Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Hver var þessi maður og hvaða heimild hafði hann til að haga sér svona? Aldrei hafði hann kysst liana, sagði Dolignan. Hann gat að visu ekkert sannað en liann fann að eign- arréttur lians liafði verið óvirtur. Hann fór heim og dreymdi um ung- frú Haythorn. Hann var iiálfan mán- uð að reyna að komast að liver þessi fagra mær væri — hann sá liana hvergi. Loks heyrði liann frá henni: Skrifari hjá málaflutningsmanni ein- um í borginni heimsótti hann og til- kynnti honum að mál yrði höfðað gegn honum fyrir líkamsárás á ung- frú Haythorn í járnbrautarkléfá. Dolignan féll allur ketil) í eld og hann reyndi að milda skrifarann, sem skildi ekki fyllilega hvað á spýt- unni hékk. En fyrir bragðið komst upp hvert nafn ungfrúarinnar var og heimilisfangið líka, svo að nú var hægt að stíga næsta skref, og sama dag stóð hin sundurkramda sögu- hetja og beið við dyrnar hjá henni. Hann gerði það sama marga næstu daga, en árangurslaust. En svo einn dag um nónið í mesta blíðviðri kom hún út, alveg hispurs- laust, eins og hún gerði þetta á hverj- um degi, og gekk sér til hressingar um Austurstrætið. Dolignan gerði al- veg eins, mætti henni og gekk fram hjá henni, en hún virtist livorki sjá liann né þekkja hann aftur. Hún gekk og gekk, ])angað til allir aðrir voru orðnir þreyttir og farnir sína leið — þá loks tók syndarinn til sinna'ráða, tók ofan hattinn og bað hæfilega skjálfraddaður um að mega fá að tala nokkur orð við liana. Hún nam staðar og roðnaði og gerði hvorki að kannast við eða afneita að þau liefðu sést áður. Hann roðnaði, stamaði nokkur vel valin orð þess efnis að hann væri sneyptur, að hann ætti refsingu skilið og að sér fyndist hann þegar liafa þolað mikla refsingu, að hún vissi ekki hve harmþrunginn hann væri — og svo lauk hann máli sinu með því að biðja hana um að opinbera ekki öllum þjóðum heims þessa ávirðingu. Honum væri sú hegning næg að hafa komið sér út úr húsi 'hjá iienni. Hún bað um skýringu á þessu og þá minnti hann hana á málssóknina, sem hafin væri gegn sér i hennar eigin nafni. Hún yppti öxlum og sagði: — Skelfing cru þeir vitlausir. Við þetta óx honum hugur og liann leyfði sér að spyrja, hvort það mundi geta af- máð endurminninguna um fólsku hans og fásinnu, að hann lifði nokkur ár fjarri henni og liugsaði fallega til hennar. — Hún sagðist ekki geta svarað þvi! Og nú yrði hún að kveðja hann því að hún ætlaði á dansleik i Crescent um kvöldið. Þau skildu og Dolignan afréð að fara á dansleikinn, þvi að þangað fóru allir. Hann var þar og nokkru síðar var liann kynntur ungfrú Haythorn og hann dansaði við hana. Hún var náðug við hann. Hún kunni sem sé heldra fólks siði. Og liinn eiginlegi kunningsskapur þeirra hófst þetta kvöld. Þá varð Dolignan ástfanginn í fyrsta skipti. Eg skal hlifa lesandan- um við öllum þeim vélabrögðum sem ástfangnir menn beita, en liann hafði lag á að borða miðdegisverð á sama stað og hún gerði, dansa þar sem hún dansaði, og hann hitti hana af tilvilj- un þegar liún fór í útreið. Svo mikil var einlægni hans að liann elti hana í kirkju, og þar varð riddarinn þess visari að til er heimur, sem hvorki reykir eða drekkúr — en það eru tvær höfuðsyndir þessa táradals. Hann kynntist frænda liennar, sem féll vel við liann, og liann var farinn að taka eftir því að hún hafði oft augun á honum þegar hún liélt að enginn tæki eftir því. Það var þrem- ur mánuðum eftir jarðgöngin sem Dolignan kom í heimsókn til Hayt- horn flotaforingja, sem liann hafði liitt tvisvar áður á ævi sinni, og sem hann hafði mildað með því að hlusta með athygli er flotaforinginn var að segja frá mikilli hættuför, sem hann hefði farið einu sinni. í þessari þeim- sókn bað hann um leyfi til að mega bjóða ungfrúnni út með sér við tæki- færi. Hinn aldni sæfari varð byrstur, eins og hann væri kominn upp á stjórnpall, en þá barst honum ein- hver dularfull orðsending um að koma inn í næstu stofu. Þegar hann kom aftur var alveg ný rödd komin í barkann á honum og hann sagði: — Það er allt í lagi, þér skuluð liafa það eins og yður sýnist! — Lesand- inn rennur kannske grun í merg máls- ins, en hann var sá að sækonungur- inn var alveg i vasanum á dóttur sinni, söguhetjunni! Þegar Dolignan kvaddi sá hann gyðju sina gánga inn í stofuna. Hann fór á eftir, og sá að hún varð vand- ræðaleg — hún reyndi að brosa en í staðinn fór hún að gráta, og svo brosti hún aftur. Þegar hann kyssti liöndina á henni við dyrnar sögðu þau „Georg“ og „Marian“ i staðinn fyrir höfuðs- maður“ og „ungfrú". •Nokkru síðar (saga mín fellir nið- ur öll formsatriði og málalengingar) voru þau aftur saman í járnbraut, þessi tvö, þau voru barmafull af ham- ingju og ætluðu í brúðkaupsfer^. Marian Dolignan var í sömu ferða- fötunum sem i fyrra skiptið, en nú sat Georg við hliðina á henni. — Marian, sagði hann, — gift fólk á að segja hvort öðru frá öllum sínum leyndarmálum. Og nú ætla ég að segja þér nokkuð. — Já, gerðu það, Georg. — Þú manst jarðgöngin. (Þetta var i fyrsta sinn sem hann minntist á þau). Eg skammast mín fyrir að verða að segja það — en ég hafði veðjað þremur pundum gegn tíu við White, um að ég skyldi kyssa aðra hvora ykkar. — Eg veit það, Georg, ég lieyrði ykkur vera að pískra um það. — Heyrðirðu það? Það er ómögu- legt! —Tókstu ekki eftir að við vorum líka að hvísla, hún vinkona mín og ég? Eg veðjaði við hana. — Veðjaðir þú? Og hvað veðjuðuð þið um? — Við veðjuðum einum hönskum. — Já, en um hvað? — Eg veðjaði um að ef þú kysstir mig þá skyldir þú verða maðurinn minn! — Þá var ástæðulaust af þér að reiðast mér. Og þú sem sigaðir mála- flutningsmanninum á mig! Frú Doiignan varð niðurlút. — Eg var svo hrædd um að þú mundir gleyma mér. — Georg, geturðu fyrir- gefið mér? — Þú ert engill! .... Og hérna koma jarðgöngin! Nei, lesandi góður. Svei! Ekkert svo- leiðis. Þið munið að þetta var gift og ráðsett fólk. Það var ekkert óp til þess að reyna að yfirgnæfa eimblistr- una. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 13. maí 1953. Alþjóðayfirlit. Bendir á áframhaldandi örðugleika í alþjóðaviðskiptum, óheilindi og tafir eru mjög áberandi, taugastriðið hejdur áfram og tortryggnin er mjög áberandi því afstöðurnar eru ótrygg- ar. Megnið af afstöðunum eru slæm- ar, þó er þrítalan tvöföld, sem bendir á andlega viðleitni. Hugræna talan er einnig tvöföld, sem bendir á aukna athugun og gagnrýnandi áhuga. En út- komutalan er slæm og bendir á örð- ugleika þá sem eru í utanrikisviðskipt- um og styrkir þá aðstöðu. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 12. húsi. Góðgerðarstarfsemi, betrunar- hús, spítalar og vinnuhæli og aðstaða þeirra undir áberandi áhrifum og veitt atliygli. — Mars i 1. liúsi. Slæm áhrif á almenning, áróður mikill rek- inn, íkveikjur gætu átt sér stað og baráttuhneigð rík. — Satúrn og Nep- tún í 6. húsi. Slæm afstaða fyrir verlca- lýðinn og almenning, heilbrigði slæmt, urgur og óánægja kemur í ljós, einnig i sjóhernum. Eiturnautnir aukast. — Úran í 3. húsi. Slæm áhrif á samgöng- ur og flutninga. Eldur eða sprenging i ftutningatæki eða opinberri bygg- ingu i þeim starfsgreinum. Berlín. — Nýja.tunglið í 12. lhisi. Betrunarhús, sjúkrahús, vinnuhæli og góðgerðarstarfsemi undir áberandi á- hrifum og veitt veruleg athygli. Júpíter og Mars í húsi þessu. Eru af- stöðurnar ekki góðar og mætti því húast við örðugleikum nokkrum i þeim strafsgreinum. Saknæmir verkn- aðir gæti komið í dagsins ljós. Úran í 2. húsi. — Athugaverð afstaða fyrir bankastarfsemina, óvæntir örðugleik- ar koma i ljós í fjárliagsmálunum og tekjur munu minnka. — Satúrn og Neptún í 5. liúsi. Leiklist, leikhús og" leikarar undir athugaverðum áhrifum, tafir og baktjaldamakk mun koma i ljós. Plútó i 4. liúsi. Saknæmir verkn- aðir koma í Ijós í landbúnaðinum og áróður gegn ríkisstjórninni. Móskóva. — Nýja tunglið í 12. lhisi, ásamt Mars og Júpíter. Er þetta í ýmsu falli slæm afstaða og mætti bú- ast við að ýmislegt kæmi upp úr kaf- inu í sambandi við vinnuhæli og rekstur þeirra sem nú er hulið al- menningi. — Úran í 1. húsi. Óánægja meðal almennings, mótþrói gegn vald- höfum, saknæmir verknaðir, ikveikj- ur og spi'engingar og jafnvel dauðs- föll af þeim ástæðum. — Satúrn og Neptún í 5. húsi. Slæm afstaða fyrir leikliús og rekstur þeirra, leikara og leiklist. Tafir og bakmakk reliið í þcim greinum. — Venus í 11. húsi. Hefir allar afstöður slæmar. Örðug- leikar koma i ljós innan æðsta róðs- ins, sem eiga rætur sínar að mörgum leiðum. Tókíó. — Nýja tunglið er i 9. Jiúsi. Utanrikissiglingar og verslun er mjög á dagskrá og veitt mikil athygli. Örð- ugleikar nokkrir koma til greina, sem koma frá fjárhagsafkomunni og bankarekstri, þó gæti stjórnin ef til vill lagfært eittlivað. — Úran i 10. 'húsi. Þetta er slæm afstaða fyrir stjórnina og hugsast gæti að hún færi frá eða hreyting yrði gerð á henni. — Satúrn og Neptún í 2. liúsi. Slæm áhrif á bankastarfsemina, peninga og verðbréfaverslun yfir höfuð. Tafir og spellvirki koma í ljós. Venus í 8. liúsi. Áberandi dauðsföll meðal háttsettra kvenna og listamanna. Washington. — Nýja tunglið í 4. húsi. Líklegt að andstaðan gegn stjórninni færist í aukana og að liún missi álit. Ætti að vera sæmileg af- staða fyrir landeigendur og búrekstur. Mál þessi munu mjög á dagskrá. Jarð- skjálfti gæti átt sér stað á þessari lengdarlínu. — Úran í 6. húsi. Urgur á meðal verkamanna og verlvföll og uppivaðsla gegn ráðendum, spreng- ingar gætu átt sér stað. Heilbrigði atliugaverð. — Satúrn og Neptún i 9. húsi. Mjög slæin afstaða til utanrikis- siglanga og viðskipta. Tafir og sak- næmir verknaðir koma í ljós í þeim greinum. — Venus i 2. húsi. Hefir allar afstöður slæmar. Dregur úr fjárhreyfingum og tekjur munu minnka og útgjöld vaxa að mun. — Merkúr í 3. húsi. Fréttaflutningur, samgöngur, útgáfa blaða og bóka und- ir góðum áhrifum og nýjar aðferðir geta komið til greina í þeim starfs- greinum. í s 1 a n d . 12. hús. — Nýja tunglið i því Jiúsi. Vinnuhæli, góðgerðastarfsemi, betr- unarhús og sjúkraliús mjög á dag- skrá og veitt athygli. Koma margvís- leg áhrif til greina i þeim efnum og sum athugaverð. 1. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Heildaráhrifin ættu að vera sæmi- leg í mörgum greinum, jafnvel þó að þau séu fremur veik, einkum út á við. Umræður miklar um ýms atriði og blaðadeilur áberandi. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Umræður miklar um fjárhagsmál- in og blaðaskrif mikil um þau. Fjár- hreyfingar veikar og óábyggilegar. 3. hús. — Tungl ræður liúsi þessu. — Flutningur og samgöngur ættu að vera sæmilegar og þó háðar nokkrum breytingum. Útgáfa blaða og bóka sæmileg, en þó eru áhrifin fremur dreifandi. 4. hús. — Úran er i húsi þessu. — þetta er ekki lieppileg afstaða fyrir bændur og stjórnin verður fyrir al- varlegum aðköstum. Sprenging gæti komið í opinberri byggingu. 5. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Áhrifin munu ekki verulega áber- andi og þvi mun deyfð i framkvæmd- um koma í ljós. Tafir vegna flutninga gætu átt sér stað. 6. hús. — Satúrn, Neptún og Plútó í húsi þessu. — Heilbrigði athugaverð og vissara að fara gætilega og forðast kælingu. Aðstaða verkamanna ekki góð. Óvænt atvik gætu komið til greina sem vektu athygli. 7. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. — Þetta er sæmilega góð afstaða fyrir utanríkismálin. Þau munu þó ef til vill undir nokkurrri gagnrýni og bar- átta mun koma i ljós i sambandi við þau. 8. hús. — Júpiter ræður liúsi þessu. — Rlkið gæti eignast fé að erfðum eða vegna fráfalls embættismanns eða prests. 9. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. Órðugleikar i sambandi við utan- landssiglingar og viðskipti. Verlcfall gæti átt sér stað. 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Mjög örðug afstaða fyrir stjórnina. Hún á í vök að verjast og mun tapa fylgi og tafir á vegi hennar. 11. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Hætta á hindrunum í meðferð þing- mála og áróður gegn stjórninni og fráfall þingmanns gæti átt sér stað. Áhrifin koma úr ýmsum áttum. Ritað 7. maí 1953.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.