Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMJ1ALDSSAGA>: Karl í k raoinu 21. sitt. Og þar grét hún eins og barn út af því að Webster liði illa, — hann sem átti það manna síst skilið. En þegar frá leið gat Webster ekki annað en séð það broslega við klemmuna sem 'hann var kominn i. Þarna var verið að leggja í borgarastyrjöld í þessu ræksnislandi, sem kall- aði sig lýðveldi, og svo varð að leita til út- lends ríkisborgara um hjálp! Hvílíkur skop- leikur! Engin furða þó að don Richardo, sem var menntaður heimsmaður, henti gaman að þessu í aðra röndina. Webster gleymdi áhyggj- unum er hann hugsaði um þetta. Það yrði sannarlega gaman að segja Neddy Jerome frá því, að forsetaefnið í So'brante hefði fengið fjörutíu þúsund dollara og fimm aura frá ná- unganum, þegar maður uppgötvar að maður á ekki nóg fyrir strætisvagni. Hann var orðinn sami gamli Webster aftur þegar Dolores hitti hann næst. Og næstu dag- ana var skapið ágætt. Þau fóru oft í reiðtúra saman og stundum fóru þau út á höfn með don Juan í vélbát Lebers á hákarlaveiðar. Og þeg- ar ekki var annað betra að gera þá spiluðu þau dómínó. En aldrei lét hann á því bera að það væri meira en kunningsskapartilfinning- ar, sem hann bar til hennar. Og nú rann upp dagurinn mikli. Þau höfðu riðið út Strandgötu síðdegis og sáu þá reyk- inn frá „La Estrellita“ úti við sjóndeildar- hringinn. Og þegar þau komu í bæinn aftur var skipið lagst. — Þér verðið að fara um borð í „La Estrel- lita“ í kvöld, sagði Webster. — En þér? spuðri hún. — Eg fer með yður um borð. Eg hefi ráðið don Juan til að koma út að skipi, þegar eitt- hvað markvert hefir gerst í bardaganum. Ef don Richardo nær völdunum í bænum, þá vinnur hann sigur, og við förum í land og borðum með honum miðdegisverð í 'höllinni. Bíði ihann ósigur í bænum hefir hann tapað málinu, og þá er okkur báðum hollast að halda okkur um borð. — Og hvað verður þá um bróður minn? — Eg veit ekki. Eg gleymdi að spyrja hann að því. En ef hann sleppur lífs vona ég að hann hafi vit á að ihörfa undan til San Bruno, og þar getur hann komist í skipið, sem flutti mennina hans þangað. — Hann hefir mikils til of lítið lið, sagði hún. — Tvö hundruð eru hvítir hermenn, og þér munið víst hvernig Walker hreinsaði til í Nicaragua með álíka marga menn. — Eg er svo hrædd um hana Mömmu Jenks. — Eg hefi beðið hana um að koma og borða með okkur klukkan hálfátta í kvöld. Eg hefi beðið um vagn til að sækja hana. Og þá segj- um við henni hvernig í öllu liggur, og ef hún vill verða kyrr í bænum þá getur hún fengið það. Hún hefir lifað svona atburð oftar en einu sinni áður, og ég held að hún táki svona ekki hátiðlega. Og Webster átti kollgátuna hvað það snerti. Frú Jenks hlustaði þegjandi á meðan Webster sagði frá komu don Richardo Rueys í bæinn og áformum hans. En hann minntist ekkert á að Richardo var sami maðurinn og Andrew Bowers, leigjandi hennar. — Drottinn minn! sagði hún og andvarpaði. — Ef hann Henry minn sálugi væri hérna í kvöld — sá mundi miða failbyssunum! — Hvernig væri að fá flösku af víni svo að við getum skálað fyrir minningu Henry sáluga og sigri hins góða málstaðar? sagði Webster. — Þetta var viturlega mælt, svaraði Mamma Jenks samstundis. Dolores reyndi enn að fá hana til að koma um borð í „La Estrellita" en það var ekki við það komandi. Og hún bar fram ný rök: — Þeir yfirbuga Sarros, sagði hún. — Og svo leiða þeir hann upp að sama múrnum, sem manninn minn sáluga forðum. Eg skil varla að sonur don Richardos forseta neiti Jenks ofurstafrú Jenks um að vera viðstödd þá athöfn! Klukkan tíu ók Webster með Mömmu Jenks til Buen Amigo. Þaðan labbaði hann svo nið- ur Calle San Rosario að geymsluhúsum Lebers við höfnina. Hvergi var ljós að sjá í geysmluhúsunum, en Webster gat heyrt hljóð- skraf margra manna og stundum heyrðist bölvað freklega þar inni. Hann gekk í skugganum af húsinu niður á bryggjuna og sá að vélbátur Lebers lá þar. Svo gekk hann upp á land aftur og blístraði, og þá kom maður skríðandi út úr vindauga á húskjallaranum. Það var don Juan Cafetéro. — Þeir eru þarna inni, hvíslaði hann og setti fingurgóminn á varirnar. — Eg fór út á 'bátnum ldukkan átta og sótti þá. — Þökk fyrir, John, svaraði Webster. — Eg fer upp i gistihúsið og sæki ungfrú Ruey. — Gott sagði don Juan og skreið aftur inn í vindaugað. Hálftíma síðar stýrði don Juan vélbátnum út að skipinu, með Webster og Dolores innan- borðs. Þegar þau voru komin í hvarf úr landi, bað Webster hann um að hægja á ferðinni. Það er ekki vert að við förum um borð í skip- ið fyrr en ólætin byrja í íandi, sagði hann við Dolores. — Annars sæist að við vissum fyrir fram um hvað koma skyldi. Og ef Sarros tæk- ist að kæfa byltinguna mundi hann kannske heimta að fá að vita hvaðan við hefðum haft upplýsingarnar. Við siglum fram og aftur um stund, og þegar þeir 'byrja að skjóta förum við um borð. Þeir taka áreiðanlega við okkur þegar við segjum þeim fréttirnar. Hún svaraði ekki og Webster skildi að hún var að hugsa um bróður sinn, sem nú var fyrir utan bæinn að kanna lið sitt, sem var helst til af skronum skammti. Hann gat heyrt að það hringlaði í talnabandinu hennar. Hún var að biðjast fyrir. Don Juan lá á maganum á þiljunum á frambátnum. Hann mun hafa verið að hugsa um hvaða þýðingu það sem átti að fara að gerast í bænum mundi hafa fyrir hans eigin framtíð. Kannske var hann að hugsa um hvort Webster mundi gera und- anþágu og gefa honum í staupinu. Á svona örlagastundu veitti sannarlega ekki af ein- hverju til að hressa sig á. Tunglið var á fyrsta fjórðungi og nú hvarf það og djúp þögn færðist yfir höfnina og bæ- inn. Þá heyrði We’bster allt í einu innan úr bænum hljóð sem hann kannaðist við, suð í hreyfli, sem verið var að setja í gang. Þetta 'hljóð mundi vera úr dráttarvélinni hans. Hann stýrði bátnum inn að Lebersbryggju og sá að geymsluhússdyrnar stóðu opnar. Maður með lukt var að lýsa einhverjum, sem báru þungar byrðar. — Þeir eru að setja vélbyssurnar á dráttar- vélina, hvíslaði hann að Dolores. — Nú þurf- um við víst ekki að bíða lengi úr þessu. Klukk- an er bráðum fjögur. Hann stýrði bátnum frá landi aftur þangað til hann sá hæðirnar fyrir vestan bæinn. Allt í einu sáust kastljós frá eimreið uppi á hæð og brunaði hratt niður brekku þangað til það hvarf í bænum. Svo leið hálftími. Þá sáust flugeldar þjóta upp á suðurloftinu. Og undir eins á eftir sást annar koma úr vestri og síðan heyrðist trumbusláttur. Svo heyrðust skotdynkirnir frá harðskeyttum Maxim-Vickers-fallbyssun- um, sem voru farnar að spúa sprengikúlum á stöðvar stjórnarhersins fyrir utan bæinn. Slagæðin í Webster herti á sér. Það greip liann lík tilfinning og smástrákana, þegar þeir sjá slökkvibílana þjóta um göturnar. — Stór- skotaliðið er byrjað að sunnanverðu! hrópaði don Juan. Og um leið og bann sagði þetta sprakk kúla yfir forsetahöllinni, en svo mikið var farið að birta af degi að 'hvit framhliðin á henni sást í aftureldingunni. — Nú hafa þeir vakið Sarros kunningja okkar! hrópaði don Juan. Og þarna kemur annar vekjari í viðbót .... og einn enn! —Nú breiddist hávaðinn af skothríðinni um allan bæinn. — Stjórnarherinn er sjálf- sagt kominn á fætur, sagði Webster og setti hreyfilinn á fulla ferð. — Ætli það sé ekki mál til að við förum að leika flóttafólk. Þeg- ar vélbyssudeildin leggur upp frá Lebershús- unum til að ryðja fótgönguliðinu braut, gæti ég 'hugsað að fjör færðist í liðið. Mauserkúl- urnar drepa á löngu færi, og það er ekki að vita nema einhverjar þeirra villist í áttina til okkar. Um leið og vélbáturinn lagði að stiganum á „La Estrella“ kom skipstjórinn og tók á móti þeim og spurði frétta með miklum ákafa. -—Við flýðum í skyndi þegar þetta byrjaði, sagði Webster. — Við eruip Ameríkumenn og okkur gildir einu um þessar ryskingar. Hann 'hjálpaði Dolores upp stigann og skip- stjórinn tók við farangrinum. Don Juan sett- ist við stýrið og báturinn lagði frá skipshlið- inni. Webster horfði inn yfir bæinn af þilfarinu. I vestri sá hann þrjú stór bál og blásvartan himinn að baki. — Það eru geymslur stjórnar- 'hersins, sem eru að brenna, hvíslaði 'hann að Dolores. — Richardo efnir loforðin. Hann hrekur rotturnar í holurnar þeirra. DON JUAN var farinn að fá nýjan • áhuga á tilverunni, eftir fjögurra vikna bindindi. Fyrir tveimur mánuðum hefði honum staðið algerlega á sama um svona byltingu og hugsað sem svo að hvor sem hefði betur léti fátæklingana í landinu borga reikn- inginn. En í dag var hann allsgáður og hafði eignast virðingu fyrir sjálfum sér. Honum fannst að eiginlega ætti hann að vera meðal annarra hvítra manna, sem berðust fyrir mál-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.