Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Hróar og Helgi Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 17. En konungurinn ógnaði spákon- unni svo að hún þorði ekki að þegja, og nú sagði hún: „Eg get nefnt ])ér tvo sem liata þig. Þeir eru Hróar og Helgi. Þeir vilja hefna föður síns.“ Og svo hrópaði hún: Hamur og Rani verða þinn bani og brenna þig inni!“ — Þegar Hróar og Helgi lieyrðu þessi orð tókust þeir í hendur og hlupu út úr höllinni. Reginn fóstri þeirra hafði þekkt þá aftur. Hann 'flýtti sér að slökkva öll ljós, svo að drengirnir skyldu komast undan í myrkrinu. Þegar kveikt hafði verið aftur voru drengirnir komnir eitthvað út í busk- ann. Engan langaði til að elta þá, því að flestir í liöllinni voru á þeirra bandi. „Nú munaði minnstu að ég nœði í þá,“ sagði konungur, „en nú munum við setjast að drykkju, því aS nálta tekur.“ Og svo hófst veislan aftur. 18. Reginn og ýmsir vinir Hálfdans konungs gengu á miíli og báru öl á borð. En ekki drukku þeir sjálfir. En menn Fróða konungs druk'ku uns þeir sofnuðu. Sjálfur fór konungurinn að hátta. En drengirnir sátu úti í skógi. Um miðja nótt sáu þeir mann koma ríð- andi. ÞaS var Reginn. Hann lét sem liann þekkti þá ekki. Undir eins og hann sá þá sneri liann hestinum og reið heim á bæinn án þess að segja eitt einasta orð. Drengirnir botnuðu ekkert i þessu undarlega háttalagi. En meðan þeir voru að tala um hvað gera skyldi kom Reginn aftur. Nú var hann reiðilegur og ógnaði þeim og lét sem hann vildi berja þá. garðurinn okkar Gleymið ekki grænkálinu. Grænkál getur þrifist á hverju byggðu bóli á íslandi. Það þolir frost betur en aðrar káltegundir og er nær- ingarmeira og auðugra af C-fjörefni en annað kál og þolir auk þess nag kálmaðka mun betur. Ennþá vita of fáir hvilik kostajurt grænkálið er. Það er jafnvel næringarmeira en kartöfl- ur og ætti að rækta það i hvers manns garði. Hin fallegu, venjulegu hrokknu blöð grænkálsins eru holl og ljúffeng bæði hrá og soðin. Krakkar verða fljótt sólgin í hrá grænkálsblöð, líkt og í hráar rófur. Þau finna á sér holl- ustu þess. Grænkál vex vel í allri gróðurmold. Hægt er að fá það til matar mestan hluta sumarsins. Þroskamest verður grænkálið ef sáð er til þess inni eða i sólreit og jurt- irnar siðan gróðursettar í garðinn þegar tíð er orðin góð. Grænkáls- jurtir fást líka keyptar til gróður- setningar hér í Reykjavík og víðar. Ef fræinu er dreifsáð i beð í garðinum, er komin þétt breiða af grænu blöð- um sjö eða átta vikum eftir sáningu — og má þá fara að skera blöð af til matar. Til síðari reynslu má sá til þess í raðir með um 50 cm. millibili milli raða og 25—30 cm. milli jurtanna í röð hverri. Berið vel í garðinn. Einkum þarf kálið mikið af kalí og köfnunarefnis- áburði. Áburðarlögur hleypir vexti í það. Tinið fyrst af kálinu neðstu blöðin til daglegrar notkunar. Getur ]>að þá samt haldið áfram að vaxa fram á vetur. Munið að grænkálið er bæði næringarmest og harðgerast allra káltegunda. Borðað hrátt eða haft í súpu, jafning eða stöppu. Ágætt með kjöti og fiski. Ljúffengt saxað hrátt út í skyr og einnig sem salat. Ræktið grænkál. Ingólfur Davíðsson. Sáið til silfurblöðku. Silfurblaðka (Sölvbede) þrífst vel í görðum hér á landi og er góð til matar. En of fáir þekkja liana enn- þá. Silfurblaðkan er allstórvaxin. BlaSleggirnir eru Iivitir á lit, langir og breiðir. Bæði leggirnir og aðal- strengir blaðanna eru ljúffengir í súpu, jafning, ídýfu o. fl. Ungu blöðin eru matreidd sem salat eða spínat. Silfurblaðkan vex vel i frjórri, frem- ur rakri garðmold. Þarf mikinn köfn- unarefnisáburð líkt og kál. Er best að bera hana á i tvennu eða þrennu lagi. Fræið er stórt, likt og spínatfræ. 19. „Eg held hann vilji að við för- um með honum,“ sagði Helgi, „kom þú, við skulum reyna.“ Þegar Reginn sneri hestinum sinum aftur hlupu drengirnir á eftir honum. Skömmu siðar sagði Helgi: „Reginn vill ekki tala neitt við okkur, því að ef hann gerði það þá ryfi hann eið sinn við Fróða konung. En hann reynir að hjálpa okkur samt.“ Skógur var kringum liöll Fróða. Þegar þeir komu þangað nam Reginn Því er sáð í raðir, um 50 gr. fræs í 100 m. röð. Síðar er grisjað. Hæfilegt er um 30 cm. milli raða og 20 cm. milli jurta í röð hverri. Má oft nota jurtirnar sem teknar eru burt við grisjunina. Blaðleggirnir verða stórir og góðir í ágúst til september og eru þá teknir af jafnóðum niður við rót. Silfurblöðkur þola dálitið frost. Þær gcta tekið við af spinatinu þegar lið- ur á sumarið og staðið fram á haust. Aukið fjölbreytnina í matjurtarrækt- inni. Reynið silfurblöðkuna i sumar. Ingólfur Davíðsson. staðar. Hann lét sem hann væri að tala við sjálfan sig. „Ef ég vildi gera FróSa konungi illt, mundi ég bera eld að trjánum þarna,“ sagði hann. „Hann meinar víst að við eigum að kveikja i skóginum og höllinni," sagði Helgi. „Hvað stoðar það, við erum hér aðeins tveir sveinstaular en fjöldi af berserkjum inni,“ sagði Hró- ar. „Við skulum nú reyna samt,“ svar- aði Helgi, „tinii er til kominn að við hefnum föður okkar. Við getum haft opna leið fyrir vini okkar.“ Vilið þér...? að amerískir ferðamenn eyddu er- lendis samtals 733 milljónum dollara árið 1951? — Biddu við — það er ekki komið á krókinn ennþá! Hefnd bjarnarfeldarins við rúm- stokkinn. Rakarasveinninn kom of seint i vinnuna og meistarinn vitti hann og sþurði um ástæðuna.^ — Eg var að raka mig, og áður en ég vissi af hafði ég talið sjálfan mig á að taka klippingu og hárþvott um leið. LEIÐRÉTTING við greinina Nokkur sumarblóm (i 1. maí blaðinu): Á eftir maríngull konii: BrúSarskál (Venidium) er allhávax- in jurt með mjög skrautlega, ihvolfa, rauðgula og svartgljáandi körfu með dökkpurpuralitan liring. Kjólkróna les hjólkróna, Linnsu, les Linum. Ilmbaunir — Lathyrus.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.