Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 25
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 21
s'kipti, og fór því að tala um annað.
„Hvað er ég annars að vola! Mig lang-
ar til þess að heyra um þig, Sigrid, og
söngförina þína. Ætlar þú að fara til
New York?“
Hún brosti, stóð á fætur og leit á
armbandsúrið. „Eg má ekki vera að
því að segja þér frá því núna. En ég
ætla að koma seinna.“
Hún kyssti mig á kinnina og fór.
UM KVÖLDIÐ sat Phil hjá mér meðan
pabbi og manna fóru á hljómleikana.
Þegar þau komu aftur, var Sigrid í
fylgd með þeim. Phil stóð eins og
steingervingur og einblíndi á hana.
Hún var i fallega bláum kjól með perl-
ur i hárinu og á eyrunum.
Mamma sagði full lirifningar: „Iíat-
hie, Sigrid var dásamleg!"
Hún sagði þetta svo innilega, að
Sigrid fór að hlæja og andrúmsloftið
varð léttara. Pliil jafnaði sig aftur.
Það liafði atvikast þannig, að Sig-
rid átti ekki að syngja næst fyrr en
eftir viku, og luin ætlaði að dveljast
i Shawport til þess tima. Mamma bauð
henni að flytja sig af gistihúsinu og
til okkar, en hún afþakkaði boðið.
Hún yrði að lifa svo reglubundnu lífi
við æfingar, að hún væri tæplega í
húsum hæf. En hún kvaðst með
ánægju mundu heimsækja okkur eins
oft og lnin gæti.
Og hún efndi heit sitt. Hún kom á
morgnanna og borðaði morgunverð
mér til samlætis. Um miðjan daginn
fór hún á gisti'húsið til þess að hvíla
sig, en kom aftur kl. 4 og dvaldist hjá
mér fram yfir kvöldmat. Hún var
þannig lijá mér öllum stundum að
lieita má.
Og sama var að segja um Phil. Hann
var allur annar maður. Kátur og fjör-
ugur. Eg tók ifyrst eftir því, þegar
liann kom hlaupandi inn til mín og
blístraði fjörugt lag. Von var á Sigrid
á hverri stundu. Það skein eftirvænt-
ing úr augum hans. „Þú litur dásam-
lega út, Kathie!“ sagði hann. „Sigrid
hefir verið sem engil! af himnum
sendur.“
Hann kyssti mig ekki — snerti mig
ekki einu sinni. í fyrsta skipti um
langan tíma þráði ég varir hans og
hendur. En ég gat ekki komið upp
einu orði eða látið óskir minar i !jós
á annan hátt. Eg lét augnalokin síga
til þess að ifela tárin. Eg vissi 'hver
ástæðan var. Hann var ekki maðurinn
minn lengtir. Eg hafði aðeins verið
konan hans í fimm daga og fimm næt-
ur. Siðan hafði ég aðeins verið hon-
um ábyrgðarauki. Hve lengi skyldi
ástin vara við slíkar aðstæður yfir-
leitt? Hvenær snýst hún upp i með-
aumkun, og hvenær leysir fullkomið
skeytingarleysi meðaumkvunina af
hólmi?
Sigrid kom inn — brosandi að venju,
og lifsgleðin leiftraði úr ásjónu henn-
ar. Nærvera hennar breytti öllu.
Hugsunin kom óboðin: Sigrid og
Phil! Hafði ég gert stóra skyssu? —
Hvers vegna gaf ég þeim svona mörg
tækifæri til þess að hittast? Sigrid,
sem þráði ástina, og Phil, sem var
niðurbrotinn af byrði sinni i lífinu.
Hvað var eðlillegra en að þau eygðu
sameiginlega lausn á lífsvanda sínum
og blásið væri að glæðum vonadrauma
þeirra og ástarþarfar, þegar þau liitt-
ust svo oft?
Mér varð litið á broshýr og glaðleg
andlitin til skiptis. Eg heyrði varla það
sem Sigrid sagði. „Kathie, ég hefi ó-
væntar fréttir‘!‘ Hún virtist ekki taka
eftir því, hve fjarhuga ég var. „Pliil
segir, að ég liafi fengið leyfi til þess
■
■; .
.
HehH
■
wÉÍésSj.
lÍIIÍiiíSÍi:
■ | S/s ' '' J
■ :
....:...
.
iiliifi
'
að syngja fyrir ])ig i kvöld í útvarpið,
sem hann vinnur við.“
Eg varð frá mér numin af fögnuði.
„Dásamlegt!“ hrópaði ég. Hún gat ekki
vitað, að það var ekki aðeins væntan-
legur söngur hennar, sem gladdi mig,
heldur var fyrirheitið tákn vináttu
hennar og hollustu.
Hún sagði: „Eg get aðeins staðið
stutt við núna, því að ég þarf að æfa
með undirleikaranum mínum. — Mig
langaði aðeins til þess að vita, hvernig
þér geðjast að lögunum, sem ég hefi
valið. Það er syrpa af norskum þjóð-
lögum, og sjáðu — — ég hefi þýtt
textana á ensku fyrir þig.“
Tárin komu aftur fram í augun á
mér og ég reyndi ekki að leyna þeim.
„Nú getum við ekki verið lengur,“
sagði hún og klappaði mér á handar-
bakið, „Komdu Phil, annars verður
ekkert úr því, að ég syngi í útvarpið.“
Hún fór burtu, og Phil bókstaflega
hljóp á eftir lienni. „Mundu, að út-
varpið er kl. átta,“ sagði hann, um leið
og hann skaust út.
Eftir kvöldmat hagræddi Andy mér i
rúminu og hlóð að mér koddum. Síð-
an varð ég ein í herberginu. Eg las
þýðingar Sigrid margoft og kunni þær
orðið utan að. Eg beið óþreyjufull
þangað til klukkuna vantaði eina mín-
útu i átta. Þá stillti ég viðtækið inn
á stöðina og heyrði þulinn segja: „Oss
er það mikil ánægja að geta boðið
hlustendum að hlýða á söng norsku
sópransöngkontinnar Sigrid Ericson.“
Sigrid hóf sönginn. Hljómurinn var
silfurtær og fagur. Að söngnum lokn-
um sagði hún: „Eg hefi sungið hér í
kvöld fyrir góða vinkonu, Katherine
Noell Armstrong."
Eg var svo þreytt eftir eftirvæntingu
og skemmtun kvöldisins, að ég sofn-
aði án þess að bíða eftir Phil. Söngv-
ar Sigrid flugu um huga miiin, er ég
leið yfir í heim svefnsins. En svo glað-
vaknaði ég allt i einu. „Iivenær höfðu
Sigrid og Phil afráðið, að hún skyldi
syngja í útvarpið? Hvenær og hvar
höfðu þau undirbúið éfnisskrána og
æft hana? Hve oft liöfðu þau hitst
utan heimkynna okkar?“
Eg beit fast í neðri vörina: „Nei,
nei, nei! Hugsaði ég. „Sigrid er vin-
kona mín! Phil er maðurinn minn!
Eg get ekki ætlað þeim neitt slíkt!“
Eg heyrði, að Phil kom löngu seinna
en ég kallaði ekki á hann. Eg var dauð-
uppgefin, er ég loksins sofnaði óvær-
um svefni.
Eg svaf lcngi fram eftir morguninn
eftir og varð þess vegna af uppliring-
ingu Sigrid. Hún hafði hringt til þess
að láta vita, að hún þyrfti að fara
burt undir eins. Það. hefðu komið ó-
vænt skilaboð um söngskemmtun, sem
hún yrði að halda.
Þó að ég vissi, að brottför hennar
yrði til þess að valda mér söknuði
þá glöddu þessi skilaboð ntig. Ef til
vill mundu Phil og hún gleyma livort
öðru.
Svo hófst gamla sagan á nýjan leik.
Að vísu ekki alveg strax, því að Phil
var ræðinn við mig fyrst í stað og
skemmtinn, og ég var alls ekki ósann-
gjörn við heimilisfólkið. Glaðværð Sig-
rid lifði ennþá á heimilinu, en svo
dvínaði sá heimilisbragur smátt og
smátt. Þögnin og örvæntingin seig á
með vaxandi þunga.
Vorið þokaði fyrir sumrinu og það
varð heitt í veðri. Mamma var þreytu-
leg og greinilega ekki vel hraust. Eg
reyndi að lyfta mér upp úr volæðinu
og telja pabba á að fara með hana á
hótel upp til fjalla eða fram til strand-
ar, þar sem hún gæti notið heilnæms
loftslags.
Phil og Andy studdu mig, svo að
foreldrar mínir samþykktu hugmynd-
ina, og fóru til Maine. Phil sagðist hafa
minna að gera á útvarpsstöðinni á
sumrin en á veturna, svo að hann gæti
gefið sig meira að mér. Ef eitthvað
færi úr skorðum, ætluðu Andy og hann
að gera pabba og mömmu boð.
Það var einn morgun, er Andy kom
með morgunverðinn inn til mín, að
hún varþögulli og alvarlegri en venju-
lega. Bkki svo að skilja, að ég veitti
því nokkra minnstu athygli. Eg var
sjálf svo niðursokkinn í eymd mína.
Eg tók blaðið, sem fylgdi með á bakk-
anum, leit flausturslega yfir forsíðu-
fréttirnar, sem voru löngu hættar að
skipta mig nokkru máli. Shawport var
orðin mér ókunnug borg. Eg var í
þann veginn að leggja frá mér blaðið,
er mér varð ilitið á litla klausu neðan
til á blaðsiðu. „Trúarlækni verður vel
ágengt í Shawport". Eg fór að lesa: