Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Page 1

Fálkinn - 13.01.1956, Page 1
Uogur nfreksnuiður á á Hinn ungi og efnilegi skákmeistari okkar Is- lendinga, Friðrik Ólafsson, er nýkominn heim frá Englandi, þar sem Jiann tók þátt í hinu árlega Hastings-móti, en þangað bjóða Bretar jafnan þekktum skákmönnum frá öðrum þjóð- um. Að þessu sinni voru það tveir rússneskir skákmeistarar, Taimanov og Korsnoj, júgóslav- neski meistarinn Ivkov, þýski skákmeistarinn Darga og spænski meistarinn dél Corrél, sem boðið var ásamt Friðrik. Einnig tóku þátt í mótinu fjórir breskir skákmenn. Friðrik varð sigurvegari í þessu erfiða móti og jafn rússneska skákmeistaranum Korsnoj. Hlaut Jiann 7 vinninga af 9 mögulegum og tap- aði engri skák. Hann vann m. a. rússneska stórmeistarann Taimanov. Aldrei mun hafa verið fylgst með skákfrétt- um af meiri áhuga hér á landi en i sambandi við þetta mót, og hin glæsilega frammistaða FriðriJcs mun vafálaust verða til þess að glæða áJiuga þjóðarinnar á þessari göfugu íþrótt. Forsíðumynd Fálkans að þessu sinni er aj Friðriki Ölafssyni, Júnum tvítuga skákmeistara. Ljósmynd: Káldal. á á

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.