Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ANNAN í hvítasunnu er af- mælisdagur séra Friðriks. Fyrir 55 árum kynntist ég Friðriki Friðrikssyni. Var hann þá stúdent í Prestaskólanum. Þá var hann þrítugur, ríkur af gleði og lofgjörð þeirri, sem trúnni fylgir. Þannig er hann í dag. Hálf- níræður unglingur, brennandi í anda. Á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn komst hann í kynni við K.F.U.M. Þar starfaði ihann í náinni vináttu við Olfert Ricard, sem var einn hinn merkasti prestur Danmerkur. Þegar Fr. Fr. kom hingað heim, hlakkaði hann til þess að byrja kristilegt starf meðal æskulýðsins. Það er ekki ofmælt, að hann hafi reynst trúr hugsjón sinni. Man ég, er sungið var af hrifn- ingu og eldmóði æskunnar: Sjáið merkið! Kristur kemur, krossins tákn 'hann ber. Næsta dag vér náum sigri, nálæg hjálpin er. — Jesús kallar: „verjið vígið, vaskra drengja sveit!“ Láttu "hljóma ljúft á móti loforð sterk og heit. Þannig sungu fyrstu meðlimir K.F.U.M. um aldamótin. Nú syngja barnabörn stofnendanna hinn sama söng, og sá maður, sem fyrir rúmlega hálfri öld kall- aði á æskuna, talar hin hvetjandi orð til 'hinnar uppvaxandi kyn- slóðar nú í dag. Vinir séra Friðriks eiga dýran f jársjóð minninganna. Það var líf og fjör í Melstedshúsi. Þar mátti sjá æskuna fylgja foringjanum. Hið sama sést enn í dag. Um ára- tugi hafa samkomur verið haldn- ar í K.F.U.M. og K., og fram að þessari stund hefir séra Fr. Fr. verið allur í starfinu, sífellt kall- andi á æskuna undir merki Krists. Um langan aldur hefir sér Fr. Fr. verið æskulýðsleiðtogi og ávallt vel til foringja fallinn. En is. Hér í Reykjavík, á Akranesi, í Hafnarfirði, í Vatnaskógi, og víðsvegar um landið hefir Fr. Fr. þjónað þúsundum manna með þeirri náðargáfu, sem honum var gefin. Marga sálma og hvatning- arljóð hefir hann ort, ágætar bækur hafa frá honum borist. En sérhverja náðargjöf hefir hann notað öðrum til blessunar. Oft hefi ég heyrt Fr. Fr. beina þesssum orðum til mín og ann- arra: „Höldum fast við játning vonar vorrar óbifanlega“. En þá hefi ég um leið hlustað á þann mann, sem borið hefir og ber enn fána játningarinnar með þeirri bæn, að fagnandi játendur verði honum samferða. Eg sé foringj- ann í fylkingarbrjósti, leiðtogann, sem þjónar öðrum með margvís- legum náðargjöfum. Oft hefir hann talað. En hvernig talar hann? Um langa ævi hefir hann flutt mönnum orð Guðs. Með vin- áttu og gleði hefir æskuleiðtog- inn gegnt starfi þjónsins og boðið mönnum til hátíðar, og er boðinu var tekið, var með fögnuði sungið: Hringið klukkum himna, hátíð er í dag. Séra Fr. Fr. hefir bent mér og öðrum á mörg heilög orð. Eitt orð veit ég, að er ’honum hjartfólgið. Það orð má finna í Jesaja 12, 3. „Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins“. Þetta orð sýnir mér mynd Fr. Fr. Með fögnuði gengur hann að lind hjálpræðisins, og sækir þang- að kraft handa sjálfum sér og öðrum. Þessi eru kynni mín af séra Fr. Fr. Þannig hefir 'hann verið og þannig er hann í dag. Á þessum afmælisdegi liggur leið hans að hinni tæru lind. Gleðjum séra Fr. Fr. á þessum hátíðisdegi með því að mæla oss mót við hann hjá lindinni, sem sprettur upp til eilífs lífs. Bj. J. Mynd: LindarrjóÖur í Vatnaskógi. Séra Friðrih Friðrihsson 85 drii er ég skrifa þessi orð, er sem ég heyri Fr. Fr. segja: „Mundu eftir Lúk. 22, 26.“ Hvað á hann við? Eg lít eftir orðinu og les: „For- inginn sé eins og sá er þjónar.“ Þannig hefir foringi æskunnar verið. Aldrei hefir hann gleymt orðinu: „Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem honum hefir verið géfin, svo sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs; tali einhver, þá sé það sem orð Guðs, hafi einhver þjónustu á hendi, þá þjóni hann eftir þeim mætti, sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist.“ Eg sé ævi og starf sérá Fr. Fr. í ljósi þessara orða. Þannig hefir hann starfað hér heima og erlend-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.