Fálkinn - 12.12.1952, Síða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^*^*^*^*^*^*^*^^^*^*^*^*^*^*^*^ H
ferðarbyrjun norður í land haustið
1932, er hann hélt af stað úr Reykja-
dk á 4. cyl. Chevrolet, daginn eftir
„stólfótabardagann" við Templara-
húsið, eða nánar tiltekið 11. nóv.
Hann hafði komið að norðan tveim
ilögum áður og lék þá allt i lyndi.
En nóttina áður en haldið var af stað
norður hafði hellirignt, svo að allar
ar i Kjós og Hvalfirði, sem þá voru
nbrúaðar, urðu illfœrar eða ófærar.
Þetta var annað árið sem ekið var
fyrir Hvalfjarðarbotn, og brýr hvergi
komnar nema á Brynjudalsá og
Botnsá. En árnar voru ekki einu tor-
færurnar. Víða vorti skriðuhlaup yfir
veginn og annars staðar kafhlaup.
Einu sinni bilaði „tjakkurinn" þegar
verið var að nota hann til að koma
bílnum uppúr, stundum voru júffertur
fengnar að láni, auk manna, til að
koma bifreiðinni uppúr. — Þeir voru
þrír saman í bílnum, félagarnir, og
höfðu nokkurn varning meðferðis, en
fljótlega var séð að nógu erfitt mundi
að komast áfram flutningslaus, svo að
farmurinn var seldur uppi i Hvalfirði,
upp á, væntanlegt samþykki eigenda.
Þar á meðal var sykur, sem vitanlega
hefði eyðilagst ef hann hefði verið
skilinn eftir við veginn.
Ofsaveður og rigning var lengst af
tímanum en hitt var þó verra live
vegirnir liöfðu spillst. Má taka það
til marks að þeir félagar voru fjóra
daga að komast upp að Grund í
Skorradal. Aðra nótt ferðarinnar gistu
þeir á Þyrli, þriðju á Ferstiklu á
Ilvalfjarðarströnd og fjórðu á Grund.
— Guðmundur man hvert atvik ferð-
arinnar iið fyrir iið og lýsir þeim
skemmtilega og fjörlega eins og hon-
um er tamt, og væri freistandi að
rekja þá sögu hér, en rúmið leyfir
það ekki. — En eftir að hafa heyrt
liana má til sanns vegar færa, það
sem Guðmundur segir í sögulokin:
Það getur verið auðveldara að kom-
ast yfir hálendið um hávetur en upp
í Skorradal að haustlagi.
Vitanlega reynir oft á þolinmæði
og þrautseigju i vetrarferðum, jafnvel
þó að snjóbíllinn sé kynjatæki og all-
ur útbúnaður sé i fyllsta lagi. En
Guðmundi hefir aldrei miðað jafn
lítið áfram í vetrarferðum sínum og
honum gerði í áðurnefndri ferð sinni
upp í Skorradal.
Hvort sem það er bifreið, liestar
eða fæturnir, sem treyst er á i ferða-
lögum varðar undirbúningurinn
sjálfur mestu máli. Og vafalaust
liefir það orðið áffarásælast í öllum
ferðum Guðmundar að hann vandaði
jafnan vel til undirbúningsins. Og
svo er liann gæddur því skapi, að
hann tekur mótlætinu með þolinmæði
ef það kemur og lítur björtum augum
á hlutina. Það er prédikað fyrir ferða-
fólki að gott skap sé ekki siður nauð-
synlegt í ferðalag en nestið, skórnir
og hlífðarfötin, og reynslan sannar
að sú prédikun er sist óþörf.
En nú skal vikið að aðalefninu og
fer hér á eftir frásögn Sigurðar
Heigasonar af vetrarferðinni norður:
Ferðalag þvert yfir landið
með snjóbílnum.
Talsverður undirbúningur var vi'ð-
hafður fyrir ferðina og öfluðum við
okkur allra nauðsynlegra hluta i
ferðalag sem þetta, um hávetur. Næg-
ar matarbirgðir voru hafðar með, og
])að þótt við hefðum orðið að dveljast
allt að viku til tíu dögum einangr-
aðir í óbyggðunum. Þá höfðum við
einnig með okkur svefnpoka, skiði
og skíðasleða til dráttar ef til þess
kæmi að við þyrftum að yfirgefa bíl-
inn einhverra hluta vegna. I bílnum
var einnig áttaviti, hæðarmæiir og
loftvog.
Þá má geta þéss að snjóbillinn hefir
talstöð og getur haft samband við
Gufunes, Hornafjörð og Hrútafjörð.
Því miður reyndist talstöðin okkar
ekki óbrigðul. Oft var erfitt að ná
sambandi og má geta þess að við
náðum aðeins sambandi við Gufu-
nes, aldrei við hinar stöðvarnar. Yið
Gufunes náðist aðeins samband um
það bil í einni af hverjum 3 eða
4 tiiraunum sem gerð var til að ná
sambandi við stöðina.
I ferðinni tóku þátt þessir menn:
Sigurður Helgason, Guðmundur Jónas-
son, Árni Oddsson og Magnús Jó-
hannsson. Guðmundur var liinn
reyndi ferðamaður og snjóbílsstjóri,
Magnús er útvarpsvirki og kvikmynda-
tökumaður, og hafði hann tveim
hlutverkum að gegna aðallega.
Farið var frá Lögbergi árla dags
28. febrúar. Veður var liið ákjósan-
legasta alian þann dag. Farið var
sem leið liggur frá Lækjarbotnum
um Mosfellsheiði norðan Iíárastaða
og sunnan Ármannsfells. Öxará rann
öll ofan á ís og þótti okkur heldur
byrja iila því búast mátti við að fleiri
ár og vötn yrðu erfið viðureignar.
Frá Bolabási var lialdið sunnan
Skjaldbreiðar og sem leið liggur
sunnan Hlöðufells og alla leið að
sæluhúsi Ferðafélags íslands við
Hagavatn. Á þeirri leið urðu nokkr-
ar tafir og þá sérstaklega rétt áður
en komið var að Hagavatni. Tafir
þessar orsökuðust af bleytu og krapi
sem var erfitt viðureignar og gjalda
varð varhug við.
Frá Hagavatni var haklið laust eftir
hádegi norður, vestan til við austasta
hnjúk Jarlhettna, og þaðan að Hvítár-
vatni. Er nálgaðist Hvítárvatn varð
Ijóst að þar var mikið krap og lentum
við i nokkrum töfum við ár og læki
er runnu ofan á á þeirri leið. Var
ætlunin að keyra beint yfir Hvitár-
vatn en vegna krapsins urðtmi við
að fara yfir brúna á Hvítá. Þaðan
var haldið að sæluhúsi Ferðafélags-
ins við Hvítárnes, og virtist állt vera
þar í góðu lagi. Veður þennan dag
var hið besta, heiðríkt og logn að
miklu leyti. Er komið var i Hvítárnes
hvessti snögglega af norðri og fylgdi
því mikill skafrenningur, sem orsak-
aði talsverða blindu.
Frá Hvítárvatni var haldið að
Hveravöllum og gekk sú ferð vel að
því undantekriu að erfiðleikar voru
áframltaldandi vegna kraps og bleytu.
Sömuleiðis var ekki hægt að fara
hratt yfir vegna skafbylsins, sem skall
á okkur í Iívítárnesi.
Er kontið var að Hveravöllum um
kl. 6.30 var tekið að dimma og eins
og áður segir harður skafbylur á. Að-
komán þar var góð að undanteknu
þvi að enginn hiti var i húsinu, eða
réttara sagt mjög takmarkaður hiti.
Athuguðum við af hverju þetta staf-
aði og gátum lítillega lagfært það um
kvöldið. Gistum við á Hveravöllum
þá nótt og höfðum þar viðstöðu allan
næsta dag vegna snjónmggu sem
gerði það að verkum að útsýni var
aðeins 20—30 metrar. Vegna reynslu
okkar af bleytu og krapi fyrri dag-
inn þótti okkur ekki ráðlegt að halda
áfram undir slíkum kringumstæðum.
Þann dag notuðum við til þess að
hreinsa ofninn i vatnskassanum úti,
en á ofninn hafði sest liveraleðja,
sem einangraði hann algerlega þann-
ig að vatnið í kerfinu liitnaði svo að
segja ekki neitt. Má gera ráð fyrir
að frosið hefði á kerfinu ef við hefð-
um ekki komið á þessum tíma. Fórum
við litillega á skiði um nágrennið
þennan dag þar sem fyrirsjáanlegt
var að ekki yrði lialdið áfram.
1. mars rann upp með norðan og
norðaustan stinningskalda og tals-
verðum skafbyl, en heiðríkt var. Var
afráðið að halda áfram þrátt fyrir
talsverða blindu af völdum skaf-
renningsins, og þá farið sem leið
liggur austur á bóginn og tekin stefna
á Sátu sem er norðan til i Hofsjökli.
Allar ár og lækir á þeirri leið voru
á ís og urðu engar tafir af þeim sök-
um. Hins vegar virtist okkur snjólítið
víða og melir víða upp úr strax og
komist var austur fyrir Blöndu. Þegar
á jökulinn kom var þar talsvert meiri
skafrenningur en niðri á jafnsléttu
og íór svo að við urðum að fara niður
af jöklinum, þó ætlun okkar hafi verið
að fara lengri leið þar uppi. Veður-
hæðin var meiri á jöklinum, en hins
vegar færi mjög gott, slétt yfirleitt og
hefðum getað náð þar töluvert mikl-
ura liraða ef ekki hefði verið skaf-
renningur. Á jöklinum komumst við
mest í um 12 hundruð metra hæð.
Þegar niður á jafnsléttu kom var gott
veður, og hélst það þar til við konmm
að Laugarfelli í sæluliús Ferðafélags
Akureyringa. Er það prýðilegt hús,
nýlegt og vistlegt, en ekki hefir enn
verið lagt hit'akerfi i liúsið, sem vænt-
anlega verður þó gert þar sem heitir
liverir eru við bæjardyrnar.
Ferðin frá Hveravöllum að Laugar-
felli hafði tekið okkur um 5 klukku-
stundir. En í Laugarfell kom versn-
aði veðrið aftur og gerði norðaustan
skafrenning sem byrgði mjög útsýni
og hlaut að tefja för okkar. Afráðið
var þó að halda norður á bóginn og
freista að komast lil byggða þann
Hvítárvellir. í miðri baksýn sést í Skriðjökulinn niður í Hvítárvatn og skriðufell.