Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Sfldler's Wdls og Horgot fonteyn Sadler Wells-ballettinn varð 25 ára á síðasta vori og er nú fræg- astur allra í heimi, að minnsta kosti vestan járntjalds. Frægð sína og yíirburði á hann einkum þremur konum að þakka: Ninette de Valois, Lilian Baylis og — Margot Fonteyn. í ltosebery í London er leikhus, scm nefnist Sadler’s Wells Theatre. Það er ekki sérlega frægt, en nafn þess liefir oröið heimsfrægt, af dans- flokki, sem kennir sig viö leiklnisiö og er upþrunninn þaðan. Fyrir rúmum aldarfjóröungi átti England engan ballett, sem sögur fóru af. En þá har svo viö aö sam- vinna tókst með tveimur konum, sem báöar höfðu álitiga á að koma upp góöum þjóðlegum hallettskóla. Onnur var Ninette Valois, fráhær danslistar- kennari og dansfræöingur, er hafði stofnað svonefnt „danslistarakademi“ eða nýtísku að því er tónlistina snerti. Sýningin vakti svo mikla at hygli að hún var endurtekin tvivegis á Sadler’s Wells, sem þá var nýlega endurreist á fornum slóðum i Norður- Löndon. Þar varð aðalsetur balletts- ins, sent nú var orðinn sjálfstætt fyr- irtæki, og danslistar-akademis Nin- ette de Valois, því að hún liélt skóla sínum áfrani eftir sem áður. Haustið eftir sýninguna á Old Vic var afráðið að hafa ballettsýningu einu sinni á hálfum mánuði um vet- urinn. Þá var frumsýndur ballettinn ,,.Toh“, sem er talinn sá besti, sem Ninctte de Valois hefir sett á svið. Veturinn eftir voru ballettsýningarn- ar orðnar tvær á viku. Og sumarið 193ö fór flokkurinn fyrstu sýningar- för sína til útlanda — til Danmerkur, sem er fornfræg fyrir sinn ágæta ballett á kgl. leikhúsinu. Bestu dansarar flokksins voru um þær mundir Alicia Markova og Anton Dolin, bæði hresk, en voru orðin fræg áður en þau réðust til Sadler’s Wells. Síðan bættist Rohert Helpmann við árið 1934, og sama árið kom i hóp- inn 15 ára stúlka, sem síðan liefir aukið hróður ballettsins meira en nokkur önnur. Hún dansaði sitt fyrsta smáhlutverk það ár, í ballett, sem hét „The Haunted Ballroom“. En fyrsta stóra hlutverkið sem þún fékk, var kreólastúlka í „Rio Grande“ árið 1935. Tónlistin í þeim ballett var eftir Gonstant Lambert, hljómsveitarstjóra stofnunarinnar, og Frederick Ashton, sem siðar varð aðal „koreograf" Sádler’s Wells, tók jjátt i þessum sania ballett. Allt þetta fólk hefir hjálpast að þvi að ávinna ballettin- um alþjóðlega frægð. Árið 1936 kom fyrsta sýningin í sjónvarpi og árið eftir var sýningarför til Parisar. Nokkrum mánuðum siðar dó Lilian Baylis, en hefir áreiðanlega verið orð- in sannfærð um, að hugsjón hennar um góðan enskan ballett mundi ræt- ast. Nokkru síðar kom lieimsstyrj- „Sleeping Beauty“ — sofandi fegurð, er ævintýraballett, sem Sadler’s Wells sýnir oft. Tónlistin er eftir Tsjaikovski. Bretar kunna vel að meta listafólk sitt og frábærir leikarar eru aðlaðir og fá sirs-nafnbót. Það sem svarar til hennar, þegar konur eiga í hlut er dame. Þá nafnbót fengu bæði Lilian Bailys og Ninette de Valois, og sú konan, sem mestur ljómi stafar af í augum þeirra, sem horfa á sýn- ingarnar, en það er Margot Fonteyn, sem nú hefir starfað lijá Sadler’s Wells síðan 1935, en þá var hún fimmtán ára. Þcgar hún fæddist í þennan heim fyrir 37 árum, í útjaðri Lundúnaborg- ar, var bún skirð Margaret og bar Dame Ninette de Valois, sem stjórnað hefir Sadler’s Wells ballettinum frá upphafi. í London 1925. Hin var Lilian Baylis, þá stjórnaði tveimur leikhúsum í London, nfl. „Old Vic“ — Sbake- speareleikhúsinu fræga — og Sadler’s Wells leikhúsinu sem þá var nýtt. Ninette Valois tók við stjórn og þjálf- un ballettsins, en Lilian Baylis sá honum fyrir liúsnæði. Og 5. mai 1931 gerðist sú nýlunda, að sjálfstæð ballettsýning var í Old Vic-lcikhúsinu, í stað óperu eða leik- rits eftir Shakespeare. Voru sýndir átta litlir ballettar, ýmist klassiskir Margot Fonteyn í síðasta atriði ballettsins „Daphnis og CIoe“ sem Fred- erick Ashton hefir samið við tónlist eftir Ravel. öldin og seinkaði vexli ballettsins um nær tíu ár. Árið 1946 komst sú skipun á Sadler’s Wells ballettinn, sem helsl enn i dag. Nú var hann vaxinn upp úr Sadler’s Wells leikhúsinu og flutti bækistöð sína i Royal Opera House (Covent Garden) en gamla nafninu bélt hann fyrir því. Iin nýtt félag, Sadler’s Wells Tbeatre Ballet, hélt uppi ballettsýningum í gamla leik- húsinu, og bæði félögin höfðu flokka, sem sýndu ballett i óperusýningum, þannig að fyrirtækin urðu eiginlega fjögur. En öll voru þau undir stjórn Ninette de Valois. Ballettskólinn gamli breyttist líka. Hann fékk ný búsakynni í Colet Gardens í Vestur-London og Arnold Haskell varð stjórnandi hans. Nú starfar skólinn í tveimur deildum: unglingaskóli fyrir drengi og telpur 8—15 ára í Whita Lodge i Richmond Park en eldri deildin er áfram i Colet Gardens og Sadler’s Wells-leik- húsinu, og þeir sem lokið hafa skóla- göngunni hafa enga tryggingu fyrir að fá starf við ballettinn eftir á. En skólinn hefir sýningar og lætur nem- endurna fá að spreyta sig, og þeir færustu lenda svo fyrr eða síðar í fastaliði hinna tveggja leikhúsa. Ball- ettskólanemandinn lærir fleira en dans í skólanum. Jafnvel landafræði, mannkynssaga og stærðfræði eru skyldunámsgreinar. Auk þess heldur skólinn námskeið, sem sótt eru af dansfólki ýmissa þjóða, og á þann liátt kynnast aðrar þjóðir smátt og smátt hinni ensku danslist. Og sýn- ingarferðirnar eiga vitanlega mikinn þátt i að kynna ballettinn. í haust heimsótti rússneski ballettinn Lon- don og sýndi á Royal Opcra House, en Sadler’s Wells sýndi á Bolslio- leikbúsinu í Moskva.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.