Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Herbergi fyrir yngri börn. Húsgögnin eru sniðin við hæfi barnanna, litlir stólar og borð ásamt litlum leikfanga- og fataskáp í réttri hæð, að ógleymdri rennibrautinni sem eflaust væri öllum börnum til óblandinnar ánægju. Barnaherbergi. Ef vel á að vera þurfa yngstu með- limir fjölskyldunnar að liafa herbergi til eigin afnota. Þó er það svo að skipulag allt of margra ibúða virðist eingöngu miðað við barniausar fjöl- skyldur, og því fer fjarri að barna- berbergjum sé sýndur sá sómi sem þeim ber. Búi hjón með 2—3 börn i þriggja herbergja íbúð, ber þeim skylda til að láta börnin hafa eitt þessara þriggja herbergja. Hvernig á fyrirmyndar barnaber- bergi að vera? Það á að hafa nóg gólfrými, og það þarf að vera auðvelt að balda þvi breinu. Húsgögn eiga ekki að vera mörg, en stærð þeirra og lögun á að miðast við þarfir barn- anna. Það er mjög hentugt að hafa •húsgögnin úr ljósum lökkuðum viði og einnig má bafa þau máluð í skær- um litum, 'því að öll litil börn liafa unun af litríku umhverfi. Börnin þurfa liirslur fyrir föt sin og leikföng, og á hæð þeirra að mið- ast við það að þau geti sjálf raðað í og sótt föt sín. Þau þurfa að hafa borð til að skrifa við og raða leik- föngum á og stóla við sitt hæfi. Það fer vel á því að klæða veggina til hálfs með veggdúk (þ. e. a. s. þeirri tegund linoleums jsem notuð er á veggi) því að ofur auðvelt er að þvo slíka veggi, og eins og aliir vita hafa lítil börn tilhneigingu til að skrifa og lita víðar en á pappírinn, sem til þess er ætlaður. Svört tafla til að kríta á er einnig hentugur hlutur í barnaherbergi. Séu fleiri en eitt barn i herbergi liljóta rúmstæðin ætíð að taka tals- vert pláss, en einhvers konar koju- fyrirkomulag getur venjulega ráðið bót á því. ' 'Lýsing lierbergisins þarf að vera góð en þó ekki of sterk. Ljósastæðin þurfa að miðast við það, að barnið hafi næga birtu til lesturs og leiks. Gluggatjöld eiga að vera hentug og þola misjafna meðferð og þvott. Barnaherbergið á með öðrum orð- um að vera ánægjulegur griðastaður fyrir börnin, þar sem þau geta ó- hindruð fullnægt athafnaþörf sinni í heiibrigðum leik. Herbergi sem hentar mjög vel stálpuðum börnum. Takið eftir fyrirkomulagi rúm- stæðanna. Lýsing herbergisins hæfir einnig hlutverki þess. Þarna eru vinnuborð fyrir tvo og auk þess krottafla fyrir yngsta íbúa herbergisins. FLÓRA selur yður fræið Kuiné þér eldhúsunigengni! TískumynclLr í danskri bók, sem kom út fyrir nokkru og var ætluð starfsstúlkum á heimilum, voru eftirfarandi reglur um ~!; framkomu og umgengni í eldhúsum. Þessi heiiræði eiga auðvitað engu sið- ur við þótt húsmóðirin vinni sjálf eldhússtörfin, og fróðlegt væri að vita hvort húsmæður hér á landi gera sömu kröfur til starfsstúlkna sinna? Sumar konur eru auðvitað svo mynd- arlegar að þær þurfa ekki á neinum slíkum reglum að halda — svo eru auðvitað aðrar okkar, sem ef lil vill hafa brotið eitt eða fleiri þessara boðorða. Eldhússreglur. 1. Þegar stúlkan kemur til starfs síns á hún helst að vera í léreftskjól, með svuntu, kappa og pottatappa og með nýþvegnar lireinar hendur. 2. Hún á að meðhöndla öll eldhúss- áhöld, gler og leirtau með varúð. 3. Hún á að fara sparlega með vatn, rafmagn, sápu, og allt annað sem henni er fengið vald yfir. 4. Hún má aldrei setja potta og pönnur á eldhússborðið án þess að hafa pottgrind eða þykkan pappa undir. 5. Þurfi að hita upp vatn á hún að bæta jafnóðum i potta og katla, ef hún tekur úr þeim. 6. Þegar einhverju starfi er lokið, á samstundis að skola af öllum ilát- um og áhöldum og raða þeim hjá vask- inum til uppþvottar. 7. Þegar hún notar það síðasta af einhverju t. d. hveiti, sykri, salti eða kaffi, á hún samstundis að skrifa það á innkaupalista. 8. Trésleifar mega aldrei standa í pottunum, þegar sýður í þeim, heldur á að leggja þær á blikkdisk eða venju- legan disk við hliðina á etdavélinni. 9. Sé smakkað á matnum á að nota teskeið og hella úr sleifinni í hana. 10. Salt, pipar og þess háttar má aldrei taka með fingrunum. 11. Þegar pottur hefir verið tæmdur er hann þveginn um leið. Hafi brunn- ið við er gott að sjóða í honum dálítið vatn ásamt einni teskeið af sóda. Sú regla gildir þó ekki sé potturinn úr aluminium, þá verður að nota stálull til að ná skófinni úr honum. 12. Hellist niður á borðið eða gólf- ið á að þurrka það strax upp, skola síðan klútinn og hengja til þerris. 13. Eggjaskurn, kartöflu- og epla- hýði, brunnar eldspýtur og þess hátt- ar má aldrei liggja hér og þar á borð- um, heldur verður að fjarlægja það samstundis. 14. Sú regla gildir um eldhússstörf jafnt og öll önnur heimilisstörf að það ber að sýna kostgæfni í starfi og fara vel með allt sem manni er fengið í hendur. Eg held að hver sú húsmóðir, sem les þessar reglur og kemst að raun um, að liún hafi aldrei brotið neina þeirra geti í raun og sannleika taiið sig fyrirmyndar húsmóður — að minnsta kosti livað eldhússtörfum viðvíkur. — Þér getið verið hreykinn af að ég skuli taka á móti yður, segir for- stjórinn við tryggingaagentinn. — Vitið þér að ég liefi fleygt sjö trygg- ingaagentum út i dag. — Já, ég veit það — það var nefni- lega alltaf ég. BRATT HLYNAR I VEÐRI og það er ekki amalcgt að eiga náttkjól eins og þennan þegar sumarið kemur. Axla- stálið er úr blúnduefni, en kjóllinn má vera úr hvers kyns þunnu efni t. d. nælon. ........- HATTATISKAN. — Þessi hatt- ur er saumaður úr hvítum flóka og slaufa í hnakkanum úr sama efni. En það sem aðatlega setur svip á hattinn er Persian skinnið sem er saumað utan á. Hann sat aneð nefið ofan í blaðinu og konunni hans fannst það lítil kurteisi. — Þú ert alveg hættur að tala við mig, Púlli, eins og þú gerðir þegar við vorum trúlofuð. Ertu hætt- ur að elska mig? — Æ, alltaf er þetta sama nöldrið. — Hættur að elska þig? Hvernig spyrðu? urraði liann. — Eg dáist að þér, ég er hrifinn af þér, ég er stolt- ur af þér og ég elska þig margfalt meira en iíftóruna í sjálfum mér. En þú verður nú samt að reyna að lialda kjafti meðan ég er að lesa blaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.