Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Krymímgíii í Lomdmm er ekki aðeins glæsilegur sjónleikur heldur táknræn trúarathöfn. Bretar eru fastheldnir við forna siði og hafa af glæsilegum at- höfnum. Þess vegna er konungs- eða drottningarkrýning í London jafnan stórviðburður, sem öll þjóðin fylgist með af lifandi áhuga. KÖMMU eftir lát Georgs konungs, G. febrúar í fyrra> var Gyrjað að und- irbúa krýningu Elísabet- ar drottningar, en sá undirbúningur er svo inargþættur að ekki þótti duga að liafa niinna en 15 mánuði til stefnu. Enda kostar þessi krýningarsjónleik- ur ekki minna en 100 milljón sterl- ingspund — tvö pund á hvern ibúa í Englandi, Wales, Skotlandi og Norð- ur-lrlandi! Svo dýrt er allt tilstandið við að setja gullkórónu á höfuðið á Elísabetu ílrotningu í Westminster- klausturkirkjunni. Öll athöfnin þar stendur 2tíma, en er að vísu meira augnagaman en nokkur önnur prjál- sýning í veröldinni. í kirkjuna kom- ast að vísu ekki neman innan við 3000 manns, en almenningur fær kost á að sjá skrautlega lest gylltra vagna og 1200 skrautbúinna lávarða og biskupa og allra helstu embættismenn rikisins fara um göturnar, til kirkjunnar og frá. Það er áætlað að um tvær milljón- ir manna geti orðið þeirrar sýnar að- njótandi, en ekki er það gefið, þvi að fyrir plássin á pöllunum og í glugg- unum meðfram leiðinni, sem er G enskar mílur, verður fólk að borga frá G0 til 3000 krónur. Enginn leikstjóri í Hollywood hefir nokkurn tíma haft jafn vandasamt verk á hendi og framkvæmdastjóri Krýningarinnar, en það er núverandi jarl-marskálkur Englands, Bernard Marmaduke Fitzalan lloward, 16. her- togi af Norfolk, hinn kgl. hirðsiða- meistari. Hann verður að sjá um allt, t. d. að skikkjur aðalsmannanna full- nægi settum skilyrðum, og að blöðin og útvarpið hermi rétt frá öllum und- irbúningsstörfum. Hertoginn af Norfolk er formaður Skjaldarmerkja-ráðsins en í því sitja 13 æruverðir og margkrossaðir mekt- armenn, sem eiga að sjá um að allt sé í lagi. Og ekki veitir af, því að oft hefir það komið fyrir að ýmislegt liafi lent í ólestri við krýningu. Til dæmis gerðist það, er Edward VI [. var krýndur 1902, að erkibisk- upinn af Kantaraborg, sem var orðinn gamall og hrumur, missti hina frægu St. Edwardskórónu, og hefði hún dott- ið á gólfið ef konungurinn hefði ekki gripið hana i fallinu. Og loks þegar biskupinn setti kórónuna á konungs- höfuðið, sneri það aftur sem fram átti að vera! Við þá sömu krýningu var lávörð- unum tilkynnt að öll athöfnin mundi standa sjö klukkutíma, og höfðu marg- ir þvi nesti með sér. En á hirðklæð- unum eru engir vasar — gömul fyrir- skipun til að afstýra því að grályndir liöfðingjar bæru á sér vopn — og þess vegna urðu aðalsmennirnir að geyma matarbitann — í kórónum sínum. Gamall hertogi gleymdi bitanum í kórónunni, og er hann lyfti henni til þess að þurrka svitann af enninu á sér i kirkjunni, datt nestisbitinn á gólfið. Annars var krýning þessi sú erfið- asta sem verið liefir i Englandi. Þá hafði engin krýning farið fram þar í meira en G0 ár, svo að enginn maður var til sem mundi hvernig tilhögunin hafði verið 1838, er Victoria var krýnd. — En krýningarnar 1902, 1911 og 1937 eru svo nýjar af nálinni og hefir verið svo ýtarlega lýst í máli og myndum, að hertoginn af Norfolk ætti að kunna reglurnar. Eitt af fyrstu verkum Skjaldar- merkjaráðsins var að láta gera fyrir- mynd að fangamerki drottningar, því að það verður baldýrað á alla ein- kennisbúninga hirðarinnar og þjón- anna og lífvarðarins, hinna svoköll- uðu „Beef-eaters“, sem eru elsta her- deild veraldar í sinni grein. Fanga- markið er „E-II-R“ — Elísabet II. Regina. Margir gestir. Alls verða boðnir 7.G00 gestir á athöfnina. Enginn getur keypt sér a.ð- gang, hversu ríkur sem hann er, að Westminster Abbey. Boðsgestirnar eru: aðalsnienn, æðstu menn kirkj- unnar, þingmenn allir, ásamt frúm sínum og þjónustufólk droftningar- innar, en auk þess ákveðinn fjöldi visindamanna, iðjuhölda, fulltrúa verkamannasambandanna, æðstu menn hersins og um 250 útlendir gestir. Þegar skráin hefir verið sam- in sendir liertoginn af Norfolk boðs- bréf öllum borgaralegum gestum, en drottningin býður sjálf aðlinum. En það er ekki eintóm ánægja að vera boðinn, sérstaklega ef gestur- inn er aðalsmaður. Þá verður hann að vera kominn í Westminster Abbey fyrir klukkan 8V2 krýningardaginn, í skarlatsrauðri flauelsskikkju, brydd- aðri með hermelínskinni, með kórónu úr gylltu silfri og jaðri úr flaueli og hermelín og gullskúf á. Barónarnir verða að borga frá 75— 400 sterlingspund fyrir klæðnaðinn og hertogar frá 100—500 pund, svo að dýrt er gamanið. Gyllt silfurkóróna, sem kostaði tíu pund fyrir stríð, kost- ar nú 35 pund, og viðhafnarsverðið, með fangamerki drottningar á hjölt- unum kostar 15 pund. Gömul stofnun í London, Baroque Ltd. saumar krýningarskikkjurnar. Tuttugu álnir enskar af flauoli fara i hverja, og þær kosta 200—500 pund. Baroque Ltd. seldi 45 kápur fyrir krýninguna 1937, en selur aðeins rúmar 20 núna. Hinar kápurnar koma frá firmanu Moss Bros Ltd., sem hefir keypt krýningarkópur, hirðklæði og einkennisbúninga síðustu hundrað ár, af fátækum aðalsmönnum og úr dán- arbúum, og leigir fyrrverandi eigend- um þeirra frá jiremur síðustu krýn- ingum. Nýjar krýningarkápur kosta 4—10 sinnum meira nú en fyrir stríð. En aðalsmenn geta leigt sér allan bún- inginn fyrir 25 pund. Krýningarkjól drottningarinnar fær enginn óviðkomandi að sjá fyrr en á krýningardaginn. En það hefir frétst að kjóldragið verða 8 yards á lengd og 500 hermelinskinn ásamt 650 rófum hafi farið í hlaðið á skikkj- unni. Krýningarvikuna liafa lögreglu- spæjarar og vátryggjendur gegn þjófn- aði nóg að hugsa. Kynstur af skart- gripum og gimsteinum eru tekin fram úr þjófheldu skápunum í bönkunum og þjófarnir hugsa sér gott til glóðar- innar. Krúnugimsteinarnir eru venju- lega geymdir í Tower, en um krýn- inguna eru þeir ýmist notaðir eða hafðir til sýnis. Þetta eru alls um 75 skartgripir, þar á meðal stór smaragð, sem Elísabet mikla notaði forðum, og saltskál á tveggja feta háum stalli, úr skíru gulli. St. Edwardskórónan, sem er gerð eftir fyrirmyndinni er var stolið 1689 er úr hreinu gulli. Þetta er kórónan sem sett verður á höfuð drottningarinnar í kirkjunni, en ekki verður hún þar nema stutta stund því að hún er of þung til þess. En þá fær Elísabeth „The Imperial State Crown“ í staðinn. Sú kóróna var gerð handa Victoriu drottningu. Varla getur liún verið fislétt, þvi að i henni eru 2783 demantar, 277 perlur, 18 saf- irar, 11 smaragðar og 5 rúbínar. Einn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.