Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Mynd úr „Birthday Offoring“, en sá ballett er sýndur í London á hverju vori. í sumar var hann einnig sýnd- ur á hátíðavikunni í Edinborg. œttarnafnið Hookham. Hún var ekki nema sex ára þegar hún byrjaði að dansa og listferil sinn allan hefir hún fetað undir nafninu Margot Fonteyn. Frá föður sínum, sem er enskur, hefir hún erft þolið og hag- sýnina, en frá móður sinni, sem er brasilísk, listgáfuna, suðrænt útlit — dökk augu og gullinn hörundslit. For- eldrar hennar voru sí og æ á ferða- lagi, komust til Bandaríkjanna og þaðan til Kína, en þar kynntust þau Gontsjarov, sem var sólódansari í Leníngrad-ballettinum. Hann kenndi Margot fyrstu danssporin. Og það kom brátt á daginn að hún hafði ó- venjulega hæfileika. Hún var orðin fimmtán ára þegar liún kom til Lon- don aftur og komst til Ninette de Valois. Hún fékk aukalilutverk í „Svanavatninu" — balletlinum sem Anna Pavlova varð frægust fyrir, og dansaði þar i siðasta þætti á móti AIiciu Markova, hinni rússnesku primaballerinu. Þegar Markova fór frá Sadler’s Wells árið eftir, var eng- inn vafi á þvi að Margot Fonteyn mundi erfa öndvegið eftir hana. Og frægð hennar óx ár frá ári. Hún dansaði livert stórhlutverkið eftir annað á móti Robert Helpmann — „Coppelia", „Gisele“, „Dauði svans- ins“ og „Eldfuglinn". Er hún dansaði í fyrsta sinn sem gestur í New York, árið 1949 í Metropolitanóperunni, ætluðu fagnað- arlætin engan endi að taka, tjaldið var dregið upp og látið falla 21 sinni og loks varð ekki þverfótað á leik- sviðinu fyrir blómurn. í veislunni sem 300 broddborgarar héldu henni á Waldorf Astoria daginn eftir, gerð- ist það sem sjaldgæft kvað vera þar um slóðir, að allir risu úr sætum sín- um þegar Margot Fontey kom inn — eins og verið væri að taka á móti þjóðhöfðingja. Og þarna stóð liún í látlausum svörtum kjól, án nokkurs skartgrips — eina skartið var orki- dea — innan um allar frúrnar, sem hlaðnar voru gulli og gimsteinum. Margot Fonteyn er ekki aðeins fræg fyrir dansinn —■ sumir lialda því fram að hún sé mesta dansdís verald- arinnar síðan Pavlova leið — liún er lika fræg fyrir klæðaburð sinn. Það er fullyrt að telja megi liana í úrvali þeirra kvenna, sem smekklegast eru klæddar, en í þeim hópi eru Soraya Persadrottning og Margaret prins- essa. Það er tiskukóngurinn Christian Dior í París, sem saumar á hana kjólana, og liann telur hana meðal allra bestu viðskiptavina sinna, og segir að enginn vandi sé að búa til á hana kjóla, því að hún hafi svo mikinn yndisþokka til að bera. Það var hún, sem varð fyrst til að kynna hið svokallaða „New Look“ Diors í Lcndon árið 1947. Þennan fatnað — sluttan svartan jakka með siðu og viðu pilsi — gaf hún síðar tískusafn- inu breska og verður klæðnaðurinn þar líklega til sýnis um ókomnar aldir. Margot Fonteyn er nákunnug ensku konungsfjölskyldunni og var gerð dame eftir fyrrnefnda Ameríkuför sina, sem eins konar sendiherra list- arinnar. En hún er nákomin sendi- ráðum á annan liátt líka, þvi að hún er gift sendiherra Panama við ensku hirðina, Roberto Arias, sem er sagð- ur mikilsvirtur stjórnmálamaður og er því jafnvel spáð um liann, að hann muni verða forseti Panama er fram líða stundir. Og þegar þau giftust var það vitanlega Dior, sem saumaði brúðarkjólinn — auk margra annarra kjólal Breta langar ekkert til að Roberto Arias verði forseti í Panama, því að þá yrði Margot Fonteyn að hætta að dansa. Og þeim er ekki láandi þó að þeir vilji ekki missa hana. Því að út á við stafar meiri ljómi af henni um Jjessar mundir en nokkrum öðruin listiðkanda innan breska heimsveld- isins, og Bretum er áliugamál að eiga hana sem sendiherra í listarinnar ríki sem flest ókomin ár. Sadler’s Wells ballettinn á að svo stöddu enga dansandi dís, sem líkleg er til að geta farið í föt Margot Fonteyn, sem auk þess að vera dame er heiðursdoktor Lundúnaháskóla. * Krúnugripirnir í Engra dýrgripa í heimi er jafn vandlega gætt og krúnugripa ensku konungsættarinnar í kjallaranum í Rower-kastala í London. Um J)á er haldinn vörður dag og nótt. En þó skrítið megi virðast á óbreyttur ensk- ur borgari alla gripina heima hjá sér og hefir raðað þeim kyrfilega í svefn- herberginu sinu. Maðurinn er forngripasali og heitir Oharles Elston. Og liann hefir smiðað alla lcrúnugripina sjálfur. Einu sinni á unga aldri kom hann í Tower til þess að skoða hina fágætu gripi. Hann var þá orðinn vélfræðingur og hafði mikið gaman af allri nákvæmni- smiði og einkar hagur sjálfur. En svo barnalegur var hann að hann sneri sér til eins varðmannsins og spurði hann hvort hann mætti ekki fá eina kórónuna léða með sér heim, því að hann langaði til að gera eftirlíkingu af hcnni. Varðmaðurinn hélt vitan- lega að maðurinn væri vitlaus og ætl- aði að reka hann út. En þá fór Elston svefnherberginu að gera honum nánari grein fyrir áformi sínu, og svo fóru leikar að liann fékk ítarlegar lýsingar og teikn- ingar af krúnugripunum. Næst lærði hann að slípa gimsteina og að öðru leyti varð hann öllum frístundum sínum til að smíða, og lcsa allt sem hann komst yfir um krúnugimsteinana. Og eftir tuttugu ár hafði hann smíðað eftirlikingar af hverjum einum og einasta. Þessar eftirlikingar eru nákvæmar í hverju smáatriði og steinarnir slipaðir ná- kvæmlega eins og eru jafn Jmngir og fyrirmyndirnar. Gela má nærri hvílik vinna liggur í þessu, þvi að krúnu- gripunum eru alls kringum 60.000 gimsteinar! En vitanlega eru steinar Elstons ekki jafn dýrir og liinir upp- runalegu, einkum hinir stærri. Þó hefir Elston ekki notað gler i neinn þeirra. Mörg lilboð hafa Elston borist í þetta safn, einkum frá Ameríkumönn- um, sem gjarnan vilja eiga svona ná- kvæmar eftirlíkingar af hinum l'rægu krúnugripum. En Elston vill ekki selja. Hins vegar hefir liann farið sýn- ingarfcrð um England og Kanada með gripi sína og er jafnan húsfyllir hjá lionum, svo að hann hefir að lok- um fengið mikið fé í aðra hönd fyrir tuttugu ára starf sitt. CAUNEGIE GIFTUIt DÓTTUR VISKÍKÓNGSINS. Einn af umsetnustu ungum mönn- um Bretlands, Carnegie lávarður hefir fengið náðarsamlegt leyfi Eliza- bethar drottningar til að giftast „viskí-erfingjanum“ Caroline Cicerly' Dewar. Hún er 22 ára en hann 26. Astæðan til þess að hann þurfti að l'á drottningarleyfi til að giftast er sú, að liann er barnabarnabarn Játvarðar sjöunda og þremenningur við drottninguna og 9. í röðinni þeirra, er standa til rikis i Bretlandi. En samkvæmt konungslegri fyrirskip- un frá 1772, sem enn er i gildi, má fólk af konungsættinni ekki giftast nema með leyfi ættarhöfðingjans. Fortevion barón, faðir ungfrú — Snati! ViRu koma strax með beinið aftur! — Þú mátt gjarnan lána hana ef þú lot’ar að koma með hana aftur. Það er sú síðasta sem eftir er ... Dewar, er margfaldur milljónamrer- ingur og forseti og aðaleigandi viskí- brugghússins John Dewar & Sons Ltd. í Skotlandi. En Carnegie lá- varður, eða Jamie, sem kunningj- arnir kalla liann, stundar útflutn- ingsverslun. í fyrra sást hann oft með dansmærinni Mariu Drage og var fullyrt að þau væru trúlofuð. En hún bar það til baka og sagðist ekki geta gifst honum af trúmálaástæðum, þvi að Carnegie er mótmælendatrúar en luin kaþólsk. En Caroline, sem er undurfríð, hef- ir verið orðuð við ýmsa pilta áður, þar á meðal Juan Carlos Spánarprins. Hins vegar voru þau orðuð saman Jamie Carnegie og Margaret prins- essa, cn ]>að er vitanlega ekkert að marka, Jjví að hún hefir verið orðuð við svo marga. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.