Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 39
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 **œ*^*œ*^*^*»*«*»*£X*£**œ*^*œ*»<*tf 35
vinna. Nú vissi hann hvað hann
ætlaði sér.
Hann byrjaði að læra iæknis-
fræði daginn sem hann varð þrí-
tugur og svo liðu sjö löng ár, sem
hann telur sjálfur þau erfiðustu
á ævinni. Það var góðri heilsu
hans að þakka að hann gat lok-
ið náminu. En jafnframt náminu
hélt hann guðfræðifyrirlestra á
háskólanum og prédikaði í St.
Nicolaikirkjunni.
Skömmu eftir að hann tók
læknaprófið kvæntist hann Hel-
en Bresslau, dóttur kunns sagn-
fræðings i Strassbourg. Hún
hafði verið einkaritari hans og
hjálpað honum með ferðaundir-
búninginn. Hún var hjúkrunar-
kona og það kom sér vel síðar.
Hann hafði afráðið að reisa
sjúkrahús í Afriku og peningun-
um til þess safnaði hann með
hljómleikahaldi og sölu rita sinna,
líka fékk hann fjárstyrk hjá söfn-
uðum Elsass.
Á föstudaginn langa 1913 lögðu
þau hjónin af stað til Lambarene
við Ogowefljót í frönsku Mið-Af-
ríku — þar átti stöð hans að
verða. Þar ætlaði hann að hefja
baráttu sína gegn holdsveiki,
svefnsýki, mýraköldu, sárasótt og
öðrum sjúkdómum, sem voru
meinvættir leifanna af svertingja-
stofni þeim, sem þarna bjó áður
en þrælasalan og brennivínið kom
til sögunnar.
Hvernig var þessi Afríka, sem
þau hjónin voru komin í? Þegar
þau sigldu upp Ogowefljótið virt-
ist þeim það paradís. En það
var paradis sníkjudýranna. Maur-
inn át allt, gluggatjöldin jafnt
sem gólfborðin. Moskítóflugurnar
gerðu hvert skref hættulegt.
Rotturnar átu upp rísgrjónin
þeirra. Óargadýrin rifu í sig geit-
urnar, sauðféð og hænsnin. Og
allt lífrænt úldnaði í heitu raka-
loftinu.
Schweitzer og kona hans urðu
að berjast við háskalega örðug-
leika. Sjúkrahúsið, sem hann
hafði safnað fé til og átti að vera
fullgert er þau kæmu, sást hvergi
— það var ekki byrjað á því. Varð
Schweitzer að gera sér sjúkra-
stofu í gömlu hænsnahúsi, glugga-
lausu með götum á þakinu og
skítugu. Svertingjarnir komu
með sjúklinga í þennan ,,spítala“
úr þorpum sem voru 300 km.
burtu, til að fá hjálp hjá „hinum
mikla Oganga — lyfjamannin-
um“.
Viðtalstíminn byrjaði kl. 8^
á morgnana. Túlkurinn Jósef,
galo-svertingi sem áður hafði
verið kokkur, hjálpaði Schweit-
zer með sjúklingana, en sem gam-
all kokkur notaði hann eldhús-
mál um sjúklingana. „Þessum
manni er illt í hægra bóg“, eða
„þessari er illt í vinstri kótelett-
unni“.
Schweitzer hafði ósköpin öll að
gera. Sjúklingunum fór sífjölg-
andi. Varð að útvega þeim húsa-
skjól í pálmalaufskálum. Hann
varð að fæða þá og sýna mikla
þolinmæði og varúð gagnvart
þessum hjátrúarfullu aumingj-
um, sem ekki þekktu neinar heil-
brigðisreglur. Fyrstu níu mánuð-
ina tók hann á móti tvö þúsund
sjúklingum.
Eina hvíld hans va^ að spila
á kvöldin á hljóðfæri sem Bach-
félagið í París hafði gefið hon-
um. Þarna í frumskógunum lék
hann tónverk Bachs.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin
hafði staðið í þrjú ár fréttist það
til Lambarene að tíu hvítir menn,
sem þar höfðu dvalist, væru failn-
ir. Þá sagði einn gamli sverting-
inn: ,,Æ, eru þeir búnir að drepa
svona marga? Hvers vegna reyna
ekki kynkvíslirnar að semja?“ Sá
sami hallmælti Evrópumönnum
fyrir grimmd. Stríðið væri ekk-
ert nema vitfirringslegt grimmd-
aræði úr því að þeir föllnu væru
ekki étnir!
Meðan þessu fór fram braut
Schweitzer heilann um ráðgátur
lífsins og um tortímingu siðmenn-
ingarinnar. Hann fór að hugsa
um að skrifa mikið rit um menn-
ingarheimspeki og gera upp
reikninga mannkynsins. Hann
byrjaði á þessu verki á baklaus-
um stól í tréskúr suður í Lamber-
ene. Skrifaði tvo tíma á dag og
undir eins og hver örk var búin
hengdi hann hana á snúru undir
loftinu til að bjarga henni frá
maurnum.
Árið 1917 varð hann að hætta
um sinn. Stríðið var komið suður
í miðja Afríku, og nú fór að kvis-
ast að hann og konan hans væru
njósnarar. Þau voru flutt til
Bordeaux og þaðan í fangabúðir
fyrir útlendinga suður í Pyrenæa-
fjöllum.
Schweitzer reyndi að full-
komna sig í vísindum og fræðast
meira. 1 fangabúðunum var fjöldi
manna, sem setið höfðu í háum
stöðum. Hann talaði við þá og
fræddist um bankamál, húsa-
byggingar, kornrækt o. fl. og það
kom honum að gagni síðar. Hann
hélt við tónlistinni með því að
æfa sig á nótnaborði, sem einn
af föngunum bjó til.
Hann var lasburða er hann var
látinn laus 1918 og varð að láta
gera á sér uppskurði. Hann fór
til Strasbourg og gerðist læknir
við borgarsjúkrahúsið og gerðist
jafnframt aðstoðarprestur við St.
Nicolaikirkju eins og forðum.
Hann skrifaði stórt rit, saman-
burð á trúbrögðum mannkynsins
og líka skrifaði hann greinar um
Afríkudvöl sína.
Árið 1920 fékk Nathan Söder-
blom erkibiskup hann til að koma
til Svíþjóðar og halda fyrirlestra
og orgelhljómleika. Or þessu urðu
mikil ferðalög. Hann hætti lækn-
is- og prestsstörfunum í Stras-
bourg og var nú á sífelldum ferða-
lögum og hélt fyrirlestra og
kirkjuhljómleika. Árið 1923 hafði
hann lokið við tvö fyrstu bindin
af menningarheimspeki sinni,
sem hann byrjaði á í Lambarene.
Svo gekk hann á námskeið í fæð-
ingarhjálp og tannlækningum og
fór aftur til Afríku.
önnur dvöl hans í Lambarene
varð þrjú ár. Sjúkrahúsið var
bágborið þegar hann kom aftur,
en nú hafði hann fleiri aðstoðar-
menn. Nú byggði hann nýtt
sjúkrahús nokkru ofar við ána
og notuðu til flutninganna vél-
bát, sem sænskir velunnarar
höfðu gefið honum. Þeir inn-
fæddu voru ekki alltaf jafn hjálp-
fúsir. Schweitzer segir þessa sögu
af svertingja, sem þóttist of fínn
til að vinna:
„Um miðjan september byrja
rigningarnar. Þá er um að gera
að timbrið sé komið undir þak.
— Á spítalanum er varla nokkur
verkfær maður og þess vegna
byrja ég að draga saman timbrið,
með tveimur duglegum mönnum.
Eg kem auga á svertingja, sem
situr í hvítum fötum hjá sjúklingi,
sem hann er að heimsækja.
„Halló, kunningi!“ kalla ég „Viltu
ekki hjálpa okkur?“
„Eg er menntamaður og legg
mig ekki niður við að draga
timbur,“ svaraði hann.
„Þá geturðu verið ánægður,“
svaraði ég, „mig langaði líka til
að verða menntamaður en tókst
það ekki.“
Árið 1927 voru sjúklingarnir
fluttir í nýja spítalann, en
Schweitzer fer til Evrópu til að
halda fyrirlestra í tvö ár. Árin
1929—32 fer hann aftur í Lam-
barene. Næst fer hann til Evrópu
til að taka við Goethe-verðlaunun-
um á 100 ára dánardegi skáldsins
i Frankfurt. Nú gat hann byggt
sér hús í átthögum sínum í Elsass.
Þetta hús varð samkomustaður
allra Schweitzer-vina.
1937—38 var Schweitzer enn
í Lambarene. En 12. jan. 1939
fer hann heimleiðis í hressingar-
ferð, en til baka réttum mánuði
síðar. Þegar hann var staddur í
Biscayflóa á heimleið heyrði hann
nfl. til Hitlers í útvarpinu og þótt-
ist þá vita að ný styrjöld væri
ekki langt undan. Og þá afréð
hann að fara sem fyrst til Lam-
barene aftur og undirbúa sjúkra-
húsið undir striðsárin.
öll ár síðari styrjaldarinnar
stjórnaði hann sjúkrahúsinu.
Það voru eigi síst Ameríkumenn
og Svíar, sem hjálpuðu honum
peningalega. Frh. á bls. 45.
Ung svissnesk hjúkrunarkona, Trudi Bechsler vinnur tíu tíma á dag við
að skipta um umbúðir á sárum 200 holdsveikra manna, sem hún hjúkrar
í Lambarene.