Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 35

Fálkinn - 12.12.1952, Side 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^*^*^*^*^*^*;^*^*^*^*^*^*^*^*^*^ 31 Hver aí hinum níu? Ungversk jólasaga eftir Maurus Jokai. "pINU SINN'I var fátækur skósmið- *-* ur, sem átti heima í Budapest. Ilann var svo fátækur að honum var erfitt að liafa til hnífs og skeiðar. Ekki af því að fólk hætti allt í einu að ganga á skóm eða að bæjarstjórn- in hefði fyrirskipað að selja skósól- un fyrir hálft verð. Og ekki heldur vegna þess að hann væri ekki dug- legur og ástundunarsamur. Þvert á móti, þessi heiðursmaður vandaði svo vei viiinu sína að skiptavinirnir kvört- uðu beinlínis yfir því að skórnir hans væru óslítandi. Hann hafði nóga skiptavini og jieir borguðu vel og stundvíslega. Ekki einn einasti hafði horfið án Jiess að borga. Og samt hafði Jón skóari ekki ofan í sig. Meiningin málsins var sú að góður guð hafði gefið lionum of mikið barnalán. Hann átti níu börn og þau voru öll Ijómandi vel hraust. En svo dó kona Jóns einn góðan veðurdag — eins og hann hefði ekki haft nógar áhyggjur áður. Og nú stóð hann einn uppi með níu börn. Tvö —þrjú af þeim gengu í skóla, tveir drengirnir lærðu skósmíði. Einn króg- inn var ekki kominn af höndunum, annar þurfti að fá grautinn sinn, þriðja þurfti að klæða og þeim fjórða þurfti að þvo. Og í ofanálag varð Jón að vinna fyrir mat handa öllum ])ess- um hóp. í sannleika, bræður, erfitt hlutverk — reynið 'þið sjálfir ef þið efist! Þcgar þeir þurftu skó varð hann að smíða niu pör i einu, ]>egar þeir þurftu brauð varð hann að skera níu sneiðar í einu. Þegar búa þurfti um rúmin varð öll stofan, utan frá dyr- um og inn að glugga full af eintómum smáhausum, ljósum og dökkum. — Drottinn minn góður, mikla blessun hefir þú veitt mér, andvarp- aði skóarinn góði oft ])egar hann sat við leistinn sinn fram yfir miðnætti og lét hamarinn ganga á plukkunum til að geta mettað alla munnana. Við og við stansaði hann og sussaði á einhvern, sem lét illa í svefni, þeir voru níu krógarnir, þetta var falleg og góð lala. En, guði sé lof, ennþá var ekki ástæða til að kvarta, þvi að allir níu voru heilsugóðir, fallegir og vel uppaldir krakkar, með stál- hraustan maga. Það var betra að þurfa níu brauðsneiðar en eitt meðalaglas. Heldur níu hlið við hlið og meðfram öllum veggjum en að bera þyrfti einn út í kistu. En ekkert var fjær börn- um Jóns skóara en dauðinn. Ilann hal'ði þegar lesið það í bók örlag- anna að allir níu mundu ryðja sér braut i lifinu, og að enginn þeirra mundi þurfa að rýma til fyrir öðr- um. Hvorki regn, snjór eða þurrt brauð mundi vinna þeim mein. Það var aðfangadagskvöld og Jón skóari kom seint heim úr öllum úl- réttingunum. Hann hafði skilað öll- um skónum sem hann hafði lokið við og náð i nokkra skildinga til að kaupa mat fyrir og borga ýmislegt með. — Hann flýtti sér heim cn gat ekki kom- ist hjá að líta í búðargluggana sem voru á hverju götuhorni, fulla af litl- um lömbum úr gulli og silfri, og syk- urdýrum, sem gömlu konurnar seldu úr kerrunum sínum, — gjafir, sem voru hentugar handa góðum og þæg- um börnum. Jón skóari nam staðar við cina kerruna .... Kannske hann ætti að kaupa eitthvað .... En hvað? Og handa þeiip öllum niu? Það mundi kosta langtum of mikið. En þá aðeins handa éinum? Og vekja öfund lijá öllum hinum. Nei, liann ætlaði að gefa þeim annars konar jólagjöf, góða og fallega gjöf, sem aldrei mundi brotna og aldrei hægt að slíta, og sem allir níu gætu glaðst yfir í sam- einingu. — Jæja, börn! Einn, tveir, þrír, fjórir .... eruð þið hérna allir, krakkar? sagði liann. — Vitið þið að jólakvöldið er núna? Fridagur, gleði- dagur! í kvöld eigum við ekki að vinna. en allir eiga að vera glaðir. Börnin voru glöð að heyra að þau ættu að fá að leika sér. Svo glöð, að það var líkast og þakið ætlaði að verða uppnumið af húsinu. — Nei, bíðið þið nú lv.eg! Nú ætla ég að vita hvort ég get kennt ykkur fallegt lag, sem ég kann. Ljómandi fallegt lag. Eg hefi geymt þetta lag og ætla að gefa ykkur það i jóla- gjöf. Litlu krakkarnir komu skríðandi upp á linén á pabba sínum og upp á axlir og biðu fallega lagsins með ó- þreyju. — Heyrið þið ekki hvað ég sagði. Ekki nema þið séuð þæg börn .... standið þið nú fallega í röð .... svona, já .... þau stóðu þarna og þau litlu fyrir framan. Ilann raðaði þeim i röð eins og orgelpípunl en þau minnstu tvö tók hann i fangið. — Kyrr nú! Fyrst ætla ég að syngja allt lagið, og svo takið þið undir á eftir. Jón skóari tók ofan grænu húf- una, var hátíðlegur á svipinn og fór að syngja: „Heims um ból, lvelg eru jól ....“ Stóru drengirnir og telpurnar lærðu lagið er þau höfðu heyrt það einu sinni, en þeim litlu gekk erfiðar. Þau sungu alltaf í annarri tóntegund og öðrum takt. En eftir nokkra bið höfðu þau öll lagið. Og var nokkuð til, sem gat glatt hjartað meira en að heyra ]>essar mjóu raddir syngja fallega lag- ið um jólanóttina? Vafalaust var gleði á himnum yfir þessum söng. En það var minna um gleði beint fyrir ofan þau. Þar 'bjó piparsveinn aleinn í niu herbergja íbúð. Hann sat í einni stofunni, svaf i annarri, reykti í þeirri þriðju, át miðdegisverð í þeirri fjórðu, og hver veit hvað hann gerði í öllum hinum? Þessi maður átti hvorki konu né börn, en fleiri peninga en liann gat talið. Og þegar maðurinn sat í áttundu stofunni þetta kvöld, var hann að hugsa um hvers vegna lífið væri orðið svona tómlegt. Ilvers vegna dreymdi hann ekki vel i mjúka rúm- inu sinu? Þá heyrðist jólasöngurinn neðan úr stofu Jóns skóara, fyrst veikt en svo Iiærra og hærra. í fyrstu reyndi hann ekki að hlusta —- hann bjóst við að þetta mundi þagna fljót- lega. En þegar Jón byrjaði aftur og aftur gat Jiinn ekki lengur á sér setið og slökkti í dýra vindlinum sínum og fór á sloppnum niður til skóarans. Þau liöfðu einmitt endað versið, þegar hann kom' inn. Jón skóari stóð upp af kollustólnum og heilsaði fína manninum kurteislega. — Ert þú Jón skóari? spurði ríki maðurinn. — Já, það er ég, háttvirti herra. — Ætlið þér að panta hjá mér lakk- skó? — Eg er ekki kominn i þeim erind- um. Þú átl mörg börn, sé ég. — Já, það á ég, smá og stór. Marga munna að metta. — Og enn fleiri eru munnarnir þeg- ar þau syngja! Heyrðu meistari Jón — ég hefði gainan af að gera þér ein- livern greiða. Gefðu mér einn af krökk unum þínuni. Eg geri það að kjör- barni minu, el drenginn upp eins og liann væri minn eigin sonur, fer með liann i ferðalög til útlanda og geri liann að fínum manni. Og einhvern tíma verður hann þess umkpminn að hjálpa ykkur, ölluni hinum. Jón skóari rak upp stór augu, er hann heyrði þetta. Þetta gat ekki ver- ið satt — að eitt af börnum hans ætti eftir að verða *finn maður! Hver gat annað en orðið forviða við slíka til- hugsun. Jú, vitanlega skyldi hann gefa honum einn strákinn. Hvílík gæfa! Ilvernig gæti hann vísað svona liappi á bug? — Jæja, flýttu ])ér þá að velja einn úr, svo að þetta sé útkljáð mál, sagði ríki maðurinn. Og Jón skóari leit yfir barnahópinn. — Þetta er Alex. Nei, hann get ég ekki sent frá mér. H.ann er duglegur i skólanum, og mig langar til þess að hann verði prestur. Sá næsti? Það er nú stúlka, og þér viljið vitanlega ekki stúlku. Franz litli? Hann er farinn að hjálpa mér við vinnuna, ég gæti ekki komist af án hans. Jóhann? Hann — hann heitir i höfuðið á mér. Svo að það er ekki hægt að gefa hann. Jósep? Hann er Þfandi eftirmynd liennar móður sinnar — það er eins og ég sjái hana sjálfa hvenær, sem ég lit á hann. Allt mundi breytast ef hann væri ekki hérna. Og svo kemur telpa — liana getum við hlaupið yfir. Og svo kem- ur Palli litli, hann var augasteinninn hennar mömmu sinnar. Elsku konan mín mundi snúa sér í gröfinni ef ég gæfi hann. Og tveir þeir yngstu eru of litlir — þeir mundu verða yður til of mikils amsturs, herra .... Hann hafði farið alla röðina, án þess að geta valið nokkurn úr. Nú fór hann aðra umferð og byrjaði nú á þeim smæsta og endaði á þeim fyrsta. En úrslitin urðu söm og áður. Hann gat ekki komið sér niður á livaða barnið hann gæti misst, þvi að öll voru þau honum jafn kær. — Heyrið þið, börnin mín — þið vcrðið sjálf að velja, sagði hann loks. Hver ykkar, drengir, vill fara og verða finn maður, og ferðast út i lieim? — Segið þið til! Hver vill? Veslings -skóarinn var með tárin i augunum þegar hann spurði. En á meðan liann var að ýta undir þau færðu börnin sig smátt og smátt bak við föður sinn og tólui í hann, í liönd- ina, fótinn, jakkann, leðursvuntuna — öll hengu utan í honum og reyndu að fela sig fyrir ríka gestinum. Loks gat Jón skóari ekki stillt sig lengur. Hann féll á hné, tók utan um öll börnin, sem hann náði til og tárin úr augum lians runnu á þau og þau grétu líka. — Þetta er ómögulegt, yðar hágöfgi. Það er ómögulegt. Biðþð mig um hvað sem vera skal annað, en ég get ekki gefið yður eitt einasta af börnunum, sem guð hefir gefið mér. Riki maðurinn sagðist skilja þetta, en skóarinn yrði að minnsta kosti að gera honum einn greiða, að láta ekki börnin syngja meira! Og hann bað Jón skóara að þiggja af sér þúsund flórinur fyrir þennan greiða. Jón skóari hafði aldrei heyrt orðið „þúsund flórínur" á ævi sinni. En nú fann liann að peningnum var þrýst i lófann á honum. Riki maðurinn fór aftur inn i niu herbergja ibúðina sina og í leiðindin sin. Og Jón skóari starði tortryggnis- lega á stóra seðilinn, sem var svo skrít-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.