Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Vitið þér...? LITLA SAGAN að síðan 1938 hefir iðnaðar- og námuframleiðsla heimsins tvö- faldast? Og jafnframt hefir flutningageta skipa og járnbrauta tvöfaldast líka, og bílar eru tvöfalt fleiri en 1938. En verðmagn alþjóðlegrar verslunar hefir þrefaldast. — Þetta stafar ekki aðeins af því að fókinu i heiminum hefir fjölgað, eða um 500 milljónir, á undan- förnum 18 árum, en einnig vegna þess að framleiðsluaðferðirnar eru orðnar fullkomnari. Vftii-ir að í mörgum löndum er helming- ur fullorðins fólks ólæs? Með „fullorðnum" eru þá taldir all- ir sem eru yfir tiu ára. Bæði i Brasilíu og Venezuela eru 51% af þjóðinni ó- æsir, og eru þó alls ekki taldir með villime.nnirn.ir í frumskógunum. í portugölsku Guineu í Afriku teljast aðeins þrjár manneskjur af hverjum þúsund læsar og skrifandi. CHAPLIN. Framhald af bls. 7. sagt. Að minni skoðun er Charlie Ohaplin mesti listamaður, sem við höfum nokkurn tíma átt, og það getur enginn farið í fötin hans. Ég hefi þekkt hann i tuttugu ár, og við höf- um oft rifist, þvi að hann hefir skoð- un og bein í nefinu. Það getur verið að hann hafi farið eitthvað út af lin- unni, en kommúnisti er hann ekki. Þetta var saga Charlie Chaplin fram til þessa. Hann er nú 66 ára, og ýmsir halda að hann búi ekki til fleiri myndir. En þessu hefir verið spáð svo oft áður að því er ekki treystandi. Margir. segja að hann hafi verið heppinn, að koma til sögunnar svo að segja um leið og kvikmyndin. Það er ekki vafi á að kvikmyndin hefir skapað honum heimsfrægð. En það er sennilegt að hann mundi lika hafa komist á hátindinn sem leikhúsaleik- ari, eða sem rithöfundur og tónskáld. En það verður umrenningurinn með harða hattinn, stafinn og stóru stíg- vélin, sem í meðvitund fjöldans lifir sem Charlie Chaplin um ókomin ár. * Endit. Harmsaga við landamærin HERRA Analole Merveille seltist hljóðleiga í klefahornið. Leitaði í vös- unum, dró upp vasaklút og þerraði svitadropana af enninu. Höndin skalf. Hann hafði le.nt í mörgu mótlæti um morguninn. Hann hafði að vísu átt von á að þetta yrði erfitt og reyndi á taugarnar, en ekki þvi að taugarnar biluðu svona. Skjálfandi stunur heyrðust þegar hann dró andann og hann leit flóttalega kringum sig. Þótt a.llt hefði gengið eftir áætluninni, sem hann hafði gert fyrir löngu, fannst honum að eitthvað mundi gerast á síðustu stundu, sem eyðilegði allt fyr- ir honum. Hann leit á klukkuna á stöðvarhúss- veggnum. Eftir þrjár mínútur átti lestin að fara. Þrjár óendanlegar min- útiír. Hann færði sig fram og aftur á bekknum og hrökk i kút þegar 3—4 farþegar komu inn i klefann. Hann hafði drepið mann. Með köldu blóði. Kæft mann í greipunum, mann sem hann þekkti nauðalítið. Honum fannst stundin, sem hann var að þessu, fyrir löngu liðin, og þó var ekki nema hálftími síðan. í rauninni hafði þetta verið auðvelt. Maðurinn hafði ekki veitt mótspyrnu, hann var of gamall til þess. Og svo hafði hann enga von um að sleppa. — Það fór hrollur um hann þegar hann minntist þess hvern- ig augu gamla Brisquets höfðu starað á hann stutta sekúndu áður en lifið slokknaði. Peningarnir, sem hann fann hjá okraranum — þrjú hundruð þúsund frankar i stórum og smáum seðlum — voru geymdir á öruggum slað, þar sem lögreglan mundi akirei finna þá. Eftir nokkra mánuði, þegar lögreglan hefði komist að raun um, að ekki væri hægt að finna morðingj- ann, því áð hvergi var spor til að rekja, ætlaði hann að skreppa i stutta heimsókn, hirða peningana og hverfa fyrir fullt og allt. Morð Maurices Brisquets mundi verða ráðgáta um aldur og ævi. Hann strauk döggina af rúðunni og leit á klukkuna aftur. Enn voru nærri tvær mínútur eftir. Þetta var óþol- andi. Aðeins kortéri eftir að lestin færi af stað, mundi hún fara yfir landamærin. Og eftir það gat enginn mannlegur máttur náð til hans. Hann ætlaði að minnsta kosti ekki að láta taka sig lifandi. Hann strauk hend- inni um jakkavasann, sem skamm- byssan var í, og hægði við það. Hvað þurfti hann að óttast? Lík Brisquets gamla mundi ekki vera fundið ennþá, og þótt það væri fundið, gat enginn sagt að hann hefði séð Anatole Merveille í grennd við morð- staðinn. í mesta lagi gat einhver hafa séð kengboginn karl með glcraugu og skegg hafa komið út frá Brisquet um liádegið. Gervið var ágætt. Og hann hafði æft hlutverkið i marga mánuði. Fólk scm þekkti Anatole Merveille mundi fúst til að sverja, að þetta hefði ekki verið hann. Ein mínúta eftir. Anatole elti vís- inn. með augunum. Allt í einu hrökk hann við. Tveir lögregluþjónar komu fram stéttina. Töluðu svið stöðvar- stjórann, sem var að bera blistruna upp að vörunum. Svo stefndu þeir á vagninn, sem hann sat í, þann fremsta. Anatole Merveille fékk velgju og svima. Ósjálfrátt stakk hanii hendinni i vasann og greip um skammbyssuna. Kaldur sviti spratt fram á erininu. Nú heyrði hann að dyrnar á næsta klefa voru opnaðar. — Þeir eru að leita að einhverjum, — leita að mér, sagði hann við sjálfan sig og fann að hann hríðskalf. Á næsta augnabliki var tekið í lás- inn hjá honum og þegar hann leit upp sá hann stóran lögregluþjón með grátt yfirskegg i dyrunum. Lögregluþjónninn leit á farþegana og þegar hann sá Anatole, tók hann þendinni um öxlina á honum. — Anatole Merveille, sagði hann, — ég ... Þetta gerðist svo fljótt að enginn vissi fyrr en það var afstaðið. Anatole hafði þrifið skammbyssuna og skot- ið sig. Lestinni seinkaði um 20 mínútur. Lík Anatoles lá á bekk inni hjá stöðv- arstjóranum. — Ég skil þetta ekki, sagði lögregluþjónninn. Um leið og ég sagði nafnið hans og klappaði á öxlina á honum skaut hann sig. Ég þekkti hann nefnilega síðan við vor- um saman í hernum fyrir tuttugu ár- um, og langaði til að heilsa honum. * TLskamyndir í Bandarikjunum eru 755 útvarps- tæki á hverja þúsund ibúa. Elsti háskóli í heimi er háskólinn í Bologna í ítalíu. Samkvæmt hagskýrslum er ein fæð- ing af hverjum 85 tvíburafæðing, ein af hverjum 7628 er þríburafæðing og ein af hverjum 670.734 er fjórbura- fæðing. íbúar heimsins borða nú á dögum meira af ávöxtum og grænmeti en af kartöflum. í árslok 1954 voru kringum 1500 blöð í Vestur-Þýskalan'di. 1. janúar var talinn fyrsti • dagur ársins frá 700 til 450 f. Kr. En ])aðan frá og til ársins 46 f. Kr. var árs- byrjunin lalin frá marsmánuði. Juli- us Cæsar lét endurskoða timatalið og siðan 46 f. Kr. hefir 1. janúar jafnan verið nýársdagur. Frú i Kaliforníu fékk skilnað eftir fimm daga hjónaband. Maðurinn hafði eyðilagt hveitibrauðsdagana með því að ganga í flúnelsnáttfötum. Múhamed skrifaði ekki einn staf í Kóraninum — bibliunni sinni. Það voru lærisveinar hans sem gerðu það, og þeir skrifuðu hann ýmist á steina, pálmablöð, skinn eða dýrabein. Þegar Múhameð dó var öllum þessum skrif- um safnað saman i eina heild, undir ritstjórn Otmans kalífa, sem þó vins- aði úr það, sem honum þótti ótrú- legast og hleypti þvi ekki inn í Kór- aninn. Loftsteinar — meteorar — lenda oft á tunglinu ekki siður en á jörð- inni. Munurinn er aðeins sá, að á tunglinu lenda þeir nær óskaddaðir. Þetta stafar af þ.vi, að ekkert loftlag er kringum tunglið, sem hitar þá eða jafnvel brennir þá upp til agna, eins og loftsteinana sem koma til jarðar- innar. TWEED SAMSTÆÐA með stökum jakka. Það er skrítið uppátæki hjá Pierre Balmain að koma með þessa rauð- og svartsprengdu dragt og stak- an jakka fóðraðan með persian. Á þennan hátt fæst ekki einungis dragt- in heldur einnig hlý yfirflík svo óþarft er að kalla þetta lúxus. M£ VARIST FELLINGAR. — Konur skyldu ekki velja þctta snið nema gild- leikinn sé hæfilegur. Það fcr best á grönnum. Maurice Retner hefir valið flöskugrænt jersey í kjólinn og skjólið er núr nerts. Það er hneppt með þrem- ur hnöppum að framan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.