Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN ------------------—.———.—---------------------------------i Framhaldssaga eftir Harton Estes: Úr dagbók lífsins „Það verður alveg yndislegt," sagði ungfrú Cranburn, sem virtist vera klædd í eintómar útsöluflikur að vanda. „Ef Guy flýtti sér nú bara heim, þá gætuð þið haldið tvöfalt brúðkaup.“ „Onei, það yrði nú ekkert af því. Rod þyldi ekki þá taugaáreynslu, sem hlytist af þeim veisluhöldum og við- höfn, sem því fylgdi.“ „Jæja, þið skuluð nú draga ykkur i hlé, stúlkur mínar. Þið hljótið að hafa margt um að tala. Eg skal ljúka við þetta.“ Inni i stofu sagði Fliss brosandi: „Þó að við ræðum margt, þá tölum við nú ekki eins saman og í gamla daga.“ Það var satt. Þær voru engar skóla- stelpur lengur. Þær voru liættar að ræða öll persónuleg ævintýri og leyndarmál sem sameign. „Við höfum breytst mikið siðustu árin,“ sagði Fliss. „Þú ert orðin reynslunni rikari, en ég hefi setið og beðið — og aldurinn færst yfir mig. Mér finnst ég hafa elst um fimmtán ár síðustu fimm árin. Eg vona, að út- litið beri það ekki með sér.“ „Ellimörkin fara þér vel,“ sagði Marcella og hló. „Þú hefir aldrei litið betur út.“ Það stafar bara af því, hve ham- ingjusöm ég er. Hvernig ætti líka annað að vera. Eg liefi þig hjá mér og Guy kemur heim von bráðar. Eg vona, að hann komi ekki með franska, þýska eða ástralska konu með sér.“ „Hann gerir það ekki,“ sagði Mar- cella. „Hafðu engar áhyggjur út af því.“ Hann vissi vel, hvað hann gat leyft sér og Iivað ekki. Hann mundi ekki ögra stjúpföður sínum. Ef liann gerði eitthvað, sem mundi særa Fliss, eftir alla þolinmæði hennar og trygglyndi, mundi stjúpfaðir lians aldrei fyrirgefa honum. Svo var Guy líka latur og vildi lifa þægilegu lífi. Og stjúpfaðir hans gat auðveldað honum lífsbar- áttuna. Hann gat úthvegað honum stöðu í bankanum eða við verslunina, byggt yfir hann og látið honum eftir álitlega fjárupphæð. Auk þess þótti honum vænt um Fliss. Honum hlaut að þykja það. Að vísu hafði hann verið að eltast við aðrar stúlkur, en hann hafði alltaf komið aftur til Fliss. Auðvitað yrði það eins núna. Hún tók honum eins og hann var og gerði sér enga rellu út af því. Hann gat fengið blessun stjúp- föður síns og hjálp með Fliss. Og auk þess þægilegt og skemmtilegt líf. Hvers vegna ekki að taka því? „Eg geri mér engar áhyggjur," sagði Fliss. „Eg el aðeins óskir i brjósti. Við skulum einsetja okkur að skapa okkur skemmtilegt líf. Börnin okkar geta leikið sér saman, eins og við Rod gerðum, þegar við vorum litil.“ „Eg vona, að barn komist af stað^ hjá mér strax,“ sagði Marcella. „Þú verður að eignast son,“ sagði Fliss. „Hver veit, nema ég eignist svo dóttur? Þau geta þá orðið ástfangin af hvort öðru og gifst, þegar stundir líða fram. Þau eru ekki blóðskyld.“ Einkennandi fyrir liana, að hún skuli gera sig ánægða með dóttur, hugsaði Marcella. Afar hafa meiri mætur á strákum. Þetta var af því, að þær voru vin- konur, hún og Fliss. Lovat liafði allt- af sagt, að vinátta milli kvenna væri fjarstæða aðeins vopnahlé, sem lyki, hvenær sem eitthvað bæri á milli. Staðhæfingar hans höfðu oft gert henni gramt í geði. Konur geta tengst vináttuböndum, ef önnur fær að vera fremri og hin lætur sér nægja það hlutskipti að fylgja og taka það næstbesta. Þriðji kafli. MORGUNPÓSTURINN færði Lovat bréf frá Rodney, sem byrjaði svona: „Kæri Lovat. Þetta verður vafalaust mikið áfall fyrir l>ig.“ Og það var rneira en það. Hann trúði ekki því, sem hann las.. Þau tvö? Nei, það gæti aldrei blessast. Hún mundi aldrei verða frænda lians nema til armæðu og leiðinda. Svo datt honum í hug, að ef til vill væri þetta ekki rétt hjá honum. Pen- ingarnir. Ef til vill gerðu þeir allan gæfumuninn. Hún liafði alltaf sagt, að hann væri ekki glöggur á fólk, en fylgdi sleggju- dómum sínum um það fastlega-eítir. Hann væri of montinn og skapstór til að breyta þeim. Jæja, honum var þá að fara fram. Ef til vill var ýmislegt það í fari Marcellu og Rods, sem hann þekkti ekki nógu vel. Hann vonaði, að hún yrði honum góð. Vafalaust hafði hún ekki neitt illt í huga. Hún var heiðarleg og hreinskilin. En blíðu var hún spör á, enda ekki þannig skapi farin, að mikils væri af henni að vænta í þessum efnum. Þau ætluðu að búa í húsinu með gamla manninum. En hvernig mundi þeim finnast að fá liann fyrir ná- granna? Á það var ekki minnst í bréfinu. Samt hlutu þau að liafa íhug- að þá hlið málsins. Nú, ef henni stóð „Karnevall“, kjötkveðjuhátíðin, er hvarvetna mjög í heiðri liöfð í ka- þólskum löndum. I Þýskalandi er karneval haldið í vissum landshlut- um, Rínarlöndum, Vestur- og Suður- Þýskalandi. Þessi mynd er nú raunar frá Berlín, en þar hefir karnevalsið- urinn rutt sér til rúms eftir styrjöld- ina. Sýnir hún, er „Prins Karneval“ gengur inn í danssalinn. á sama, hvers vegna ætti hann þá að setja það fyrir sig? í mars komu óvænt nokkrir sólrik- ir og mildir dagar. Hinn nítjánda fluttist Lovat til Finfield. Hann ætl- aði að njóta hvíldar og einveru í litla húsinu, áður en liann færi að kenna í september. Litla húsið var að mestu óbreytt frá -því, sem áður var. Hinir fáu og lítilfjörlegu húsmunir hans tóku vel á móti honum. Ekkert minnti liann sérstaklega á þann tíma, er Marcella hafði búið með honum i þessum íburðarlausu og litlu húsa- kynnum. Honum fannst hann vera kominn heim til sín. Þarna var cin sæmilega stór stofa, lítið svefnherbergi og ofurlitið eld- Iiús. Hann og Rod höfðu smíðað bóka- hillurnar í félagi, rekið saman stólana og málað borðið, sem hægt var að stækka og dragkistuna. Rod hafði gróðursett trén og jurtirnar umhverf- is húsið. Já, minningarnar um Rod létu ekki á sér standa. En ímynd Marcellu var ekki tengd neinum hlut þarna. Marcella gæti eklci spillt hinum trausta grunni vináttu þeirra Rods. IJann vonaði, að hún freistaði þess ekki heldur. Henni stóð engin hætta af þeirri vináttu. Hann hafði glatað öll- um tilfinningum 1 hennar garð. Jafn- vel gremjan og hatrið var horfið. Stríðið hafði af-máð þær. Honum stóð á sama um Marcellu, en honum þótti vænt um frænda sinn. Hann fór heim i stóra húsið um kvöldið. Hann vænti þess ekki, að honum yrði tekið þar tveim hönd- um. Hvers vegna ætti hann líka að vera þar aufúsugestur, eins og allt var í potlinn búið? Hann taldi það hins vegar rangt af sér að sneiða hjá ná- grönnunum. Þess vegna reyndi liann að láta sem ekkert væri. Og það gladdi hann, er hann sá, að gamli maðurinn var í góðu skipi' og virtist horfa björt- um augum á framtíðina. „Við látum skynsemina ráða, Lovat,“ sagði liann. „Við förum ekki að stofna til neinna árekstra. Mikið BLÓMAHÁTÍÐ í HOLLANDI. — Á túlípanasvæðum Hollands, sem eru víða, hafa að undanförnu verið haldn- ar blómahátíðir, sem hafa hver tekið annarri fram að fegurð og glæsileik. Hérna sjáið þið „ungfrú vor“ innan um blómaskrúðið á einni hátíðarsýningunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.