Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 2

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN V > r > ' > ' > ' > ' > ' > r >r \f > r > r > r > r > r > r > r > r > r > r Kynnið ykkur okkar lágu iðgjöld og bónusútborganir. Vátryggingarskrifstoía Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Lækjargötu 2A, Reykjavík. Simar: 3171 & 82931. J \ J\ J\ J \ J\ J\ J \ J \ J \ J \ J \ J\ J \ J< J \ J \ J \ J \ J \ J \ J\ J\ J \ J \ J \ Hvers vegnn giftist CJretn Qnrbo nldrei? í augúm Evrópumanna er Greta Garbo torráðnasta manneskja sam- .íðarinnar, eins konar sfinx 20. ald- arinnar. Hún forðast allt umtal eins og heitan eldinn og undir eins og liún stígur fæti á land austan Atlants- hafsins setur hún upp dökk gleraugu tit að gera sig torkcnnilega og forðast forvitið fólk. En í New York þarf hún ekki að varast neitt, en getur hagað sér eins og annað fólk, þvi að þar tekst enginn á loft þó að hann sjái Gretu Garbo. Hún býr á rólegum stað við 52. götu við East River, í sama húsi og bestu vinir hennar, lijónin George og Valentina Schlee. Fyrir hádegi gengur hún út og skoðar i búðarglugga og lítur á fólkið, bregð- Greta Garbo. ur sér inn i fornbókasölur til að skoða gamlar bækur, eða þá á bókauppboð. En sjaldan kaupir hún nokkuð. Hún liorðar miðdegisverð á ódýrum mat- stöðum og er ekki vandlát á mat. Ef rigning er fer hún oft inn ,í „Plaza Theatre" í 58. götu og horfir á útlenda kvikmynd, en líka kemur fyrir að hún fer inn í nýtisku tista- safnið og horfir á kvikmyndir, sem hún hefir leikið í sjálf. Fáir vita hvar hún á heima, og hún tekur sjaldan á móti gestum. Eini gestur iiennar síðustu árin er innbrotsþjófur, sem gerði henni heimsókn er hún var í ferðalagi, og stal miklu. Greta á fáa góða vini, en meðal þeirra eru enski hirðljósmyndarinn Cecil Beaton, Schleeshjónin, Erioh Goldsmith- Rotschild, biaðamaðurinn Jolin Gunt- her og Gaylord Hauser. Einu sinni var Cecil Beaton spurð- ur hvort hann gæti hugsað sér að eiga Gretu Garbo fyrir konu, og þá svaraði hann hlæjandi: „Ég held að hún yrði afleit eiginkona." .Tolin Balnbridge, sem fyrir skömmu hefir skrifað ítarlega ævisögu Gretu Garbo, álítur að hún hafi eins konar „Pygmaiionkomplex". Hann álítur að hún liafi elskað leikstjórann Mauritz Stiller mest allra manna. bað var hann sem tók búðarstúlkuna Gretu Gustavson úr búðinni og kom henni á leiklistarskólann í Stokkliólmi og sparaði ekkert til að gera úr henni 'leikkonu. Svo eftirgangssamur var hann við liana að lienni lá við að sieppa sér, og einu sinni lirópaði hún: „Hættið þér, hættið þér, manndjöf- ull. Ég liata yður!“ En Stiller tét ekki undan henni. Og hann skírði hana nafninu, sem hún gerði heimsfrægt. Hann iét hana leika í „Gösta Berlings saga“, og hann fór með hana til Berlínar til að leika í stórmynd, sem aldrei varð fullgerð, en gerði Stiller gjaldþrota. Þá fór hún að starfa hjá teikstjóranum G. \V. Pabst, en þaðan var leiðin eklci löng til Louis Mayer, og með honum fór hún til Ameríku. Hotlywood tók þeim báðum fálega fyrst i stað. En Greta sigraði með fyrstu myhdinni sem hún lék í Ame- ríku. En hins vegar dó Stiller, sem hafði gert hana að því sem hún var, í fátækt og raunum í Stokkhólmi 8. nóv. 1928, aðeins 45 ára gamall. Þá var Greta að leika í mynd, sem hét „Villi-orkídeur". Þegar hún frétti lát Stillers náfölnaði lnin. Og eins og í svefngöngu slagaði hún að næsta stól, tók höndunum fyrir augun og sagði: ,Eftir að Moja er dáinn get ég ekki sofið, ekki matast og ekki unnið.“ Hún varð að fá lausn frá störfum i langan tima og myndatakan stöðvað- ist. Þegar húsbændurirnir fóru að reka á eftir henni og minna á samn- inginn, svaraði hún: „Hvers krefjist þið af mér? Viljið þið sjá vofu á tjaldinu?“ Hún lifði áfram, en hún gat ekki elskað framar. Mótleikari hennar, John Gilbert, var mjög ástfanginn af henni, en hún vildi ekki jiýðast hann. llann átti mikinn þátt í að gera hana fráhverfa karlmönnum. Árið 1937 kynntist Greta Garbo, sem þá var 31 árs, hljómsveitarstjór- anum Leopold Stokowski, en hann var 24 árum eldri en hún. Hann var frægur maður með mikinn persónu- leika, eins og Stiller, og hún gerði hann að trúnaðarmanni sinum. En þau urðu aldrei nema vinir. Siðasta myndin, sem varð Garbo til frægðar var „Ninotsjka". Siðustu myndir hennar vöktu litla athygli. Og þá sneri hún bakinu við kvikmyndun- um, aðeins 36 ára göniul, eftir glæsi- legasta leikfcril, sem nokkur kona hefir átt. * siiiii HÖRPU - JAPANLAKK • HVÍTT • KRÓMGUtl • GULT OKKUR • RAUTT -JÁRNOXYD • ZINNOBERRAUTT • PARÍSARBLÁTT • ÚLTRAMARÍNBLÁTT • ZÍNKGRÆNT J\ J\ J\ J\ J\ J\ J \ J \ J \ J\ J\ J\ J \ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J \ J\ J\ J\ J\ J\ ) \ A j\ J\ j\ J\ j\ j\ JA j\ j\ j\ j\ j\ j\ j\ j\ j\ A J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ Kuldi og fjallaloft eru hressandi og lífgandi. Hjartað slær örar, taugarnar endurnærasf. Húðin tekur einnig við meiri blóðstraum, en kuldi og væta draga fró henni verðmæt lífefni. Svo sem kunnugt er, hættir henni til að verða grófgerð, rauðleit og sprungin ó pessum tíma órs. Einfaldasta róðið við pessu erað nota NIVEA-CREME, vegna pess að pað inniheldur Eucerit, sem bæði verndar húðina cm gegn utanaðkomandi óhrifum og stælir hana gegn óföllum. 6 < ’ --------------------- -»»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.