominn.“ Svo fóru lijónin að fást við bréfin og gjafabögglana. „Við höfum þó, að minnsta kosti, skemmtilega sögu til þess að segja gestunum," mælti lir. Lawrence. „Hún þykir góð með kalkúnasteikinni og plómubúðingnum." Er þau liöfðu lokið morgunverði og klætt sig í viðhafnarföt, og börn- in sýnt þeim gjafirnar, er þau fengu, fóru hjónin til bílageymslunnar til þess að ráðstafa flóttafólkinu. Börn- in höfðu verið scnd upp i barnaher- bergið. Þar áttu þau að leika sér að gjöfunum. Þegar hjónin komu að bílageymsl- unni var þar allmargt þjónustuliðs- ins samankomið og talaði saman í ákafa. Þarna voru eldhússtúlka, þjónn, stofuþerna og bilstjóri. Ennfremur drengur garðyrkjumannsins. „Hvað gengur hér á?“ spurði hr. Lawrence. „Þau eru farin,“ sagði bílstjórinn. „Hvað segið þér? Farin!“ Maðurinn fór út á meðan við vor- um að borða og náði í leigubíl. Hann og bílstjórinn báru konuna inn í bil- inn. Maðurinn talaði ekkert við okk- ur um þetta.“ Eldhússtúlkan sagði: „Maðurinn spurði hvort sjúkrahús væri hér í grenndinni. Við sögðum lionum að sjúkrahús fyrir Gyðinga væri rétt ut- an við borgina,“ sagði bílstjórinn. „Hann kvaðst harma það að hafa gert okluir svo mikið ónæði, sem raun 'bar vitni. Hann var mjög þákklátur.“ „Við sáum litla barnið," sagði stofuþernan. „Já,“ mælti eldhússtúlkan. „Hann var líluir föður sinum. Ekta Gyðing- ur eins og hann.“ Svo hlógu allir og góndu hverjir á aðra. „Já, já,“ sagði lir. Lawrence. „Við getum þá liklega ekki gert meira fyr- ir þetta fólk.“ Þjónustufólkið fór inn i ibúðarhús- ið. Nóg var að gera. Gestir væntan- legir, og klukkan tiu. „Við skulum athuga herbergið," sagði hr. Lawrence og kinkaði kolli að bílageymslunni. Frúin gretti sig en fylgdi þó manni sinum. Þau gengu upp hinn hrörlega stiga. Allt var í röð og reglu í litla, dimma herberginu á loftinu. Rúmið stóð upp við vegginn, ábreiðan vel saman brot- in og lá við fótagaflinn. Borð og stólar voru á sínum stað. Glugginn hafði verið opnaður til þess að hleypa inn góðu lofti. Ofninn var lokaður. Á gólfinu hjá rúminu stóð vatns- glas. Hjónin sögðu ekkert. Þau gengu heim að ibúðarhúsinu og fóru inn í setustofuna. Hr. Lawrence gekk út að glugganum og horfði út í garðinn. Hann sá járnbraut Bobs i horni garðs- ins. Frúin opnaði höggul, sem hún hafði ekki fyrr komið auga á. Hún mælti: „Ætlarðu ekki að leika golf? Þarftu ekki að hitta félagana?“ Hr. Lawrencc settist við gluggann. Hann svaraði: „Eg liefi ekki löngun til þess. Eg er ekki í jólaskapi. Eg er allmáttfarinn. Þau sáu í gegnum dyrnar að verið var að dúka borðið i borðstofunni, og láta á það matar- áhöld. Skreytingin var falleg. Blóm- vendir voru á borðinu. „Eg veit ekki hvað við hefðum get- að gert meira,“ sagði frúin skyndi- lega. Hr. Lawrence svaraði ekki. Hann stóð á fætur og gekk fram og aftur um gólfið. Frúin festi grenikvist að baki myndar einnar. Hún mælti: „Þau báðu ekki um neitt. Maðurinn hefði látið okkur vita hefði þau vantað eitt- hvað, eða konan eða barnið verið mikið veik. Eg cr viss um al þeim líður vcl. Þau eru af harð.engnum kynstofni." Hr. Lawrence tók vindil, en kveikti ekki í honum. Frúin sagði: „Þeim mun líða betur í Gyðingasjúkrahúsinu en hér. Þar fá þau nauðsynlega hjúkrun. Hér var ekki hægt að lijúkra konunni. Þau fóru i flýti, og við gátum því ekki boðið þeim neitt.“ Hr. Lawrence tók bók, opnaði hana, en lokaði henni þegar. Frúin lagaði beltið á kjólnum sinum. Hún mælti: „Eg fer auðvitað og spyr um liðan þeirra, tek með mér ávexti og fleira. Ef til vill ullarnærföt. Svo spyr ég hvort þau vanti nokkuð4. Eg fer þang- að i dag. En fyrst verð ég að fylgja börnunum i kirkju." * Dyrnar voru opnaðar. Börnin komu. Marigold dansaði af ánægju. Hún sagði: „Flýttu þér, mammá, annars komum við of seint. Það er svo gam- an að sjá fólkið. Það er svo margt. „Eg vona að sungnir verði sjálmar um englana," sagði Bob. „Við höfum lært þá í skólanum. Eg þarf ekki að líta á bókina. Hvers vegna fæddist Jesú í fjárliúsi, pabbi?“ „Það var ekki rúm i gestaherberg- inu,“ sagði hr. Lawrence. „Voru þau flóttafólk?" spurði Marigold. Spurningunni var ekki svarað þeg- ar í stað. Þá stóð frú Lawrence upp, gekk að speglinum og hagræddi hárinu. Hún mælti: „Þú mátt ekki spyrja svona heimskulega, vinur minn.“ Hr. Lawrence opnaði gluggann. Hann heyrði klukknahljóminn. Sólin skein á frosinn snjóinn. Hann glitr- aði sem silfur. Hr. Lawrence var skritinn á svip. Hann mælti: „Eg vildi óska. Eg vildi óska.“ Meira sagði hann ekki, því að hann sá tvo híla koma. Það voru fjölskyldurnar Daly og Collins, sem óku i gegnum liliðið og upp að húsinu. Börnin hlupu hrifin og fagnandi út á tröppurnar og hrópuðu: „Gleðileg jól! Gleðileg jól!“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.