Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN <-<¦<<<¦<<<<-<¦<<¦<-<¦<<<<-:-<<<<<<<<<<<<-<-<-<¦<-<-<-<¦<<<<•<<<<<<¦<<<<-<-<¦<<--<-<-<<¦<-<<<<<<<<¦<<<<¦<¦< ROBERTA LEIGH: Ndlamynda - hjónabandíð. * FRAMH ALDSSAG A * »»»»>>>>>>>>>>:>>>»»»>>>>»-> »-»¦»-»>-»»»¦» > »-> > > »>¦>¦>¦» >»-> > >¦>-> > >-: samkvæmisklædd og dönsuðu þess vegna ekki sjálf. Nicholas fann ástarlogann fara um sig all- an; þetta var eins og hættulegt dýfuflug — Nicholas hafði aldrei kennt þessarar tiifinn- ingar á landi — aðeins í fiugvélinni sinni. Carole var kona sem honum hæfði, konan sem ha'nn hafði verið að leita að! Konan sem gat gefið honum æsingarkenndina, sem hann hafði orðið að fara á mis við eftir að hann hætti að fljúga. Carole Sheraton! Himnariki á jörðu, með rauðar, lokkandi varir sem brostu. „Skái fyrir okkur!" sagði Nicholas. Þetta kvöld varð örlagastund Lyndis Carmichael, þó að hún vissi ekki af því sjálf. Heimsóknum hennar hjá Hamalton í Kensing- ton fór fækkandi. Það var hún sjálf, sem dró sig í hlé. Hún gerði það með tvenns konar sorg í hjarta. Hún vissi að hún svipti gamla lávarðinn ánægju, með því að koma ekki heim til hans — en hún gat ekki haldið áfram að koma — það hlaut hann að skilja. Hún gat ekki afborið að sjá Nicholas rjúka af stað að heiman til þess að hitta Carole Sheraton, en myndir af henni hafði hún séð í ýmsum tildurblöðunum. Hún þoldi ekki að hiusta á endalaus símtöl Nicholas við Carole Sheraton, þá sjaldan að hann var ekki með henni. Ó, það var eins og hann væri f jötraður þúsund þráðum við þessa stúlku, — eins og ekkert rúmaðist í meðvitund hans nema hún. Hún gat ekki af borið málamyndavinsemd hans þegar hann var að tala við Lyndis sjálfa, og sjá augnaráð hans, sem fór fram hjá henni, orð hans sem voru töluð út í bláinn, sögð fyrir siðasakir. Nei, hún þoldi það ekki .. . Lyndis hafði aldrei grunað að svona sár sorg væri til — eftir sæiudagana miklu. Hún minntist dagnanna, sem þau Nicholas höfðu verið saman, sem bjartra unaðsdaga, og hún vissi, að hún mundi aldrei geta elskað neinn annan mann en hann. Slík ást kemur aðeins einu sinni — og deyr aldrei. En annar maður var mæddur líka, og það var Hamalton lávarður. Hann saknaði Lyndis sinnar mikið, en hann skildi tilfinningar hennar og nú fannst honum annríkisveröld sín vera tómlegri en nokkurn tíma áður, og hann hafði mestu andstyggð á Carole Shera- ton, sem Nicholas var sífellt að bjóða heim tii miðdegisverðar, sem konuefni sínu. Hamaiton var svo skarpskyggn að hann sá fljótt gegnum hinn falska hjúp Carole Sheraton, hann sá gegnum hana og áfelldist son sinn fyrir að leggja lag sitt við aðra eins konu. Skildi hann ekki og sá, að hún hæfði illa í gömlu húsakynnunum við Kensington Park. Gat hann ekki séð muninn á henni og myndinni af henni móður sinni, sem hékk yfir arinhillunni. Gat Nicholas ekki séð muninn á þessari vinstúlku sinni og konunum úr Hamaltonættinni, sem hann gat séð á mynd- unum á heimilinu? Nicholas virtist vera bæði blindur og heyrnarlaus, en samt tókst lávarðinum að skjóta trúlofunaropinberuninni á frest um sinn. Hann taldi sig ekki geta gert syni sínum betri greiða, — hver veit nema hann áttaði sig og snerist hugur. Nicholas lét loks undan föður sínum, sem var talinn þver og sérvitur, en hann og Carole héldu áfram að vera saman þegar þau gátu, og London hafði margt að bjóða ungum og skemmtisjúkum hjónaleysum. Og bráðum mundu þau opinbera trúlofunina! En svo bar nokkuð óvænt að ... Einn morguninn las Lyndis í blaðinu að húsbóndi hennar hefði dáið um nóttina. Hamalton lá- varður hafði ekki komið á skrifstofuna í nokkra daga, og hann hafði verið mjög farinn og þreytulegur upp á síðkastið, en Lyndis furðaði sig ekkert á því, vegna þess að hún vissi hve mikið hann vann. En hún tók sér fráfall hans nærri. Nú var gullna skeiðinu lokið, þessum stutta kafla úr ævi hennar. Lyndis varð forviða, er hún fékk skilaboð um að verða viðstödd er erfðaskrá lávarðar- ins yrði lesin upp. Foreldrar hennar voru ekki eins hissa á þessu, því að þeim fannst líklegt, að lávarðurinn mundi hafa ánafnað henni einhverja gjöf. Það var svartklædd, hátíðleg samkoma, sem var viðstödd til að heyra síðasta vilja lá- varðarins. Lyndis var órótt innan um þetta fól'k og nú varð hún að sjá Nicholas aftur. Hún hafði mikinn hjartslátt og henni leið illa. Þarna kom hann slangrandi, hreyfingarnar kippóttar eins og hjá villidýri. Hann sá hana og brosti til hennar og sagði: „Halló Lyndis!" eins og honum þætti vænt um að sjá hana, en við hlið hans var Carole, í fínum, svörtum fötum og með silfurref um hálsinn. Hún var fallegri en Lyndis hafði haldið, — hún var hræðilega falleg og svo var hún svo sigur- viss . . . Ýmsar erfðaskrár voru lesnar upp, en þar var ekkert, sem snerti Lyndis, svo að hún fór aftur að furða sig á hvers vegna hún hefði verið kvödd á þennan fund. En þegar upp- lestrinum var lokið kom lögfræðingurinn Trupp, frá málaflutningsstofunni Trupp, Trupp & Watson til hennar. Hann þurfti að tala við hana og Nicholas Hamalton í ein- rúmi, sagði hann hvíslandi. Honum var auð- sjáanlega órótt, og framkoma hans var öðru vísi en maður á að venjast hjá lögfræðingum. Nicholas var önugur. „Ég hefi engin leyndarmál, sem unnustan mín má ekki vita um," sagði hann. „Hún gét- ur hlustað á það, sem þér ætlið að segja." „Það væri best að henni væri hlíft við því," sagði Trupp. „Ég á við, að það yrði henni aðeins til ama að hlusta á það." Nicholas varð enn byrstari og eirðarlausari. Lyndis þekkti þennan eirðarleysissvip. En Carole lét þetta ekki á sig f á og brosti heims- dömubrosinu sínu, þrýsti silfurrefnum að háls- inum og bjó sig til að fara. „Ég get fengið að vita hvað þetta er, síðar meira, er það ekki, góði," sagði hún við Nicholas, sem kyssti hana á handarbakið, svo innilega að það fór hrollur um Lyndis. Trupp þurrkaði af gleraugunum sínum og ræskti sig nokkrum sinnum, en Nicholas varð óþolinmóður og sagði: „Fær maður ekki bráðum að heyra þetta? Ég vil fá að vita hvers konar leynimakk þetta er. Komið þér með það!" „Faðir yðar hefir sett skilyrði fyrir því að þér getið erft hann," stamaði Trupp. „Og það skilyrði er, að þér giftist ungfrú Lyndis Carmichael." Það var líkast og ísköld hönd gripi um hjarta Lyndis. Hún gat varla trúað sínum eigin eyrum! Átti að þvinga Nicholas til að giftast henni, til þess að verða ráðandi síns eigin arfs? Hvernig hafði Hamalton lávarði getað kom- ið þessi firra í hug? Skildi hann ekki hvilík plága og niðurlæging þetta yrði fyrir hana? Hafði hún ekki liðið nóg? Þurfti að afhjúpa ást hennar til Nicholas á þennan hátt, Að fleygja henni í mann, sem ekki vildi líta við henni. Lyndis þorði varla að líta framan í Nic- holas. Og henni leið enn verr, er hún sá fölt andlit hans afmyndað af reiði, pg flögrandi andi augun. Hann leit ekki á Lyndis. „Svona tíl'tektir geta varla haft lagalegt gildi," tók Nicholas fram í fyrir Trupp. . „Jú, herra Iávarður, þetta er bindandi," svaraði Trupp önugur og hélt áfram að lesa síðustu fyrirmæli gamla lávarðarins. „Sonur minn verður að giftast ungfrú Lyndis Carmichael og vera giftur henni að minnsta kosti eitt ár, og það er von mín, að á þessum tíma Iærist honum að meta til fulls kosti hennar og ást. Tii hamingju, Lyndis!" voru síðustu orðin í bréfinu. Lyndis var niðurlút. Þetta var líkast og að heyra rödd úr öðrum heimi. Það var svo hrífandi en um leið svo hræðilegt. Hann hafði1 viljað henni vel, en bakaði henni óumræðilega kvöl. „Jú," hélt Trupp áfram, „þetta er bindandi. Lávarðurinn athugaði lagahlið þessa máls ít- arlega áður en hann tók þessa ákvörðun. Hún er bindandi, og sé henni ekki fullnægt renna eignir hans til ýmissa líknarstofnana, sam- kvæmt skrá sem hann hefir gert." „Ég sætti mig aldrei við þetta," sagði Nicholas ákafur, og orðin voru eins og svipu- högg sem hittu Lyndis. Allt í einu sneri hann sér að henni með svo heiftarlegu augnaráði, að Lyndis fanst hún ekki þekkja augu hans aftur. „Hvernig fóruð þér að því að fá föður minn til að taka upp á þessu?" sagði hann hamslaus af reiði, en áður en hún hafði fengið ráðrúm til að svara var hann rokinn út. Tárin, sem höfðu þrengt sér fram í augu Lyndis, fengu nú útrás. Hún fylgdi Nicholas

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.