Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Tyrkland Tyrkland er á stærð við Noreg og Svíþjóð samanlagt, 770.000 ferkm. — og 'liefir um 19 milljón íbúa. Aðeins 24.000 ferkm. landsins ern vestan Bosporus — í Evrópu, en liitt i Ásíu. Langflestir íbúarnir eru Tyrkir. Næst landmærunum að íran og írak búa fast að því ein milljón Kúrdar, en auk þeirra er slæðingur af Armenum og Grikkjum. Flestum Armenum i landinu var útrýmt i fyrri heirns- styrjöldinni, og eftir 1920 urðu 1.5 miiljón Grikkir að flýja land. Lang- flestir landsbúar eru Múhameðssinn- ar, en ríki og kirkja eru aðskilin. Um tveir þriðjungar landsbúa lifa aí' jarðyrkju. Landið getur framfleitt nægilegt af korni handa þjóðinni, en þó eru mikil landsvæði óræktuð. Helstu korntegundirnar eru hveiti og bygg. Ennfremur er ræktað tóbak, mórberjatré, suðræn aldin og bómull. Búpening liafa Tyrkir mikinn, og fer honum fjölgandi. Árið 1945 voru i Tyrklandi milljón hestar, 10 miltjón nautgripir, 23 milljón kindur og 12 milljón geitur. Aðal útflutningsvörur landbúnaðarins eru tóbak, heslihnet- ur, rúsínur, fíkjur, ull og bómull. AlJmikið af málmum er til i Tyrk- landi, en lítt liafa þeir verið unnir t'd þessa, og iðnaður er litill þar enn. Kolaframleiðslan hefir nálega fer- faldast á síðustu 20 árum og er nú nær 4 milljón smálestir. Járn- og stál- vinnsla er á byrjunarstigi, og fram- leiðslan um 200.000 smál. á ári. Tyrk- land framleiðir um fimmtung alls króms, sem framleitt er í heiminum, en það er mikilsvert efni í hergagna- iðnaðinum. Á fyrstu stríðsárunum fór verulegur hluti þess til Þýskalands. Einnig er unnið blý, zink og kopar. í Tyrklandi eru skógar miklir og á ríkið mest af þeim. Járnbrautirnar eru um 7000 km. á lengd, en eru óð- um að lengjast. Akvegirnir eru litlir og lélegir. Tyrkland nútímans hefir risið á rústum gamla Tyrkjaveldisins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Tyrk- land missti þá öll lönd sín utan Þrakíu og Litlu-Asíu og virtist mundu iiðast sundur. En 1920 myndaði Mustafa Kemal fyrstu stjórn sina í Ankara og tókst að sameina þau lönd, scm byggð voru óblönduðum Tyrkj- um. Siðdn gersigraði hann Grikki i Litlu-Asiu og skömmu siðar hröklað- ist siðasti Tyrkjasoldán frá völdum, en Tyrkland varð lýðveldi og Must- afa Kemal forseti þess, 1922. Ankara varð liöfuðborg ríkisins. í orði kveðnu er Tyrkland lýðveldi með þjóðkjörnu þingi, sem velur for- setann. En í raun réttri er forsetinn einvaldur, og flokkur hans, lýðveldis- fiokkurinn, var til 194(5 eini flokkur- inn, sem Jeyfður var í landinu. Kem- al kom ótrúlega miklum framförum á í landinu. Hann braut á bak aftur vald kirkjunnar, gerði stóreignirnar upptækar og skipti landinu milli bænda. Skógar og namur urðu ríkis- eign. Iðnaður sá, sem er að myndast, er ýmist ríkisfyrirtæki eða undir eftirliti ríkisins. Kemal dó 1938 og varð Inönn ráðherra, samverkamaður hans, þá forseti. Nýi forsetinn gerði ■hermálasamning við Breta og Frakka 1939, en tókst samt að halda Tyrk- landi utan við ófriðinn þangað til Þjóðverjar liöfðu verið reknir af Balkanskaga. Árið 1940 var eins- flokks-fyrirkomulagið afnumið að nafninu til, og við næstu kosningar fékk andstöðuflokkur stjórnarinnar um 10% af þingfulltrúunum. En i raun réttri ræður lýðveldisflokkurinn öllu. Þar bryddir hins vegar á nokkr- um klofningi. Fyrir síðustu heimsstyrjöld var gott samkomulag milli Tyrkja og Rússa, en síðan hefir það versnað. Sovét-samveldið krefst hlutdeildar í hernaðarlegu eftirliti Dardanella- sunds inn í Svartahaf, og vill enn- freniur fá aftur landsvæði við Iíákasuslandamærin, sem Tyrkir tóku er byltingin var i Rússlandi. Vegna þessa ósamkomulags hafa Tyrkir liaft her sinn viðbúinn síðan stríðinu Jauk. Brctar og Bandaríkjamenn styðja Tyrlri gegn Rússum, og nýlega fékk Tyrkland 100 milljón dollara hjá Bandaríkjunum til hervarna. Tyrkir verja svo miklu fé til þeirra, að fjár- hagur þeirra er erfiður, og nauðsyn- legar framkvæmdir hafa orðið að sitja á hakanum hjá þeim. HEFIRÐU HEYRT —? að árið 1955 fórust 38.000 manns af umfcrðarslysum í Bandaríkjunum. Það er 2000 fleira en árið áður og yfir 2500 fleira en allir Banda- ríkjamennirnir, sem fórust í Kór- eu-stríðinu. að skipasmíðastöðvarnar í Bretlandi hafa samninga um skipasmiðar fyrir næstu þrjú árin, og geta ekki afgreitt nýjar pantanir fyrr en eft- ir þann tíma. Sumar stöðvarnar, sem smíða eingöngu tankskip, hafa nóg verkefni til 1961. að í Finnmerknrfylki í Noregi er Jireindýrastofninn kringum 100.000 dýr. Eru þau talin 19.4 milljón króna virði. að mannshjartað dælir kringum 11 þúsund lítrum af blóði út í líkam- ann á hverjum sólarhring. að kanadisku Avro-flugvélasmiðjurn- ar í Montreal eru að smíða flug- vél, sem á að komast milli London og Montreal á 2% tíma. að ferðamannakomur til Noregs hafa aukist um 260 prósent siðan árið fyrir siðari heimsstyrjöldina. að áætlað er að mannfjöldinn í Bandaríkjunum vaxi um 55 mill- jónir á næstu tuttugu árum. KISA f ÆVINTÝRI, — Þessi kisa hefir lent í ævintýri. Járnbrautar- þjónar fundu hana í .,harmoníkunni“ milli tveggja brautarvagna í rafknúnu lestinni milli London og Chelmsford. Það varð sannað, að hún hafði verið þarna í þrjá daga, svo að furðulegt má heita að hún skyldi ekki merjast til bana eða drepast af rafstraumi. — Kattargreyið var löðrandi í felti og olíu, en eftir vandlegan þvott og góða aðhlynningu náði hann sér aftur. BALLETTSKÓR PAVLOVU. — f til- efni af því að 25 ár eru liðin síðan hin heimsfræga dís dansins, Anna Pavlova dó, hefir minningarsýning verið haldin í London. —• Hér sjást tvær dansmeyjar skoða skó, sem I’avlova dansaði á, en mynd af henni sést á bak við. BILL IIALEY í LONDON. — Iíock ’n roll kóngurinn Bilt Haley hefir að undanförnu sett London á annan endann. Dansandi hópar unglinga hafa gert lögregluþjónunum lífið grátt, og fullorðna fólkið er farið að vagga sér eftir hljóðfalli hljómsveitarinnar líka. Myndin er af hinni víðkunnu hljómsveit Bill Haleys. MEINLEG ÖRLÖG. — Eini kvenþátt- takandi Indlands í Olympíuleikjunum, spretthlauparinn Leela Rae, fór „illa út úr því“. í fyrstu undanrásinni datt hún er hún hafði hlaupið 20 metra, og Rauðakrossliðið varð að bera hana á burt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.