Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
Þessi maður er meistari í þeirri grein
jiu-jitsu, sem kallast judo, og hefir
hann ferðast til Evrópu til þess að
sýna listir sínar. Hann heitir Hirano
og er 29 ára gamall lögregluformgi,
sem ræður yfir 7 þús. mönnum. Þótt
undarlegt megi virðast, eru helstu
áhugaefni hans málaralist og heim-
speki.
er ég annars feginn því, að þú skulir
ætla að gefa þig að kennslunni aftur.
Dankin sagði mér það í gær.“
„Nú, staðan beið eflir mér,“ sagði
Lovat. „Eg vildi ekki segja frá því,
fyrr en ég hefði gengið frá samning-
unum, Launin eru að visu ekki há,
en þau ættu að nægja mér vel, þar
sem ég þarf enga húsaleigu að
borga. Eg er líka feginn þvi að geta
byrjað á gamla starfinu aftur. Það
verður auðveldara fyrir mig en að
kenna á ókunnugum stað.“
Annars var það ekki aðallega það,
hvérsu auðvelt þetta mundi verða fyr-
ir hann, sem hann var að hugsa um.
Það var tilhugsunin um að halda
áfram á starfsbraut, sem liann hafði
þegar byrjað á. Hann gat ekki hugs-
að sér að hefja kennslu á einhverjum
nýjum stað. Þá mundi honum finnast,
að hann ætti eftir að yfirstiga alla
byrjunarörðugleikana aftur.
„Eg hafði alltaf hugsað mér að
koma hingað aftur,“ sagði hann. „En
auðvitað datt mér þá ekki í hug, að
hún mundi verða hér.“
„Þetta blessast allt saman,“ sagði
frændi hans sannfærandi. „Þið ætt-
uð ekki að þurfa að sjást svo mikið.
Að því er mig minnir, þá var hún
ekki svo hrifin af samkennurum þín-
um og ýmsu öðru fólki, sem þú eyddir
tómstundum þinum með, að nokkur
liætta sé á því, að þið hittist 'hjá sam-
eiginlegu vinafólki."
„Eg geri ekki ráð fyrir því, að ég
haldi mig svo mikið á skemmtunum
og mannamótum, að til árekstra ætti
að koma á þeim vettvangi. En ég vona,
að þið Rod lítið inn til mín öðru
iivoru."
Ein besti kunningi hans við skól-
ann hafði verið Daphne Lord. En
Marcellu hafði aldrei getist að henni.
Daphne hafði alltaf verið skemmtileg
og ræðin. ,Hún hafði sagt honum alls
konar sögur úr skólanum og borginni,
bæði áreiðanlegar fréttir og sögu-
sagnir. Henni hafði reynst svo auð-
velt að lialda þessu tvennu aðgreindu
og segja hvort með sínum sérstaka
hætti.
Þegar hann fór inn í lyfjabúðina
síðdegis næsta dag til þess að ná sér
í vindlinga, sá hann henni bregða
fyrir. Hann hljóp út og kallaði til
hennar.
„Daph! Bíddu augnablik!“
Hún hrökk við og sneri sér við. Þeg-
ar hún sá hann, nam hún staðar. Það
vottaði fyrir brosi á vörunum. Hún
sýndi stundum ofurlítinn vott undr-
unar eða ógeðs, en venjulega tók hún
þó öllu með svo stakri ró, að það
var ekki á mannlegu valdi að sjá,
hvort henni líkaði betur eða verr.
Augun voru falleg. Þau voru sterk-
græn, stór og náin, enda var andlitið
lítið. Hún var þrjátíu og þriggja ára
gömul og talin besti kennarinn i skól-
anum.
„Lovat Wheelson,“ sagði hún.
„Hvernig líður þér?“
R.ödd hennar var þurr og handtak
hennar laust, en samt vissi hann, að
hún var glöð að sjá hann.
„Ágætlega, þakka þér fyrir. En
þér?“
„Eg hefi verið lasin. Eg er nýkomin
á fætur. Fliss sagði mér, að hún hefði
séð þig fyrir hálfum mánuði eða
mánuði.“
„Já, ég skrapp liingað til að heilsa
upp á Will frænda og tala við
Dankin,“ sagði hann.
„Kemur þú aftur að skólanum?"
„Já, í september."
„Við höfum sannarlega þörf fyrir
þig,“ sagði hún.
„Hvernig gengur yfirleitt? Segðu
mér fréttirnar. Þau gengu af stað hlið
við hlið. Hún var á leið til bókasafns-
ins með bunka af bókum og lét hann
bera helminginn.
Honum liafði alltaf getist vel að þvi
að vera i návist hennar. Og það hafði
ekki breytst. Hún var ein af þeim
kunningjum, sem þau Marcella höfðu
átt orðaskipti út af. Þau höfðu boðið
henni heim til sín einu sinni eða
tvisvar fyrsta veturinn og sömuleiðis
öðrum samkennurum Lovats. En
Marcella gat ekki fellt sig við neitt
af þessu fólki. Hún fyrirleit það allt.
„Hvernig líður henni systur þinni,
Daph?“
„Ágætlega, held ég.“
Það var svo sem henni líkt að vita
það ekki. Hún virtist svo sem ekki lifa
innilegu fjölskyldulífi. Það kom varla
fyrir að hún nefndi sína nánustu á
nafn. En það gat nú verið yfirdreps-
liáttur.
Hún nam staðar á tröppum bóka-
safnsins.
„Þakka þér fyrir hjálpina.“
„Eg kem inn með þér,“ sagði hann.
FLISS var við afgreiðslu við háa
borðið. Hún var í hvítri blússu og
með eyrnahringi. — Ennþá að halda
sér til og bíða eftir þvi að Guy kvæn-
ist henni, hugsaði Lovat. Hún hataði
bókasafnið. Hún var enginn bókaorm-
ur eins og Daph.
Daphne fór yfir i deild nýju bók-
anna, en hann nam staðar við af-
greiðsluborðið.
„Jæja,“ sagði hann, „hvernig var
brúðkaupið?"
Hún reyndi ekki að svara honum,
heldur starði á hann vandræðalega.
Hann hafði þó ekki ætlað sér að koma
henni i nein vandræði.
„Ef til vill er þetta ekki rétti stað-
urinn eða stundin,“ sagði hann. „Eg
ætla að lita inn til þín eitthvert
kvöldið, þegar þú hefir frí, ef ég má.
Það verður seinna i vikunni, þegar
ég hefi komið mér fyrir. Eg flutti í
gær. En meðal annarra orða, viltu
skrifa nýtt spjald á mitt nafn. Gamla
skirteinið mitt er komið lir gildi og
auk þess er það glatað.“
„Ertu í húsinu þinu?“ spurði hún.
„Verðurðu lengi?“
„Um aldur og ævi,“ vona ég.
Hún hrökk við.
„Taktu þetta ekki svona alvarlega,“
sagði hann. Það var farið að þykkna
í honum. Hvað hugsaði hún? Hélt hún,
að hann ætlaði að koma Rod í vand-
ræði?
Hann sneri sér snöggt við og flýtti
sér út. Þegar lieim kom, var hann
búinn að jafna sig. Svona æsingur út
af engu! Hann yrði að gæta sín betur!
Hún hafði spurt hann ofureðlilegrar
spurningar.
Hann iðraðist spurningar sinnar
um brúðkaupið. Hvað kom lionum
það við? Ekkert.
HANN borðaði kvöldverð með frænda
sínum. Gamli maðurinn virtist vera
mjög ánægður með að hafa hann hjá
sér. Marcella og Rod voru á sex vikna
brúðkaupsferðalagi og hann var ein-
mana.
„Lovat,“ sagði hann, þegar liða tók
á kvöldið. „Þú ættir að borða með
mér á hverju kvöldi. Mig langar til
þess. Mér þykir svo leiðinlegt að borða
einn. Eg er hérna einn að hringla
með þjónustufólkinu. Þú ættir að búa „
hérna hjá mér næstu sex vikurnar.“
„Nei, ég held, að það væri ekki rétt
af mér. En ég þakka þér sanjt fyrir
boðið. Og ég skal áreiðanlega heim-
sækja þig oft.“
Hann kaus heldur litla kofann sinn.
Þar gat hann verið einn, þegar hann
óskaði. Aldrei hafði hann kunnað að
meta einveruna og næðið jafnvel og
nú eftir stríðið. í hernum hafði hann
alltaf orðið að sofa í bröggum og
tjöldum innan um fjölda hermanna.
Hann liafði fengið meira en nóg af
því. Ekkert þráði hann fremur en að
fá að vera í næði með hugsanir sinar.
Næstu árin var hann ákveðinn í að
lifa þannig sínu eigin lífi, engum háð-
ur, nema auðvitað þær stundir, sem
hann yrði í skólanum.
Hann hafði aldrei fyrr getað hvilt
sig á þann hátt, sem hann nú gat.
Æska hans hafði verið mótuð af
kappi — námi, iþróttum, vinnu. Og
svo hafði kennslan komið og áhyggj-
urnar út af henni fyrstu árin. Svo
þurfti hann að sjá fyrir konu. Og sið-
ast var það stríðið. Áhyggjur, tauga-
spenningur, lifsbarátta, hátt stefnu-
mark. Engin hvíld. Nú var liann 29
ára. Nú var viðhorfið breytt. Nú ætl-
aði hann að njóta hvíldar í fyrsta
ii
HINN IJNGI KONUNGUR JÓRDANS. — Hinn 2. maí s. 1. tók hinn 17 ára gamli Hussein formlega við kon-
ungdómi í Jórdan. Sór hann þinginu í Amman þá hollustueið. Talal, faðir Husseins, fór með völd í landinu
fram í ágúst 1952, en síðan hefir landinu verið stjórnað af ríkisráði. — Myndin af hinum unga konungi er
tekin við hin miklu hátíðahöld sem fram fóru í Amman 22. apríl s. 1„ en sá dagur er haidinn hátíðlegur til
að minnast uppreisnarinnar gegn Tyrkjum 1918.