Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 37
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 33
GABRIELE d’ANNUNZIO:
FJársjiódiir
fátæMim^aima
INU SINNI voru, ég
man ekki í hvaða
landi, fátæk, gömul
hjón. Og þau voru
svo fátæk að þau áttu ekki neitt,
nei, ekki agnarögn.
Þau áttu engan mat til að láta
í búrið, og ekkert búr til að láta
mat í. — Þau áttu ekkert hús til
að hafa búr í, og ekki heldur lóð-
arblett að byggja hús á.
Ef þau hefðu átt hús hefðu
þau getað átt hús. Og ef þau
hefðu átt hús mundi þau vafa-
laust hafa fundið matarbita þar,
— þótt ekki væri nema brauð-
skorþa. En með því að þau áttu
hvorki lóð, hús, búr, lé brauð-
bita voru þau verulega fátæk.
En þau kvörtuðu minna yfir
brauðleysinu en húsnæðisleysinu.
Brauðbita gaf fólk' þeim, og
stundum eitthvað ofan á það,
meira að segja stundum sopa af
víni, þegar heppnin var með.
En þau hefðu frekar kosið að
vera sársvöng ef þau hefðu bara
átt hús, hús sem hægt væri að
ilja upp með þurrum greinum,
og sitja svo við eldinn og tala
saman.
Það besta í heiminum eru fjór-
ir veggir, sem maður getur átt
heimili á milli. Án fjögurra
veggja er manneskjan flökkukind.
Eitt dapurlegt jólakvöld leið
þeim verr en nokkurn tíma áður.
En kvöldið var dapurlegt hjá
þeim einum; allir aðrir höfðu eld
á arninum til að ilja á sér fæt-
urna.
Þau ráfuðu kveinandi fram
þjóðveginn, en þá mættu þau
ketti sem mjálmaði vesaldarlegá.
Þetta var afar aumingjalegur
köttur; engu beisnari en gömlu
hjónin, því að hann var ekki
skaddaður. Hefði hann verið
sæmilega í hárum mundi honum
hafa liðið miklu betur. Og ef hón-
um hefði liðið betur mundi bjór-
inn ekki hafa verið svona teygð-
ur á löppunum á honum. Og ef
það hefði verið mundi kötturinn
Goya hirt
— vel snyrt
Hið besta
er ekki of gott
In Paris. London. New York
zesomen r/fooje
Rosc Lotion }
GOYA LTD. 161 NEW BOND STREET, LONDON W. I.
%
%
hafa getað veitt rottur og þá hefði
hann ekki verið svona magur.
En af því að það var varla hár
eftir á honum, en aðeins skininn
bjórinn, var kettinum sannarlega
vorkunn. — Fátæklingar eru góð-
ir og hjálpa hverjir öðrum inn-
byrðis. Þess vegna tóku veslings
hjónin köttinn upp, en datt ekki
í hug að éta hann; þau gáfu hon-
um hins vegar fleskbita sem ein-
hver góð sál hafði gefið þeim.
Þegar kötturinn hafði étið fleskið
fylgdi hann fátæku hjónunum í
gamlan, yfirgefinn kofa.
Þar voru tveir kollustólar og
hlóðir, sem sáust snöggvast er
Ijósrák frá tunglinu féll á þær —
svo hurfu þær. Kötturinn hvarf
um leið og gömlu hjónin sátu eft-
ir yfir tómum hlóðunum.
— Æ, sögðu þau, — ef við
hefðum nú svolitla hlýju! Það er
svo kalt. Og það væri svo gam-
an að ilja sér dálítið og fara að
segja ævintýri.
En þarna var enginn eldur á
arni, því að þau -voru svo fátæk
— svo bláfátæk.
Allt í einu kveiknaði í tveim-
ur kolamolum innst á hlóðunum,
og þeir glóðu og urðu eins og gull.
Og gamli maðurinn neri saman
höndunum og sagði við konuna
sína:
— Finnurðu þennan yndislega
hita?
Og hún teygði hendurnar móti
eldinum.
— Blástu í eldinn, þá blossar
hann upp.
— Nei, svaraði hann, — þá
brennur hann svo fljótt út.
Svo fóru þau að tala um gamla
daga og voru áhyggjulaus, því að
þau lífguðust við hitann.
Fátæklingarnir þurfa lítið til að
gleðjast, og þeir eru sælir. Hjónin
gíöddust af hjarta yfir þessari
góðu gjöf Jesúbamsins.
. Þau sátu alla nóttina og hjöl-
uðu og hituðu sér. Þau voru viss
um að framvegis mundu þau
njóta verndar Jesú, því að kola-
molarnir lýstu eins og stjörnur.
Og þegar dagaði sáu þau kött-
inn sitja lengst inni í hlóðunum.
Hann starði á þau.
Og það var ekkert sem hafði
hlýjað þeim um nóttina, annað
en bjarminn úr þessum augum.
Mjög handhœgur.
Ovidjafnanlegúr fyrir yöar
dyrmœtu silfurmuni
38(1)
Aumi eiginmaðurinn!
Mr. John Giordavo hafði stungið
upp á því við konuna sína, að hún
færi í skemmtiferð á skipi frá New
York til Kaliforníu um Panamaskurð-
inn, sér til hressingar og skemmt-
unar. En þegar liún var komin út í
rúmsjó varð hún þess vísari að skip-
ið sem liún var á, var að fara til
Ítalíu. Þegar hún kom heim til New
York nokkrtun vikum seinna, var
maðurinn horfinn!
Grænlandshundurinn er til fleiri
hluta nytsamlegur en að draga sleða.
Hárið af honum er eins og besta ull,
ef menn hafa hirðu á að safna þvi.
Það gerði bóndi einn i Rana í Norður-
Noregi, og á einu ári safnaði hann
efni i ferna sokka af Grænlandshund-
inum sínum!
FÁLKINN - VIKTJBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík.
Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram.
Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - IIERBERTSprent.