Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. töframaður, 5. státa, 10. hreyflar, 12. franskur rithöfundur, 13. gan, 15. gangflötin, 17. lagarmál, 19. hljóð- skraf, 21. fuglar, 23. sigaði, 24. snýkju- dýr, 26. eggja, 28. kinverskt karl- mannsnafn, 29. nægar birgðir, 31. samhljóðar, 33. goð, 34. litur (kvk), 35. danskt karlmannsnafn, 37. keyrðu! 39. gagnstætt: inn, 40. forlög, 42. ])rir samhljóðar, 44. heimsálfa, 48. himin- far, 49. kláraði, 51. huldumenn (þf), 53. þramm, 55. espar, 57. hæta, 59. ör- smæð, 60. töluorð, 62. umrót, 64. yfir- höfn, 65. tröll. Lóðrétt skýring: 1. ísl. fótboltafélag, 2. bókstafur, 3. Evrópumaður, 4. drabb, 5. þyngdar- eining (skst.), 6. seinagangur, 7. brennsluefni, 8. & 29. fræg kvik- myndastjarna, 9. Englendingar, 11. borg í Frakklandi, 14. 'heiti, 16. nudda, 18. skrifara, 20. fiskinnýfli, 22. sam- hij., 25. vantrú, 27. úrgangur, 29. sbr. 8 lóðrétt, 30. telpuhnokki, 32. valdi, 36. æfa, 38. kærir, 41. líffæri, 43. ílát, 45. leit, 46. vond, 47. mjög, 50. koll- hneiging, 52. siðar, 54. knæpur, 56. kveikur, 58. flýtir, 61. óskyldir, 63. alg. skst. L A U S N á síðustu krossgátu. — Lárétt ráðning: 1. kæra, 3. náðun, 7. mæða, 9. utar, 11. pota, 13. órar, 15. týna, 17. auð, 19. krassar, 22. men, 24. nam, 26. askar, 27. ami, 28. virus, 30. lag, 31. Áland, 33. ar, 34. ref, 36. ktf, 37. nr., 38. skírn, 39. bátar, 40. um, 42. aða, 44. tað, 45. ak, 46. reiði, 48. ala, 50. nisti, 52. iði, 53. snara, 55. rit, 56. ana, 57. Túngata, 59. rif, 61. nótt, 63. tros, 65. stam, 67. vika, 68. lauk, 69. ráðin, 70. Ella. Lóðrétt ráðning: 1. kæfa, 2. aur, 3. narra, 4. ár, 5. UP, 6. notar, 7. man, 8. aman, 10. tak, 12. Týr, 13. óðar, 14. Æskan, 16. amma, 18. unir, 20. asl, 21. sag, 23. einn, 25. murkaði, 27. alfaðir, 28. vakur, 29. seiða, 31. áttan, 32. dreki, 35. frá, 36. kát, 41. mein, 43. flagg, 45. atti, 47. iðan, 48. ann, 49. Ara, 51. sirs, 53. sút- ar, 54. áttin, 56. Axel, 57. ttt, 58. ark, 60. fæla, 62. Ósk, 64. óae, 66. má. 67. VI. AfmreHsspn fyrir vikuna 18.—25. apríl. Laugardagur 18. apríl. Miklir mögu- leikar koma i ljós á árinu innan starfssviðs þins, og getur þú vænst eftir töluverðum árangri. Gættu þess þó að leggja ekki svo hart að þér, að þú bíðir heilsutjón. Þú munt líklega aðlagast umliverfi þínu vel á árinu. Sunnudagur 19. apríl. Gerðu þegar ráð fyrir miklum útgjöldum í mánuð- unum júlí, september og nóvember. Þróunin í málefnum þínum er mjög undir efnahagslegu viðhorfi þínu komin. Glaðværð i vinahópi og róm- antískt líf er líklegt til að setja svip á næstu framtíð. Mánudagur 20. apríl. Þér mun ganga misjafnlega vel á árinu, en fátt er þér nauðsynlegra en að fullnýta tækifær- in, sem þér bjóðast. Persónur, sem áður hafa haft nána samvinnu við þig, munu fá aukinn áhuga á málefn- um þínum á ný, en varast að láta af- skipti þeirra verða þér að fótakefli. Iíeyndu að öðlast meira sjálfstæði, ekki síst í efnahagslegu tilliti. Þriðjudagur 21. apríl. Þú munt efn- ast á árinu vegna starfa, sem þú tek- ur að þér utan þíns eiginlega sviðs. Varastu að stofna til margra við- skiptalegra sambanda eða kunnings- skapar, því að það kynni að leiða til óhappa og fjárhagslegs tjóns. Miðvikudagur 22. apríl. Þægilegt ár fér í liönd, og tilbreytni i lifnaðar- háttum mun setja léttari blæ á það. Fjármálin virðast munu verða í all- góðu horfi, þótt mikilla útgjalda geti verið að vænta öðru hvoru. Ný vin- áttubönd munu setja sterkan svip á líf þitt. Fimmtudagur 23. apríl. Erfið og vandasöm, en skemmtileg störf bíða þin á næsta ári. Þau krefjast skyn- samlegrar íhugunar og hæfileika til að velja og 'hafna. Þú ættir þó að beina aðalathygli þinni sérstaklega að einu ákveðnu máli, sem gæti orðið þér árangursríkt. Föstudagur 24. apríl. Þetta gæti orðið eitt besta ár þitt til þessa, því að þú hefir möguleika á að ná settu marki. Útgjöld þín verða meiri en venjulega og þú ert neyddur til að breyta lifnaðarháttum þinum nokk- uð. Hjá mótstöðu kemstu ekki alveg, en hið upplífgandi andrúmsloft, sem þú hrærist í, mun losa þig við hin óþægilegu áhrif þess. CR0SSLEY 1 V I Dieselvélin kemur ávallt til álita, þegar kaupa skal dieselvél, hvort heldur sem er til notkunnar á sjó eða landi. «JSBBBSBSmR Crossley „BWM“ 25—130 hestafla hentug í fiskibáta Einkaumboð fyrir Crossley Brothers Ltd Manchester: FJALAR H.F. Hafnarstræti 10—12. - Símar 6439 og 81785. - Reykjavík. Ljrgilcot - en satt |ió í Mið-Afríku eru hvorki til „lyga- mælarnir" eða sporhundar, en svert- ingjunum tekst þó furðuvel að finna sökudólgana. Þeir þekkja þá úr á lyktinni. Særingamaður kynstofnsins hefir rannsóknina á héndi. Hann kallar á sinn fund alla þá, sem grun- aðir eru og lætur þá sitja í Iiring kringum sig. Svo spyr hann hvort nokkur vilji meðganga. Ef enginn gerir það gengur særingamaðurinn á röðina og þefar af hverjum og einum og heldur þessu áfram marga klukku- tíma. Loks bendir hann á þann seka. Skýringin á þessu er sú að sá sem liefir vonda samvisku fari að svitna, og meðan á þefprófinu stendur svitn- ar sá sekasti mest. — Þetta hefir reynst að heita má óbrigðult. SKÁLPAR. — Líklega hefir farið hrollur um þig einhverntíma þegar þú varst að lesa í Indiánasögunum um rauðskinnana sem fláðu andlits- bjórinn af hvítum mönnum. En sann- leikurinn var sá að hvitir menn fláðu fleiri andlitsbjóra af rauðskinnunum en þeir af hvítu mönnunum. Þeir nutu aðstoðar yfirvaldanna og græddu meira að segja verðlaun fyrir þessi glæpaverk, eins og meindýrabanar fá fyrir villimink. Stjórnin borgaði pen- inga fyrir hvern rauðskinnabjór, hvort sem hann var af karli, konu eða barni, 40—75 dollara fyrir hvcrn andlitsbjór! Það er að vísu rétt að Indiánar tóku stundum andlitsbjóra af hvítum mönnum, enda höfðu þeir lært listina af þeim. Smith! — Síðan John Smitli skip- stjóri steig fæti á land í Jamestown 1607 hefir Smith-nafnið verið allra nafna algengast í U.S.A. Samkvæmt hagskýrslum voru á sínum tíma 13.000 Jolin Smith til i rikjunum, og nú heit- ir hundraðasti hver maður Smith. Og varla er ætta á að þeim fækki því að útlendingar sem flytja sig í landið taka sér oft nafnið Smith, t. d. Tékkar sem heita Kovars, Ungverjar sem heita Kovacs, Sýrlendingar sem heita Haddads og Pólverjar, Smeds frá Sví- þjóð og Sepp.anen frá Finnlandi. í Bretlandi er líka mikið af Smith-um. Af hverjum 1000 íbúum heita 18 Smith. — Lengsta nafnið i heimi er á Fili- eyjum. Þar er kunnur cricketleikari sem heitir Talebulamaineiilikenamai- navaleniveivakabilaimakulalakeba! LIFI VELSÆMIÐ! — Stúlkum sem ekki eru orðnar 15 ára hefir verið bannað að dansa allstrípaðar á gleði- húsum í Kaupmannahöfn. Þetta nær til allra stúlkna innan 15 ára, hvort heldur þær eru erlendar eða inn- lendar. NÝTÍSKU UPPELDI. — Franskur drenghnokki sem var að fara i slcól- ann í fyrsta sinn, hafði þetta bréf meðferðis frá móður sinni til kenn arans: „Hann Pierre er svo viðkvæm- ur og tilfinninganæmur, að hann þolir ekki að hann sé laminn. Ef hann skyldi haga sér illa þá bið ég yður um að lemja sessunaul hans í staðinn. Hann Pierre lærir vafalaust vel af því, og hagar sér þá betur næst!“ COLA VIWKKUR /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.