Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 hjartaS lioppaði í brjóstinu i henni. Hún sneri sér að brytanum og endur- tók það, sem flugstjórinn hafði sagt. — Mikil fjárans vandræði, sagði brytinn. — Hér um bil liálfnuð til Tripolis ... og verða svo að snúa aftur. JUDITH varp öndinni áður en hún fór út úr búrinu. Hún gekk rétt fram hjá Weston og inn i farþegarúmið. Hún beygði sig og talaði lágt við far- þegana, livern eftir annan. Þeim létti við að sjá brosið á stúlkunni, og tólcu öllu vel. Svo fór hún inn í salinn. Weston leit upp og brosti til hennar, en varð auðsjáanlega forviða, er liann sá nýja ínyndugleikasvipinn á henni. Hún sagði honum hvernig komið væri, og röddin var liæg og róleg. En orðin höfðu furðuleg áhrif á Weston. Hendur lians skulfu og líkaminn kipraðist saman, eins og í krampa- teygjum. Borginmannlegi svipurinn hvarf af honum og andlitið varð grátt af hræðslu. — Það er engin hætta á ferðum, herra Weston. Flugstjórinn kemur strax. En við verðum að snúa við. Þér Verðið að afsaka. Hann lyfti skjálfandi vísifingri út að glugganum. — Litið þér á! Eintóm fjöll og dalir. Hugsið yður að við yrðum að tenda liérna. Þá er engin lífs von. Engin lífsvonj — Við hröpum ekki, sagði Judith rólega. Nú sá hún þvert í gegnum hann. Hún sá skjálfandi hendurnar og lirædda, flóttalega augnaráðið. Þetta mundi Roy ekki hafa gert, datt henni allt í einu i hug. Hann var öðru vísi. Allt öðruvisi. Henni þótti inni- lcga vænt um að Roy var eins og liann var. Flugvélin hallaðist mikið, er hún beygði til að snúa við. Andlit Westons varð enn grórra er hann starði á vængbroddinn, sem stefndi beint nið- ur á fjallatindanna. Svo fór loftskrúf- an á hreyfli nr. 1 að hægja á sér og stansaði loks alveg. Weston starði á þögulan hreyfilinn, augun voru stór og óttaslegin. Nú hafði hann alveg gleynd Judith. Iiún horfði ó Weston og sárvor- kenndi honum. Hann tók meira að segja ekkert éftir þcgar liún fór fram i búrið aftur. Þegar hún kom með liádegisverðinn lianda áhöfninni, sagði flugstjórinn: — Þetta tókst vel hjá yður, ungfrú Atlenby. Enginn farþeginn varð hræddur nema þessi, sem sat i saln- um. Ég skil ekki hvers vegna — það c-r ástæðulaust að vera hræddur Weston sá hana ekki þegar liún gekk framhjá honum inn í búrið aft- ur Hádegisverðurinn stóð fyrir fram- an hann Hann hafði ekki bragðað á lionum. Þau voru á heimleið ... Heim! hugsaði Judith með sér, allt í einu. Iiún óskaði að þau kæmust lljótt heim, að flugvélin lierti á sér og gæti lent sem allra fyrst. Loks sá hún móta fyrir flugvell- inum. Og innan skamms voru þau lent — mcð fasta grund undir hjólun- um. Nokkrum mínútum síðar sat Juditli með brytanum í einni biðstof- unni í afgreiðslubyggingunni. Flug- stjórinn sagði að þau yrðu að bíða klukkutíma eftir viðgerðinni. Far- þegarnir sátu i liinum herbergjunum. Klukkutíma — og svo á vængjunum aftur. Ó, Roy, ég má til að sjá þig, hugsaði Judith með sér. Bara að ég gæti fengið að tata við þig! I-Iún stóð upp. Kannske var Roy á skrifstofunni ennþá. — Ég ætla að sima snöggvast, Arthur. Ég verð ekki tengi. I sömu svifum fann hún að tekið var utan um hana, og hún sá framan í brosandi andlitið á Roy. — Elskan min — hvcrnig liður þér? Flugvélin þín ... — Mér liður vel, Roy. Núna. Fagn- aðarstraumur fór um hana alla. Hún horfði á hann og vissi ekki hvort hún átti að gráta eða lilæja. — Fyrirgefðu þetta í gærkvöldi, sagði Roy lágt. — Ég var ekki mönn- um sinnandi i morgun. Það var fyrir- lítlegt al' mér að haga mér svona. Ég er sjálfselskur. — Nei, ég var sjálfselsk, Roy. En nú er ég svo sæl, að ég veit ekki hvað ég ó að segja nema ... — Nema hvað? — Nema að ég elska þig! — Judith, elskan mín, ég reyndi að ná til þin í morgun, en húsbóndinn hcimtaði að ég færi með honum á fund, og loksins þcgar ég hringdi á flugvöllinn, gátu jjeir ekki fundið þig. Það var óhugnanlegt. — Ég — ég liélt að allt væri búið á milji okkar, sagði Judith skjálfrödd- uð. — Þú hefir alltaf hringt þangað áður ... — Já, elskan mín, en nú er ég hérna ... Prófasturinn, sem ekki rotnaði Nicouaus Rungius hét finnsk- ur prestur, sem uppi var fyrir á fjórða hundrað árum, í Kemi í Norður-Finnlandi. Hann gat ver- ið stórorður af prédikunarstóln- um einni síður en Jón Vidalín og hélt oft svænsar hótunarræð- ur yfir söfnuðinum. En söguleg- ust ])ótti samt siðasta ræðan, sem hann hélt er hann kvaddi söfnuð sinn. Þar sagði hann meðal ann- ars svo: „Hafi ég ekki sagt ykk- ur sannleikann i ræðum mínum, munu jarðneskar leifar mínar rotna, svo sem annarra dauðra manna. En hafi ég talað sann- leikann til yðar, skal líkami minn aldrei rotna, heldur varðveitast um aldur og ævi, eins og hann er þegar ég dey.“ Skömmu síðar dó prófastur, en sóknarbörn lians skrifuðu þessi spádómsorð lians og voru þau skráð í kirkjubækurnar. En það sem merkilegra er: spádómurinn hefir rætst, án þess að nokluir smurning færi fram til að halda líkinu óskemmdu. Líkið var í kistu úr harðviði og með gler- loki og hefir ekki rotnað. Ýms- ir vísindamenn hafa rannsakað líkið og geta ekki gefið neina skýringu á hvers vcgna það hef- ir haldist óskennnt. Nú ó dögum gerir fólk sér tíðfarið til þess að skoða hið þriggja alda gamla lík Rungiusar prófasts, sem hvílir í lítilli steinkirkju 12 km. fyrir norðan Kemi. Liggur það nakið í kistúnni, en líndúkur breiddur undir það i kistubotninn. Það er orðið dekkra á litinn en lik flest, en að öðru leyti óskaddað, nema að því leyti að annar handlegg- urinn og annað augað er lvorfið. Hárið er dottið af höfðinu, en andlitsdrættirnir enn svo greini- legir að auðvelt er að gera sér grein fyrir hvernig maðurinn Iiefir litið út. Kringum 200 ár liðu frá dauða prófastsins án þess að nokkur hefði hugmynd um að lík hans hefði ekki rotnað. En á fyrri hluta 10. aldar fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni. Fannst þá, innan um fúnar kistur og rotnuð lík, mannslík eitt alveg óskemmt, og af myndum sem til voru af Rungiusi prófasti mátti þekkja, að þetta var hans lík og einskis annars. Lærðir menn frá Finn- landi, Svíþjóð og Þýskalandi voru kvaddir til að skoða líkið, og bar þeim öllurn saman um, að það væru engin merki þess, að rotverjandi efni hefði verið látið i það. Þeir gáfu út hátíðlega yfirlýsingu, þar sem segir „að undursamleg máttarvöld liafi varðveitt Jikið hreint og óspillt gegn tímans tönn. — Fyrir um það bil 25 árum skoðuðu þýskir sérfræðingar líkið á ný. Þeir skáru m. a. af þvi eina tána, og sáu þá sér til mikillar furðu, bæði óvisnaðar sellur og blóð- korn í sárinu. En siðan þessi skoðun fór fram er annað augað og annar hand- leggurinn horfið af líkinu. Sagn- irnar um hvernig það hafi at- vikast eru fremur óljósar, en fullyrt er að þetta hafi gerst seint í síðustu styrjöld, þegar Finnar börðust við þýska lierinn og hröktu hann úr landi, eftir að þcir liöfðu samið frið við Rússa. Þá er sagt að hópur hermanna — það fylgir ekki sögunni hvort þeir voru finnskir eða þýskir — hafi brotist inn í kirkjuna við Kemi, til að leita sér húsaskjóls að næturþeli og sest þar að sumbli. Ærðust þeir von bráðar og tóku lík Rungiusar prófasts úr kistunni. I þeim sviftingum er sagt að liandleggurinn hafi slitnað af líkinu og hefir hann aldrei fundist. Síðan hefir líkið fengið að liggja í friði í kistunni i litlu kirkjunni skammt frá Kemi. Hún er ekki notuð til guðsþjónustu- gerðar nú lengur, en er hins vegar orðin fræg í skemmtiferða- pésum, þvi að fólk er forvitið i að skoða líkið. Sérstakur maður hefir umsjón með kirkjunni. Heitir hann Joho Kesti og gætir vel kirkjunnar og liins merkilega prófastsliks, sem hún geymir. Hér er um að ræða furðulegt fyrirbæri, því að líkið hefir ekki verið smurt, eins og múmíurnar i Egyptalandi. Og enn merkilegra þykir það fyrir spásögn prófasts- ins sjálfs, um að hann skyldi ekki rotna, ef hann segði sókn- arbörnunum sannleikann. * 3 — Og það þykir mér vænt um, hvíslaði hún. Svo hugsaði hún sig um. — Hvernig vissir ])ú að við snérum al'tur? Fyrir klukkutíma fannst mér allt i einu að þú mundir vera í hættu — það var undarleg tilfinning. — En ég var aldrei i neinni hættu, Roy. Það var ekkert að óttast. — Nei, sem betur fór. En ég símaði á flugvöllinn, og þá var mér sagt að vélin hefði snúið aftur — og þess vegna er ég hér. Juditb tiorfði á fölt, alvarlegt and- litið og brosti. Hún bugsaði til þess að hann mundi ekki hafa verið sá eini, sem var lystarlaus um hádegið. Svo sagði hún: — Þetta var ekkert, og ég hafði engan tima til að vera hrædd. Enginn var hræddur — nema emn .. . en hann var ólikur þér. Þú hefðir ekki orðið hræddur. — Jú, sagði hann alvarlegur. Ég hefði orðið dauðhræddur — um þig. Þau stóðu þétt saman. — En ég varð feginn að hreyfillinn skyldi gera verk- fall i þetta sinn. — Ég lika. — Við skulum trúlofast almenni- lega, Judith. Svo getum við kannske, þegar þú hcfir farið fleiri ferðir, ef þú vilt ... Hún liló. — Ég hefi flogið eins margar og mig langar, Roy. Þetta vc-rður sú síðasta! Andlit hans föln- aði af ákafa: — Er þér alvara, Juditli. Getur þetta verið alvara? — Já, Roy. Nú veit ég hvar ég á heima. Hjá þér. Og nú liirtu þau ekkert um fólkið í kring og hann beygði sig niður að henni og kyssti hana og þrýsti henni svo fast að sér að hún skrækti. Þá heyrðist bylmingsrödd úr gjallar- horninu yfir iþeim: — Vill flugfreyjan á Vestur-Afríku- vélinni gefa sig fram á skrifstofunni strax! — Ég verð að fara, Roy, sagði Jud- ith með öndina i hálsinum. — Já, elskan mín. Hann horfði al- varlegur á hana. — Farðu nú gæti- lc-ga og komdu fljótt aftur. — Já, það skal ég, Roy. Ég verð ekki lengi. Henni var léttara í skapi þegar lnin fór inn í flugvélina núna, en henni hafði verið um morguninn. Nú var allt eins og það átti að vera. Og þetta skyldi verða siðasta ferðin hennar, því að heima lijá Roy var lifið og ástin ... * Símon hafði fengið samviskubit og fór til prestsins til að skrifta fyrir, að hann hefði haft mök við gifta konu í hreppnum. Presturinn tók honum vel, en þegar Símon hafði sagt honum frá hrösun sinni vildi prestur vita hver konan væri, sem Símon hafði verið í þing- um við. Presturinn reyndi að koma honum til og spurði: Er það hún Marta í Fitjakoti? — Nei. — Er það hún Jórunn í Efstabæ? — Nei. — Er það hún María á Hvoli? — Nei! Loks varð prestur gramur og sagði Simoni að fara út. Og Símon fór. Fé- lagi hans sem hafði fylgt honum til prestsins og beið eftir honum, spurði hvernig erindið hefði gengið. — Fékkstu syndafyrirgefningu? — Nei, ekki fékk ég nú það, svaraði Simon, — en ég fékk nokkur ný nöfn, sem ég ætla að reyna við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.