Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Page 9

Fálkinn - 20.01.1956, Page 9
FÁLKINN 9 nú vera! Ekki svo að skilja — þetla barnahæli var ágætur staður. For- stöðukonan og kennararnir voru besta fólk, og börnunum virtist líða vel þarna. En hvernig sem á þetta er litið þá er ekki hægt að komast hjá þvi að viðurkenna, að barnahæli getur aldrei orðið jafngilt nokkru heimili. Þar er hreinlegt, heilnæmur matur, félagar, leikir og skemmtanir. En allt þetta er aðeins hégómi i samanburði við það, livers virði góð móðir er barni sínu. Nú datt mér i hug, að augu Jerrys hlytu að hafa verið svona, þegar liann var fjögurra ára — alveg eins og þau voru nú. Ég fann að ekkert í veröid- inni gat breytt þessum augum — og samt, þrátt fyrir þessi augu, hafði móðir lians látið liann sigla sinn sjó! Þúsund spurningar brunnu á vörunum á mér, þúsund spurningar, sem ég gat ekki fengið af mér að spyrja. „Hefirðu séð hana — nýlega?“ lét ég mér nægja að spyrja. „Ég heimsæki hana á hverju sumri — hún gerir boð eftir mér.“ Hvers vegna ertu ekki hjá henni — hvernig getur hún fengið af sér að láta þig fara aftur á barnahælið? voru spurningarnar sem ég reyndi að byrgja niðri. Jerry sagði: „Hún kemur frá Manville hvenær sem hún getur, og heimsækir mig. Hún hefir ekkert að gera eins og stendur.“ Það stafaði Ijómi af andliti drengs- ins í bjarmanum frá arninum, er hann var að tala um móður sina. „Hún ætlaði að gef mér brúðu, en drengir leika sér ekki að brúðum. Tókuð þér eftir bláu fötunum, sem ég var í á sunnudaginn, áður cn þér fóruð?“ Ég kinkaði kolli og Jerry hélt áfram: „Hún mamma sendi mér þau fyrir jólin. Og fyrir jólin þar áður — Jerry dró djúpt andann — sendi hún mér hjólaskauta." „Hjólaskauta," muldraði ég. Ég var önnum kafin við að reyna að draga upp mynd af móður Jerrys i huganum. Mér þótti vænt um, að hún hafði þó ekki gleymt honum. Og ég sagði við sjálfa mig, að það væri rangt af mér að áfellast hana, eins og ég hafði gert, úr þvi að ég þekkti hana ekki. „Já, hjólaskauta," sagði Jerry, „ég lofa smærri drengjunum að nota þá núna — þeir eru orðnir of litlir mér. Litlu strákarnir fara ósköp varlega með þá, þegar þeir fá þá léða, og það þykir mér gott, þvi að þeir eru frá henni mömmu.“ Nú varð þögn aftur. „Ég er að hugsa um að kaupa hanska handa henni mömmu fyrir dollarann, sem þér gáfuð mér,“ hélt Jerry áfram. Ég gat ekki sagt annað en: „Já, gerðu það, veistu hvaða númer hún notar?“ „Ég held það sé átta og hálft.“ Hann leit á hendurnar á mér og spurði: „Notið þér líka átta og liálft?“ „Nei, ekki nema númer sex.“ „Jæja, ekki meira. En hendurnar á henni mömmu eru stærri en yðar.“ Mér var kalt til móður hans. Jafnvel þó að hún væri fátæk, varð hún að muna, að börnin lifa ekki á einu sam- an brauði — niuna, að sálin getur solt- ið ekki síður en líkaminn. Jerry ætl- aði að kaupa lianska handa henni, af því að hann elskaði hana, en hún átti heima i Manville, langar leiðir frá honum og sá liann ekki nema endrum og eins. Hún hefði mátt skammast sin!' „Mömmu þykja hvitir hanskar fal- legir — haldið þér að maður geti fengið hvíta hanska fyrjr einn dollar?“ „Það geturðu,“ sagði ég. Og ég var staðráðin 1 að tala við móður drengsins og spyrja hana hvers vegna hún færi svona með hann. Ég lauk við skáldsöguna mína. Eg var ekki vel ánægð með hana, — það er ég sjaldan, þegar ég hefi lokið við eitthvað. En útgefandinn minn rak á eftir mér, og ég sendi honum hand- ritið. Hann skrifaði mér skjall til baka, og mér óx hugur við það. jólin, að ég vil helst vera ein.“ „Af liverju eruð þér það?“ spurði Jerry. „Af þvi að besti vinur minn dó einu sinni á aðfangadagskvöldið,“ svaraði ég. „Ég beið heima eftir að hann kæmi og héldi jólin með mér, en hann kom aldrei. Bíllinn hans skrikaði á hálku og annar bíll ók á liann og hann beið bana samstundis." Það var alvörusvipur á Jerry með- an ég var að segja honum þetta, en hann svaraði engu. Ég bað hann um að hjálpa mér að ganga frá dótinu mínu, og það gerði hann. Hann bar farangurinn út í bilinn, meðan ég svipaðist um inni, til að atliuga hvort ég hefði gleymt nokkru. Þegar ég kom úl að bílnum var Jerry horfinn. HVER ,<í LAG LEGASTI leikarinp í Hollywood? Kven- ljósmyndarar í kvikmyndaborg- inni hafa greitt atkvæði um þetta, og samkvæmt þeirri atkvæða- greiðslu hefir Tony Curtis borið sigur úr býtum, en næstir koma Clark Gable liinn fimnigifti, Michael Wilding, Robcrt Taylor, Lex Barker, Burt Lancaster, Laurence Harvey, Rock Hudson, Robert Wagncr og Montgomery Clift. 3WE FRÁ TÍÐ ARTHURS KONUNGS. Alan Ladd er einn vinsælasti áflogahundur í hópi miðaldra leikara, og flestir kannast við hann úr bófa- og Wild-West- myndum. En bráðum kemur hann fram í alvcg nýju umhverfi, nfl. sem sverðasmiður í tíð Arthurs konungs, um árið 500. Þar leika Patricia Medina og Anthony Bushell aðalhlutverkin: lafði Linet og Arthur konung. Iívikmyndin heitir „Svarti riddarinn" og þessi riddari er enginn annar en sverðasmiðurinn Alan Ladd, sem hefir dulbúið sig til bess að bjarga lafði Linet und- an ofsóknunum, sem gerðar liafa verið gegn henni og hófust með þvi að óvinir hennar eyðilögðu kastalann Yeemil Castle, sem hún átti. Næst reyna þeir að myrða Arthur konung, en svarti ridd- arinn bjargar honum á síðustu stundu. Og svo nær liann saman „riddurunum við kringlótta borð- ið“ og leggur til orrustu við upp- reisnarmennina og sigrar þá, og nú er aftur friður í Englandi. Sverðasiniðurinn fær aðalsnafn- bót fyrir afrek sín og myndinni lýkur með því að hann fer í brúðkaupsferð með lafði Linet. Mesti málamaður heimsins lifði snenuna á 19. öld. Það var ítalski kardínálinn Mezzofanti og kunni liann 80 tungur og mál- lýskur. Faðir hans var fátækur trésmiður. Mezzofanti varð yfir- bókavörður í Páfagarði árið 1832 og kunni þá 50 tungur. Og i bóka- varðarembættinu bætti hann við sig 30 nýjum tungumálum. Ég afréð að fá mér hvíld i Florida og heimsækja síðan bróður minn, sem átti beima í Alaska. Eg fór ekki til Manville, til að tala við móður Jerrys, eins og ég liafði ætlað mér, og ég minntist ekki heldur á hana, við for- stöðukonu barnaliælisins. Jerry kom á liverjum degi, hjó i eldinn eða skrapp í bæinn fyrir mig, eða gerði við ýmislegt smávegis, og við töluðum saman á hverjum degi. Ég gaf honum ýnisar bækur í jóla- gjöf — bækur sem hann jangaði til að lesa — og ullárpeysu. Oft hugsaði ég til móður hans, en við töluðum ekki oftar um hana. Eg fann að honum leið vel og að hann kunni vel við sig á barnahælinu. Svo kom nýárið og þá ætlaði ég að fara. „Ég sakna þin þegar ég fer héðan,“ sagði ég við Jerry. „Aítlið þér að fara núna? spurði hann, og ég tók eftir að fallegu augun í honum urðu raunalcg. „Já, ég ætla að verða hjá foreldrum mínum um nýárið. Ég var hérna um jólin — ég er alltaf svo angurvær um Ég kallaði á hann, en hann svaraði ekki og korn ekki, þótt ég biði lengi. Ég drakk kaffið úr hitaflösku á með- an, og loks ók ég bílnum af stað. Ég ók upp að barnahælinu og gerði boð fyrir forstöðukonuna. Þetta var viðfelldin kona, tæplega fertug. Hún brosti alúðlega og tók fasl í höndina á mér. „Viljið þér gera svo vel að ná í hann Jerry fyrir mig?“ sagði ég. Hún fór. Þegar hún kom aftur sagði lnin: „Jerry er farinn. Hann kom inn sem snöggvast og drakk kókóið sitt og fór svo undir eins. Einhverjir af drengjunum sáu til hans í hliðinni." Mér þótti vænt um að heyra þetta, þvi að úr því að svona var gat ekki orðið neitt úr kveðjum hjá okkur. Og ég vissi að þær gátu ekki orðið sára- laust — af beggja liálfu. Svo að það varð léttara að kveðja hann ekki. Ég ætlaði að geyma endurminninguna um hanni litla drenginn, þegar liann var að ganga um hlíðina heim í barna- hælið um sólarlagið ... Ég dró andann djúpt. „Ungfrú Clark,“ sagði ég við for- stöðukonuna, „ég ætlaði mér að tala við yðúr um móður Jerrýs og ef til vill leita hana uppi. En ég hefi i mörgu að snúast, svo að ég verð að hætta við að fara til hennar — cn liérna eru peningar, sem ég ætla að biðja yður að taka við og kaupa eitt- hvað fallegt handa honum i afmælis- gjöf. Það er auðveldara fyrir mig að biðja yður en gera þetta, en snúast í því sjálf. Og þá gæti farið svo, að ég sendi honum það sama sem móðir hans sendir honum.“ „Ég skil ekki ...“ Ungfrú Clark horfði á mig og ég liélt áfram: „Já, móðir hans hefir gefið honum hjólaskauta, veit ég, og ég vil ógjarna gefa honum það sama og lnin gef- ur ...“ Undrunarsvipurinn á ungfrú Clark varð enn meiri en áður. Loks sagði hún: „Ég skil yður ekki ennþá. Jerry hefir aldrei séð móður sína. Hann á enga móður ... hann á enga hjóla- skauta ... !“ — Ég vildi óska að veiðitíminn væri útrunninn! — Skaustu nokkuð á héraveiðunum ? — Já. — Eru þeir frammi í eldhúsi? — Nei. Þeir eru á spít-alanum. — Nú teljum við upp að þremur og svo sleppum við agninu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.