Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN KLIJKK.AN 10.15 rann lestin af stað. í einuni 1. flokks klefan- um sátu fjórir farþegar, og tveimur þeirra verður að lýsa nánar. Stúlkan var nieð liátt, hvítt enni, augnabrúnirnar skarpar, löng augn- hár, augu sem virtust skipta iit, munn- urinn fríður og mjallhvítar tennur. Karlmönnum mundi sjást yfir nefið á henni vegna augnanna og munnsins, en kynsystur hennar geta haft ýmis- legt út á það að setja. Hún var i iát- lausum gráum ferðafötum og með skotskan trefil um hálsinn. Hún sat þarna frí og nett með bók í hendinni. Maðurinn andspænis henni var það sem kallað er virkilegur karlmaður, enda var hann riddaraliðsforingi. Hann var með yfirskegg, ekki neina skeggburst af þeirri gerð sem svipar til grísarófu. Skeggið var stuttklippt og svart. Tennurnar voru ekki ennþá orðnar gular af tóbaki, fötin hvorki of þröng né of við, bros lians var aðalðandi og því kunni ég þó best að hégómagirnd lians var i hjartanu en ekki i andlitinu, í einu orði sagt var liann það sem maður heyrir oft nefnt en hittir sjaldan: gentleman. Hann hvíslaði að sessunaut sínum i sífellu, þeir voru að tala um það sem ianghollast er að tala ekki um — kvenfólk! Það var auðséð að hann kærði sig ekki um að stúlkan á móti honum heyrði það sem hann sagði, því að hann var að gjóta hornauga lil hennar við og við, og lækkaði þá róininn um leið. Hún virtist niður- sokkin í bókina, og honum hægði við það. f Loks kom meiri ákefð í hvislingar liðsforingjanna, sá sem ætlaði að fara út á Slough Station (og við gleymum hér) veðjaði tíu pundum móti þremur um að sá sem ætlaði til Bath (og sem við gerum ódauðlegan með þessari sögu) mundi hvoruga dömuna kyssa á leiðinni, þessara tveggja er á móti þeim sátu. Mér þykir nú leitt að þessi maður, sem ég hefi verið að hrósa, skyldi láta sér detta svona vitleysu í hug, en enginn er alvitur, og þér verðið að minnast þess að maðurinn var ridd- araliðsforingi, fríður sýnum, og svo freistingin — tíu gegn þremur! Eftir að farið var frá Slough voru ekki nema þrír eftir í klefanum, við Twyford missti önnur daman vasa- klútinn sinn, Dolignan kapteinn hremmdi það eins og örn unglamb, og svo var skipst á örfáum orðum. Við lleading kom söguhetja vor peningum fyrir í arðvænlegt fyrir- tæki: hann keypti Times og Punch. Sá hrausti og sú fagra fóru bæði að hlæja að skrípamyndum i Puncli, og þegar fólk hlær saman bráðnar ísinn, löngu áður en komið var til Swindon bauð hetjan dömunum að snæða ineð sér kvöldverð. Þegar þau komu úr matvagninum aftur fór önnur damanu- inn í næsta klefa við. Hefði það verið þér eða ég, iesari góður, mundi það hafa verið fallega stúlkan sem hefði yfirgefið okkur, en sú sem ekki var falleg hefði orðið kyrr á sama stað. Það er jafn víst og að brauðsneið sem dettur snýr allt- af smérinu niður. En þessi náungi var kvennagull, Adonis, riddaraforingi, svo að Venus varð áfram i klefanum. Hafið þér nokkurn tíma séð seppa hitta eintak af gagnstæðu kyni sinnar ættar? — Séð hve ljúfan og gáfulegan hann ger- ir sig i framan. Svoleiðis var Dolignan eftir að komið var fram hjá Swindon, og til þess að unna hundinum sann- mælis þá varð Dolignan friðari og n anðapsais sr virciieg- 4L014Xslú ður * e rei s m ríaat í'i,a.Iðs- CHARLES READ: Jarðgöngin fríðari. Hafið þér séð kött sem veit að hann á von á rjómalapi — þannig var ungfrú Haythorn, hún varð blíðari og blíðari. Nú leit höfuðsmaðurinn okkar út um gluggann og hló. Og þá kom vitanlega spurningarmerki á and- litið á ungfrú Haythorn. — Við erum ekki nema einn kíló- metra frá jarðgöngunum? sagði Dolignan. — Hlæið þér alltaf einn kilómetra frá jarðgöngunum? spurði hún. — Já, alltaf. — Hvers vegna? —- Mér dettur alltaf i hug dálítil skrítla. Og svo sagði Dolignan höfuðsmaður ungfrú Haythorn söguna: Frú ein og maðurinn hennar sátu saman í lest í jarðgöngunum — ókunn- ugur maður sat á móti þeim. Það var kolamyrkur. Þegar þau komu úr göng- unum sagði frúin: — Skelfing fannst mér það skrítið, Georg, að þú skyldir kyssa mig i göngunum. —Eg kyssti þig ails ekki! — Kysstirðu mig ekki? — Nei, af hverju spyrðu? — Af því að ég hélt að þú hefðir kysst mig! Doligan höfuðsmaður hló og reyndi að koma samferðakonunni til að hlæja líka, en það tókst ekki. Lestin rann inn í göngin. Ungfrú Haythorn: — Æ! Dolignan: — Hvað er að? Ungfrú Haythorn: — Eg er lirædd! Dolignan: — Verið þér óhrædd, ég er hérna! Ungfrú Haythorn: — Þér eruð alveg hjá mér — þér eruð skelfing nærri mér, Dolignan höfuðsmaður! Dolignan: — Þér vitið þá nafnið mitt? Ungfrú Haythorn: — Eg lieyrði yður nefna það. Eg vildi óska að við værum komin úr öllu þessu myrkri! Dolignan: —• Eg skyldi ekki amast við við að verða hér marga klukku- tíma, það segi ég yður satt, kæra ung- frú! Ungfrú Haythorn: — Bulll Dolignan: Mm .... Mm (reynið jiér, lesandi góður að kyssa fyrstu fallegu stúlkuna sem þér liittið, þyí að þá vitið þér hvað Mm þýðir). Ungfrú Haythorn: — Æ! Æ! Ef einhver setur út á að ég nota svona eins og tveggja stafa upphróp- anir í svona samtali þá svara ég: Lítið á aðra rithöfunda, sem eru jafngóðir eða kannske betri en ég. Þeir byrj- uðu á þessu og ég hefi lært það af þeim, nauðugur viljugur. En vein ungfrú Haythorn var ekki nærri eíns áhrifamikið og ella mundi vegna þess að samtímis vældi eimreið- in eins og fjörutíu þúsund morðingj- ar, en ímyndaða kvölin verður að fá að láta til sin heyra þegar sú raun- verulega getur það ekki. Vinstúlkan fyrir utan: — Hvað er að? Ungfrú Haythorn: — Opnaðu dyrn- ar! Opnaðu dyrnar — fljótt! Dyrnar opnuðust, vinstúlkan kom inn og þær hvísluðu í óða önn. Frá jarðgöngunum og til Bath hafði söguhetjan nægan tima til að spyrja sjálfan sig, framkoma hans hafði ver- ið mótuð af þeirri varkárni, sem talið er að eigi að vera einkenni allra sannara gentlemanna. Hann var toginleitur — annað hvort viljandi eða óviljandi — þegar hann stóð við dyrnar og hélt hurðinni op- inni. Fyrrverandi vinkonur hans reyndu að komast út einhverja aðra leið, en það var ómögulegt. Þær urðu að fara fram hjá honum. Sú sem hann hafði „móðgað“ var niðurlút og með þrjóskuroða i kinnunum, sú sem hann hafði ekki tmóðgað rak hann i gegn með augunum. Og svo skildi með þeim. KANNSKE var Dolignan heppinn að Hoskyns majór í herdeild- inni skyldi vera vinur hans. Hann var gamall striðsmaður sem þeir ungu mennirnir hlógu að, því að majórinn fyrirleit billiardkúlm- og vindla, en hafði vanist sprengikúlum og byssum. Hann hafði líka, ef satt skal segja, reynt sitt af hverju, og það var ekki viðlit að hann gerði sig nokkurn tíma sekan í verknaði, sem Var ósæmandi sönnum gentlemanni. •—• Dolignan sagði söguna sina í glensi, en Hoskyns majór hlustaði þungbrýnn á hann og sagði síðan alvarlegur frá, því að hann vissi um mann, sem hefði týnt lifinu fyrir svona athæfi. — Það var ekki uintals vert, sagði majórinn. •— En því miður átti liann skilið að týna því. Dolignan fann blóðið streyma að höfðinu á sér, og gamli maðurinn sagði: — Hann var þrjátiu og fimm ára. Þér munuð vera tuttugu og eins, giska ég á! — Tuttugu og fimm! — Það er hér um bil sama. Viljið þér ])iggja ráð af mér? — Já, ef þér viljið gefa mér gott ráð. — Minnist þér ekki á þetta við nokkurn mann og sendið White höf- uðsmanni þrjú pund, svo að hann haldi að þér hafið tapað veðmálinu. — Það þykir mér nú hart, úr því að ég vann það. — Gerið þér það samt, góðurinn minn. Látið alla þá sem efast um mann- lega fullkomnun vita, að þessi ridd- ari, sem enn kunni að roðna, hlýddi þessu ráði þó að honum væri það þvert um geð. Og liann kinsaðist við þetta. Viku eftir þessa atburði var hann á dansleik. Hann var í einhvers konar óværðarástandi ög óánægður með líf- ið. Hann var að svipast um eftir kvenmanni, sem væri álíka aðlaðandi og hann taldi sjálfan sig vera. Allt í einu leið töfrandi vera framhjá hon- um, darna sem var svo fögur og yndis- leg að hann gat ekki stillt sig um að horfa á liana. Hann skoðaði hana betur. — Það er ómögulegt að það sé hún? Jú, það er hún! Þetta var ungfrú Haythorn! (Hann vissi ekki skírnarnafnið). Hvilík dá- semd, drottinn minn! Hún var eins og páfugl — ljómandi, töfrandi, hún var helmingi fallegri og helmingi hærri en þegar liann sá hana í lestinni. Hann missti sjónar á henni. Svo sá hann hana aftur. Hún var svo falleg að hann varð fárveikur. Ef hann hefði gert sig ánægðan forð- um með að kynnast henni upp á skikk- anlegan máta, hefði allt getað endað með kossi. En nú gat það ekki andað með neinu. Þegar hún dansaði varpaði hún ljóma sinum á alla þá sem næstir voru, en hún sá hann ekki. Það var auðvitað mál að hún vildi ekki sjá hann og mundi aldrei vilja sjá hann. — Einn dansherrann var sérstaklega áfjáður, hún brosti að því, hann var ekki laglegur en hún brosti til hans. Dolignan furðaði sig á heppni manns- ins, á því live ljótur hann var, á þvi hve slæman smekk liann hafði (nema á kvenfólki), á þvi hve áfjáður liann var. Dolignan varð sár allt til dauða:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.